Alþýðuhelgin - 25.03.1950, Side 8

Alþýðuhelgin - 25.03.1950, Side 8
100 ALÞÝÐUHELGIN ófrægðar gjört hafa. Því hefur það síðan verið, er og verða skal full al- vara“. Ekki ltemur þykkja biskups tii þeirra klerkanna síður fram í bréfi því, er hann um sömu mundir skrif- ar Eiríki Sigvaldasyisi, sem til þessa hafði annazt Hörgslandsspitala, eins og fyrr var getið. Skýrir hann Eiríki þar frá bessari ráðr.töfun sinni á spítalanum og segir ,->íðan: ,,Vel má cg sjá að þeir dánumenn, sem nú haía við ráðstöfuninni teV:ið eftirkomandi, komi því sem bezt í hag, hvað þeim er og langtum auðveldara en mér, bæði kunnáttunnar vegna og nála:gð- arinnar, og þeir hafa ekki annað að hugsa en þetta sunnudaga á milli, sérdeilis þeir sem vel eru máli farn- ir og létt er um málbeins gáfurnar utan stóls og innan. Munu þeir bezt geta lagfært spottals nafnið í spítals, sem svo eru hagsýnir, því lítil er skælan á nafniflu, en hvort forsjón- in dragi sérhvern á sínum t.ima veri þeir ókvíðnir, því er.gan munu þeir] uppdraga, sem áður er sokktnn. Vel má ég vita þó þeirra fyrirsjón beri þá upp yfir skýin, en bess óska eg, að ekki detti þeir niður aftur, ekki vil eg fcegja til h., heldur liingað til vor á jörðina. Það þar um.“ Allvel rættist úr máli þessu, því síra Magnús Pétursson tók við rekstri spítalans og virðist hafa staðið vel í stöðunni, því haustið 1658 fékk bisk- up honum full umráð yfir Hörgslandi til allra landsnytja. Skvldi hann nú annast fjóra ómaga til fæðis og fatn- aðar, húsa og þjónustu. Hefur Magn- ús þá flutt búferlum að Hörgslandi, en áður bjó hann á Piestsbakka. Síð- ar, haustið 1660, fékk séra Magnús byggingarbréf iijá biskupi fyrir Ilörgslandi til næstu þriggja ára, og svo jafnan endurnýjun þess, með þeirri ívilnun, að ómagarnir skyldu aðcins vera þrír, og hélzt það meðan síra Magnús lifði, en hann andað- ist 14. júní 1686. Davíö Jónsson, eyfirzkur maður, kvað vísu þessa: Dvínar máttur, dagur þver, dofnar sláttur fyrir mér, klukkan átta klingja fer, kominn háttatíminn er. Skálhoitskirkja Brynjólfs biskups. VÍÐA SUKKSAMT. Kerlingar tvær hittust á förnura vegi og tóku tal saman. — Og hvar varstu í nótt, gamla mín? segir önnur. — Á Botni, trúi ég. — Jú, inni lá ég þar á grjóthörðu fletinu og svaí ekki parið. En hvaðan ber þig að, heillin? — Framan af bæjum, góða mín. Og ekki varð mér svefnsamt, heldur en þér. Og ekki var fletið miúkt cða maginn saddur. En út yfir tóku þó lætin í bóndanum. Hann kom heim um miðja nótt, rok-fullur og vitlaus. Barði allt, dautt og lifandi, húð- skammaði konugæruna, heimtaði mat og kaffi. — Hvað er að tarna, heillin? Já, svona skulu þeir láta, þessir karl- menn. Svíknaður var hann líka, bóndaskuddinn þar á Botni, og vinnumanns-hræið slíkt hið sama. Þeir voru að koma úr kaupstaðnum. En ekki börðu þeir neinn eða drápu, það ég vissi. Nei, það gerðu þeir ekki. Bara kváðu og sungu, átu og drukku, og ultu svo út af með klígju og korri og svæsnum fyrirmælum. Og engum kom dúr á auga í allri baðstofunni. —■ Já, því segi ég það. Mikil er sú bölv- un, sem af brennivíninu leiðir. En þeir hætta aldrei, þessar andstyggó- ir — þessir karlmenn! Þeir hata drabbað og drukkið og slarkað L'a sköpun veraldar. Og fullir voru þch-' í Jerúsalem forðum daga, eins og þl| manst. Þar fannst enginn rólfær i sendiferðina miklu, nema ef vera skyldi strákarnir hans Leví, og voru þeir þó ,,vel kenndir“, eins og stend- ur í hinum blessaða sálmi: Frá Jerúsalem þeir senda syni Leví, vel kennda, með höfuðprestanna her. — St * — Þú ert að sópa göturnar, J°n minn, segir nýi bæjarstjórinn við Jón gamla götuhreinsara. — Ertu ánægður með hlutskipti þitt? — Ánægður! Ég er nú hræddur ui" það. Það eru ekki margir, sern haía það betra en ég. En hvað ert Þll> karl minn? Eitthvað held ég aö þu sért ckki fyrir neðan meðallagið. — Ja, ég er nú nýi bæjarstjónnn hérna. — Já, rétt segir þú, karl minn. Jæja, það getur nú verið sænvhg staða líka. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Alþý ðuprentsmiðj an.

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.