Alþýðuhelgin - 10.12.1949, Síða 16
352
ALÞÝÐUHELGIN
það væri, en aðrir segja, að það hafi
verið hrossskrokkur, sem hann hafi
látið í hann og hafi hann lesið yfir
honum forn fræði, flutt síðan íram
á sjó, þangað sem honum þótti bezt
henta, og kveðið um leið:
Sittu þar í sextán ár,
sjáðu hvorki hrafn né már,
rcyrður böndijm rimalár,
renni að þér þorskur grár.
Er það sögn, að Þorvnldi hafi ekki
brugðizt hákarlsafli á þessu miði
meðan ákvæðisorðum háns entist
aldur.
Ræningjaskipið.
Á efri árum Þorvalds er það sögn,
að óvenjulega stórt skip hafi komið
af hafi inn á Eyjafjörð, vestanvert
við Hrísey, með svörtum eða bikuð-
um seglum. Það héldu menn vera
ræningja frá Alzír, og var mikil
hræðsla í mönnum við þá í þá daga,
síðan þeir ræntu Vestmannaeyjar.
Ræningjar skutu báti fyrir borð, og
gekk þar á fjöldi manns. Þeir héldu
til vesturstrandarinnar undir
Sauðanes. Þorvaldur gamli var þá
orðinn blindur og hafði litla fóta-
ferð. Menn sögðu honum til og báðu
hann góðra ráða. Þorvaldur skreidd-
ist út og bað leiða sig ofan á sjávar-
bakkann, þangað sem víkingarnir
hcldu að landi. Hann settist niður
og bað að snúa sér rétt á móti skips-
bátnum. Voru þá víkingarnir komn-
ir svo nærri landi, að þeir voru
komnir að þriðju báru. Þá hóf Þor-
valdur kvæði sín, og var þetta upp-
Sunnan og vestan sendi vind
sjálfur heilagur andi,
svo strjúki þessi strauma hind
strax frá voru landi.
Brast þá strax á veður mikið sunn-
an og vestan og gekk svo lengi, að
víkingar streittust öllum árum að
komast í land, en gátu aldrei komizt
nær en á þriðju báru. Þá herti veðr-
ið svo mjög, að stórskipið hélzt eigi
lengur við. Létu þeir á bátnum þá
síga undan frá landi og náðu með
naumindum stórskipinu. Eru það
munnmæli, að skipið hafi sokkið með
öllu saman í Eyjafjarðarmynni, og
er það haft til sannindamerkis, að á
18. öld hafi komið upp á línum fiski-
manna fúnir kaðalstúfar og annað
því líkt, sem væri úr skipsreiða, ná-
lægt þeim stað, sem skipið hvarf.
(Þorsteinn Þorsteinsson á Upsum.)
* * *
VÍSA,
eftir Bendikt yfirdómara Gröndal
Héðan er eigi hót að frétta,
hærri menn og lægr: stétta
alla að sama brunni ber,
allir hafa þeir eitt fyrir stafni,
engan greini ég samt með nafni.
að brjóta það, sem brákað er.
Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.