Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Qupperneq 12
348
ALÞÝÐUHELGIN
VALENTIN KATAJEW —
Gúmmískórinn.
Það er vissulega engum erfiðleik-
um bundið að týna gúmmískó í spor-
vagninum. Óg það því fremur, þegar
einn þorparinn treður sér upp að
liliðinni á manni og annar kemur
aftan frá og stígur ofan á hælinn á
manni —• og gúmmískórinn er allur
á bak og burt.
Að týna gúmmískó eru þó aðcins
smámunir.
Þannig missti ég gúmmískóinn
minn í einu vetfangi og meira að
segja hafði ég — því miður — ekki
tíma til að hljóða.
Þegar ég steig inn í sporvagninn,
voru báðir gúmmískórnir á sínum
stað, ég minnist þess greinilega. Ég
stíg út úr vagninum, og sjá — þarna
er annar gúmmískórinn, en guð
minn góður; hinn vantar. Ég sé, að
þarna er annar skórinn, þarna er
sokkurinn og buxurnar eru á sínurn
stað, en gúmmískóinn vantar.
Auðvitað er engin leið að hlaupa
á eftir sporvagninum.
Ég fór úr þeim gúmmískónum,
sem eftir var, vafði hann innan í
dagblað og gekk svo áfram. Eftir
vinnutíma, hugsa ég með mér, get
ég byrjað að leita. Skóskönunin get-
ur þó naumast verið týndur. Ein-
hvers slaðar verð ég þó að grata
hann upp.
Að vinnu lokinni hóf ég leitina.
Ég ráðfærði mig við sporvagnaum-
sjónarmann, sem ég þekkti. Hann gaf
mér strax von. „Hrósaðu happi,“
sagði hann, ,,að þú skyldir týna hon-
um í sporvagninum. Hefðir þú týnt
honum á einhverjum öðrum opinber-
um stað, hefði ég ekki viljað taka
ábyrgð á honum, en að týna ein-
hverju í sporvagninum er hreinasta
liapp! Við höfum séi'staka skrifstofu
fyrir týnda hluti. Farðu nú þangað
og sæktu skóinn þinn.“
„Nú, jæja,“ sagði ég, „þakka þéf
kærlega. Mér finnst steini létt af
Urjósti mínu. Það er nefnilega aðal-
. atriðið, að gúmmískórinn er næstum
því nýr. Þetta er aðeins þriðji velur-
inn, sem ég nota hann.“
Daginn eftir fór ég svo á skrifstof-
una fyrir týnda muni.
„Get ég, félagi, fengið ai'tur
gúmmískóinn minn? Ég týndi honum
í sporvagninum.“
„Það getur þú!“ svaraði hann.
„Hvers konar gúmmískór var
þetta?“
„Gúmmískórinn,“ svaraði ég, „er
af þessari vanalegu stærð, nr. 12.“
„Við höfum,“ svaraði hann, „ef til
vill tólf þúsund gúmmískó nr. 12.
Þér verðið að taka fram sérstök
kennimerki.“
„Kennimerkin,“ svaraði ég, „eru
þessi venjulegu! Yfirleðrið er í tætl-
um, fóðrið vantar innan í, flókinn
er þegar orðinn slitinn!“
„Við höfum,“ svaraði afgreiðslu-
maðurinn, „ef til vill þúsund slíka
gúmmískó. Eru engin önnm- sérstök
kennimerki?“
„Jú,“ sagði ég, „sérstök kenni-
merki eru þessi: Táin er rifin hring-
inn í kring og er því ekki lengur til
staðar. Hæll var heldur enginn á
honum. — Hann var slitinn upp til
agna. En hliðarnar voru ennþá á
honum. Þær hafa enzt vel allt til
þessa!“
„Setjist niður augnablik,“ sögðu
þeir. „Við skulum undir eins athuga
málið.“
Óg allt í einu koma þeir með
gúmmískóinn minn.
Ég gladdist þegar innilega. Ég var
blátt áfram hrærður. — Sjáið nú
bara til, hvernig hið frábæra skipu-
lag heldur hlutunum í jafnvægi! Og
þvílíkt ágætisfólk! Að gera sér svona
mikið ómak út af einum gúmmískó.
„Þakka kærlega fyrir!“ sagði ég.
„Ég verð yður þakklátur fram í and-
látið. Látið mig nú fá hann. Ég ætla
að láta hann á mig strax.“
„Nei, heiðraði félagi!“ svöruðu
þeir. „Við megum ekki sleppa hon-
um. Við vitum ekkert. Ef til vill haf-
ið þér alls ekki týnt skónum yðar.“
„En auðvitað hef ég týnt lion-
um,“ sagði ég.
„Það er mjög sennilegt, en við
megum þó ckki sleppa honum! Þér
verðið að færa okkur vottorð um, að
þér hafið raunvcrulega týnt honum.
Látið húsvörðinn hjá yður staðfesla
þetta; þá munurn við afhenda
gúmmískóinn tafarlaust."
„En, félagai’,“ sagði ég. — „Heirna
hjá mér veit enginn um þotla. Ef til
vill gefur húsvörðurinn mér svo
ekkert vottorð.“
„Hann mun áreiðanlega gefa það!“
svöruðu þeir. „Það tilheyrir hans
verkahring að gefa út vottorð!"
Ég horfði enn þá einu sinni á
gúmmískóinn minn og fór svo mína
leið.
Dagimx eftir fór ég svo til yfirhús-
varðarins. „Geiúð svo vel og gefið
mér vottorð,“ sagði ég. „Gúmmí-
skórinn minn er týndur.“
„Er það þá satt?“ sagði húsvörð-
urinn, „að þú hafir týnt honum? Eða
eru þetta aðeins svik?“
„Guð veri oss náðugur,“ sagði ég.
„Ég hef í raun og sannleika týnt
honum!“
„Slcrifið þá. yfirlýsingu," sagði
húsvörðurinn.
Ég skrifaði yíirlýsinguna. Daginn
eftir fékk ég svo hina embættislegu
viðurkenningu húsvarðarins. Með
hana íór ég svo til skrifstofunnar
fyrir týnda muni. Óg viti menn, nú
fékk ég gúmmískóimi minn afhentan
tafarlaust.
Þegar ég sctti hann á mig, komu
tár í augu mér af viðkvæmni.
Aðeins einn hlutur er hörmuleg-
ur: í vikunni sem leið, þegar mála-
í'eksturinn út af skónum mínum
stóð sem hæst, týndi ég hinurn skón-
um. Allan tímann bar ég hann, inn-
pakkaðan í dagblað, undir hendinni,
en — ég get ekki munað, hvar ég lét
hann. Það sem mestii máli skiptir er,
að það var ekki í sporvagninum. Og
hlut, sem týnist ekki í sporvagnin-
um, veit maður alls ekki hvar á að
finna.
En aftur á móti hef ég nú hinn
gúmmiskóinn. Ég setti hann upp á
kómmóðuna. Og þegar mér leiðist,
þarf ég ckki annað en líta á gúmrní-
skóinn og þá hverfa allar áhyggjur,
eins og dögg fyrir sólu.
Hann er mér eins konar ímynd
hins fullkomna stjórnarfyrirkomu-
lags.
-----------4-------------
Frúin við stúlku, sem hún er að
fala í vist: — Hvers vegna voruð þér
ekki lengur hjá fyrri liúsbændum
yöar?
Stúlkan: — Vel á minnzt, ég ætl-
aði einmitt að fara að spyi'ja yðui-,
hvers vegna stúlkan, sem fór frá yð-
ur í gær, var ekki lengur í vistiixni.