Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Side 1

Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Side 1
Georg Brandes: Sháldið 09 maðurinn Esias Tegnér Á morgun (13. nóv. 1882), eru hundrað ár síðan þjóðskáld Svía fæddist. Hann var skáld mikið og hefur átt þeirri gæfu að fagna, að verða frægur um alla Evrópu, miklu frægari en nokkurt annað skáld á hans reki hefur orðið, nema ef vera skyldi H. C. 'Andersen. Og þó var viturleiki hans meiri en skáldsnilld hans, því að hann hafði opið auga fyrir trúarbrögðum og pólitísku ástandi aldar sinnar og skoðanir hans í þeim efnum voru fjarri öll- um hleypidómum. En í skáldskap sínum lét hann, þrátt fyrir alla sína miklu yfirburði, skoðun aldar sinnar binda sig við þá fegurð í lýsingum, er ekki átti við annað að styðjast en hugmyndina eina, og við þá mál- snilld, er íburðarmikil var og nokk- uð laus fyrir. Menn geta gert sér Ijósasta hugmynd um viturleik hans af bréfum hans, sem eru einhver hin fegurst rituðu, sem til eru í bók- menntum Norðurlanda. í þeim er hann eins opinskár og fjörugur og hann er andríkur og frjálslyndur. Á þeirn sést og hið innsta eðli hans enn bctur en í ljóðum hans. Því þó þau beri það með sér, að þau séu frum- smíð en engin stæling, má þó á sum- um þeirra endrum og eins þekkja svip Oehlenschlágers, Schillers og fleiri samtíðarmanna hans. Ævisaga Tegnérs er enn eigi rit- uð. Það eru einungis 36 ár síðan hann dó, og ástin og virðingin fvrir þcssum þjóðkæra manni hefur í Sví- þjóð verið svo rík, að hið sanna um hann hefur um stund orðið að lúta í lægra haldinu. Menn hafa á ýmsan hátt reynt til að gera Tegnér að ímynd allrar fegurðar og fullkomn- ESIAS TEGNÉK unar (ídealíserað hann), en þaö, sem Tegnér-svipurinn hefur grætt við það, hefur hann aftur misst að sann- leikanum og lífinu til. Það eru af- leiðingarnar af skoðun þeirri, sem algengust er á Norðurlöndum, að hafa siðferðið fyrst og fremst fyrir augum, er athuga skal merka menn eða viðburði. Fyrst gera menn strangar og óeðlilegar siðferðiskröf- ur, og þær kröfur heimta jafnmarg- ar ímyndaðar sem sannar kröfur uppfylltar. Svo mæla menn mikil- mennin í pólitík eða list með þess- um kvarða, og neyðast til þess að breiða lygi yfir mörg atvik eða þegja yfir svo mörgu, sem unnt er, til þess að stórmennið, sem mæla á, mælist ekki alltof illa. Ef menn frá því fyrsta hefðu vanizt á, að líta á mannlífið eins og sá, er skyggnast vill inn í fylgsni náttúrunnqr og að dæma eins gætilega og náttúrufræð- ingurinn, þá væri hægt að sýna sál- arlíf þeirra manna, sem ritað er um í bókmenntasögunni. í stað þess láta menn sér nú venjulega nægja að dást að listamönnunum með meira eða minna bragðdaufum orðum. Ævi Tegnérs var kyrrlát og til- breytingalítil, og þar er engar merk- .isatburði að finna. En árið 1825 skiptir ævi hans í tvo kafla. Það var hugstríð, er það gerði, og sem kveikti neista þann, er 1840 varð að æði. Þessi sjúkleikur verpur undarlegum sorgarblæ á hin síðustu ár skáldsins. Eigi seinna en 1819 hafði hann í ljóðum prédikað hina glaðlyndu, gáskafullu kenningu sína, að skáld- skapurinn væri ekkert annað en heilbrigði lífsins, söngurinn eigi annað en sigurljóð mannkynsins, er bugprúð stigu frá heilbrigðum lung- urn. Eftir þessari aðalskoðun sinni á skáldskapnum var hann byrjaður á hinu mikla skáldverki sínu, Frið- þjófssögu. Þessi skoðun hans var jafnt mótmæli gegn tilgerðartilfinn- ingum og löngunardraumum róman- tísku skáldanna sem örvæntingar- og kvalakveðskap þeirra, er líktu eftir Byron. En árið 1826 ritar hann sjálfur í kvæði sínu „Mjeltsjukan'1 (þunglyndið) játningu, sem er svo veikluleg og lýsir svo mikilli sorg, að hún stendur ekki á baki neinna þeirra skáldjátninga, er Tegnér voru hvimleiðastar. Eftir að hann í þrjú ár hafði stundað nám sitt í Lundi, hélt hann í 23 ár (1802—1825) fyrirlestra við háskólann þar. Fyrstu átta árin var

x

Alþýðuhelgin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.