Alþýðuhelgin - 25.03.1950, Qupperneq 7

Alþýðuhelgin - 25.03.1950, Qupperneq 7
ALÞÝÐUHELGIN 99 Hann lét hlaða skip sitt ávöxtum, ^ró segl öll að hún og sigldi hraö- byri til hafnarborgar einnar í ná- grannaríkinu. Þar seldi hann farminn. Fyrir andvirðið keypti hann svo skotfæri í tessa fimm Martini-riffla, en þeir voru einu vopnin, sem flotinn hafði yfir að ráða. Síðan sigldi hann heim aftur og flýtti sér til símstöðvarinnar. Þarna sat hann nú í uppáhalds- ^orninu sínu, klæddur einkennis- búningnum, sem var heldur betur farinn að láta á sjá. Hann hafði gamla sjóræningjasverðið lagt um hné. Hann beið eftir hinum síð- búnu fyrirskipunum, sem nú hlutu þó loksins að vera á leiðinni. „Ekki enn þá, herra flotaforingi“, sagði afgreiðslumaðurinn. „Ekki enn þá, nei, en hafið þolinmæði — þetta hlýtur að koma“. Flotaforinginn hafði staðið á fæt- ur, til þess að ítreka spurningu sína. Nú settist hann niður aftur. Sverðið slóst við gólfið og söng við. Hann hlustaði á slitrótt hljóðin úr litla ú- haldinu á borðinu. Böðvar frá Hnífsdal þýddi. Hörgslandsspífali og Brynjólfur biskup. Hinn 10. maí 1651 var gefið út konungsbréf þess efnis, að stofnað- lr skyldu fjórir spítalar á íslandi h^nda holdsveikum mönnum, sinn í ^Verjum landsfjórðungi. Nánari á- ^vasði voru sett árið eftir, og biskup- og lögmönnum falin yfirumsjón sPítalanna. Þrír þessara spítala voru 1 Skálholtsbiskupsdæmi: Spítali Ýestfirðingafjórðungs á Eyri í Eyr- arsveit, spítali Sunnlendingafjórð- Utlgs í Klausturhólum í Grímsnesi og ^Pítali Austfirðingafjórðungs á ^örgslandi á Síðu. Brynjólfur biskup ^veinsson hafði allmikil afskipti af sPítolum þessum og oft nokkrar á- ^ggjur, því rekstur þeirra var mikl- 1111:1 örðugleikum bundinn. Kemur s^jórnsemi biskups allglöggt fram í Sambandi við þetta mál, eins og fleiri, ®r undir embætti hans heyrðu. Tók aann því eigi alltaf blíðlega, ef aðr- lr slettu sér fram í það, sem hann atti fyrir að sjá. Eftirfarandi þátt- ar bregður allbjörtu ljósi á lyndis- einkunnir hins vitra, en skapamikla eg ráðríka biskups. Helztu heimildir Púttar þessa eru hið prentaða úrval f'ræðafélagsins úr bréfabók Bryn- Jolfs Sveinssonar og ævisöguágrip sera Magnúsar Pétursscnar á Hörgs- aildi, eftir Hannes þjóðskjalavörð Orsteinsson. Eftir að stofnun spítalanna hafði Verið ákveðin, var leitað til þeirra Sarnskota hjá sýslumönnum, prestum °« leikmönnum, en tillög heimtust > ^tsjafnlega. Brynjólfur biskup kemst sv° að orði, að sá er við stjórn spítal- anna fáist, verði „snubbur og öfug- leika að þola, misvirðingar og um- lestur“. Kvartar hann einnig um „óskilsemi margra hverra af almúg- anum, sem fullu hafa lofað en lítt látið afkomast í greiðslum". Biskupi var það ljóst, að erfiðleikar allmikl- ir myndu á því verða, að koma spítölunum á fót. Vildi hann því fara hægt í fyrstu, „og kefja ekki niður í upphafi". Fyrst vill hann láta gera sérstök hús handa sjúklingunum, svo að veikir og heilbrigðir verði ekki hverjir innan um aðra. Telur hann, að enginn muni fást til að taka holdsveikt fólk í hús sín, „með því þessháttar manneskjum fylgir sturl- un, framgirni og óþakklæti, framar öðrum veikjum". Þess vegna skuli engum vanheilum veitt viðtaka fyrsta árið. Tillögin skuli ekki notuð sem eyðslueyrir heldur sett á vöxtu, höfuðstóll jafnan aukinn, og lifi fá- tæklingar af rentunni „svo margir sem hún tilhrökkur fram að færa, en ekki fleiri“. Stofnun spítalanna dróst nokkuð á langinn, en 19. júní 1654 leyfir Brynjólfur að næsta ár verði fyrstu sex líkþrárir menn teknir inn í Klausturhólaspítala, „þó margir hafi þar um misjafnt rætt og tilgetið, hvað með þeim fer og þeirra ótömd- um tungum". Um líkt leyti eða litlu síðar mun spítalinn á Hörgslandi hafa tekið til starfa. Fól biskup Eiríki Sigvaldasyni lögréttumanni á Bú- landi að hafa umsjón með jörðinni og byggingu á húsum spítalans. Lét Eiríkur reisa bú á hálfri jörðinni og tók þrjá fátæka sjúklinga til fram- færzlu. Gerði hann þar og allmiklar húsabyggingar fyrir spítalatillagið. En með því að Eiríkur bjó alllangt frá spítalanum og var þar að auki orðinn aldraður maður, er ekki að undra, þótt umsjón lians kunni að hafa verið eitthvað ábótavant. Víst er það, að á Þingvöllum sumarið 1656, er prestastefna stóð yfir í Þingvalla- kirkju, risu upp Magnús prófastur Pétursson á Hörgslandi og séra Þórð- ur Guðmundsson á Kálfafelli, víttu opinberlega stjórn spítalans og töldu óþarflega miklu til hans kostað. Væri þarflaust að kosta öðru til en afgjaldi jarðarinnar, þótt alin væri önn fyr- ir þeim þrem ómögum, er þá voru í spítalanum. Má nærri geta, að Brynjólfi hefur sárnað þessi opin- bera áminning prestanna, þar sem hann átti þarna eigi lítinn hlut að máli sem yfirumsjónarmaður spít- alans. Snerist hann þó skynsamlega við, eins og vænta mátti, tók klerkana á orðinu og bauð þeim að taka við rekstri spítalans án annars tillags en jarðarafgjaldsins. Hvort sem þeim hefur verið Ijúft eða leitt, sáu þeir sér ekki annað fært, úr því sem komið var, en að taka þessu boði. Gerði biskup samning við þá um að taka að sér forstöðu spítalans næsta ár „með svofelldu móti og slík- um skilmála, að þrír vanfærir ómagar skyldu fæðast og framfærast og að Öllu forsorgast á jörðinni sjálfri, fyr- ir utan öll önnur tillög“. Hefur ver- ið mikil þykkja í biskupi út af því, að prestarnir höfðu fundið að stjórn hans á spítalanum í heyranda hljóði. Sézt það gjörla á bréfi, sem hann skrifar þeim skömmu síðar: „Ég lýsi hér fulla alvöru verið hafa, en ekki viðleitni, á Þingvöllum, að fullgjöra þetta við ykkur, hver mér enn nú ekki er úr huga fallin, eftir þá minni- legu opinberu áminning, er þið mér gjörðuð þar í kirkjunni, ekki einu sinni heldur oftar, báðir tveir. Því má ég ekki svo gleymskufullur til- heyrari vera, að ég láti mér ekki neitt í hug og eyrum bða af þess konar merkilegum ámmningum, sem í soddan mannstað framkoma, að ég hygg engan undir bannfæring opin- berar áminntan verið hafa hér í í landi, þó' ekki gengi undan þær heimulegu, eftir reglunni, hvað þér munuð mér til víðfrægðar heldur en

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.