Alþýðuhelgin - 25.03.1950, Blaðsíða 2

Alþýðuhelgin - 25.03.1950, Blaðsíða 2
94 ALÞÝÐUHELGIN hógværa innileika í tjáningunni. Stemmningin er djúp, skuggaleg, jarðbundin, háð náttúruöflum og leyndardómsfullum töfrum. Tilfinn- ing ótta og tortryggni ríkir. Um- heimurinn er dimmur og haettulegur, fullur af óþekktum hættum, sem bíða manns hvarvetna. Gagnstæðurnar myrkur og ljós hafa yfirhöndina í mörgum ljóðunum, allmörg kvæðin vekja sams konar tilfinningu og hið trópiska myrkur, sem fellur á skyndilega, líkt og skuggi, og afmáir sjónheiminn svo að mannveran verð- ur eins og smábarn á villigötum and- spænis hættum næturinnar. Eldurinn dofnar, tréð verður svart! Loginn er að því kominn að slokkna, yfir oss vofir ógæfan! Yfir oss ógæfan, ó Khmvum! er upphafi ljóðs frá Miðafríku. Ljós- ið skapar öryggi, og allt það sem gef- ur birtu er ríkur þáttur í heimsmynd negrans; sólin og eldurinn eru þýð- ingarmikil tákn sem koma fyrir hvað eftir annað. Fegurstu ljóðin eru lof- söngvar til sólarinnar eða annarra birtugjafa á himninum, — tuglsins, stjarnanna, regnbogans. Afríkönsk ljóð leggja geysimikla áherzlu á mátt hverskyns töfra. En afstaðan til töfranna er fyrst og fremst barnsleg, tilraun til að hljóta vernd gegn hættum, tjáning á stöð- ugum ótta og vanmætti, einnig á þörf fyrir sjálfsauðmýkingu. Mikill liluti þessara töfrasöngva eru ortir og sungnir í þeim tilgangi að vernda söngvarann gegn ímynduðum hætt- um. Stundum kemur þessi barnslega tilfinning fram í afstöðunni til dýr- anna. Veiðimaðurinn afsakar sig frammi fyrir bráð sinni: Spjót vort hefur beinzt afvega. Ó faðir vor fíll! Eigi vildum vér deyða þig. Eigi vildum vér gera þér mein. Ó faðir vor fíll! er upphaf töfraþulu, sem pygmearn- ir þylja, er þeir hafa lagt fíl að velli. Og þegar einhverjum hefur orðið á að drepa kameljón, fer sá sami með þetta vers: Kameljón, kameljón, þín augu eru dauð, þín eyru heyra ei meir. Kameljón, kameljón, þú hefur lokið ætlunarverki þínu, snú að nýju til þess, er þig sendi! Yfirleitt er hin persónulega og næma afstaða til dýranna sérkenni- legur þáttur í afríkanskri ljóðagerð. Dýrin eru gerð mennsk, og hjá negr- unum vekja þau sams konar tilfinn- ingu umhyggju, ástúðar, virðingar, ótta o. s. frv. sem jafningjar hans. Þú' varst mér kær, líkt og manni sem aðeins fær elskað einu kúna sem hann á! stendur í ljóði, sem vonsvikinn Berg- dama-negri yrkir til fyrrverandi ko'nu sinnar. Fegurstu dýraljóð, frumstæð, sem til eru, koma írá Afríku. Söpgur Pokoms-negra til náttþrastarins endar líkt og ástar- jétning: Á nóttunni ligg ég svefnlaus unz roðar fyrir morgni, hugsandi um þína hvítu vængi, náttþröstur, vinur minn! Yfirleitt eru ástarljóð mikill hluti afríkanskra ljóða, en allur þorri þeirra hefur ekki verið þýddur, sök- um þess að Evrópubúum hefur fund- izt þau næsta gróf. Hið séi'kennileg- asta við heimsskoðun negranna er það, hversu mjög hún mótast af ótta og vanmætti. Gagnstætt töfraátrún- aði Indíána, sem er fyrst og fremst trú á eigin mátt, leiðir hjátrú negr- anna svotil alltaf í ljós vilja til auð- mýktar andspænis ytri öflum. Til- finningar þeirra hljóta þar með trú- arlegan blæ, og töfraljóðin minna á bænir. Töfraöfl þau, sem negrinn þykist skynja í tilverunni, tileinkar hann almáttugum guðum. Til þessara guða snýr hann sér, ákallar þá, biður um hjálp, lætur í ljós úrræðaleysi sitt, til þess að vekja samúð þeirra og hafa með því æskileg áhrif á gang hlutanna. Hin upprunalega og til- gerðarlausa hugsun gefur ljóðunum innilegan blæ. Heyr oss, ó gamli guð, heyr oss, eldgamli guð, þú sem liefur eyru! Lít oss, ó gamli guð, lít oss, eldgamli guð, þú sem hefur augu! Tak oss að þér, ó gamli guð, tak oss að þér, eldgamli guð, þú sem hefur hendur! Innileiki ljóðanna er öðru fremur því að þakka, hversu tilfinning sú, sem þau tján, er einlæg og tilgerðar- laus. Trúartilfinning negranna er að mörgu leyti svipuð frumkristninni, og því auðveldara fyrir okkur að skilja hana en viðhorf annarra frum- stæðra kynþátta. Guðs auga vakir yfir hverjum lilut, Honum er ekkert hulið. Þótt þú værir í kofanum, þótt þú værir í vatninu, eða í djúpum skugga trjánna, alls staðar væri hann nálægt þér. stendur í vesturafríkönskum sálmi- Meðvitund ótta og syndar er rík i fjölmörgum ljóðum: Sonur þrumuskýsins! Ilrausti hvassyrti Guru! Talaðu hægar! Því ég hef ekki syndgað. Fyrirgefðu mér! Því ég hef leiðst afvega. Ó Guru! Sonur þrumuskýsins! syngja hottentottarnir í þrumu- veðri. Úr mörgum ljóðum má lesa botn- iausa svartsýni, og yfirleitt hefur hugsunin um dauðann gripið meira um sig í afríkönskum skáldskap en i skáldskap annarra frumstæðra þjóða. Einkum er hinn vesturafríkanski Ewe-kynþáttur gott dæmi um þetta, vegna svartsýninnar og eymdarinn- ar sem skáldskapur hans speglar. Hafi Se skapað mig, veri hann bölvaður! En Hoken saka ekki mínir eiðar! Hví sendi Se mig í þennan heim? Hefði ég vitað það, hefði ég ekki komið. Án vitneskju er barnið í skauti móður sinnar. Hefði ég vitað það, væri ég enn fjarri. Enn myndi ég drekka vatnið úr fljótinu milli hinna tveggja heima. Vei yfir Se!

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.