Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Side 3
ALÞÝÐUHELGIN
111
sínu. Og árið 1825 bættist þar við hin
þyngsta heimilissorg. Kona Tegnérs
hafði þá alveg misst æskufegurð
sína. Hún var meðallagi há vexti,
sterk og feit, stórskorin í andliti. nær
því karlmannleg, varirnar þykkar og
rauðar og augun hörkuleg. i fram-
göngu og limaburði fór hún lítt að
sið annarra kvenna, hún var höst og
meinleg í orðum. HeimilisStjórn
hennar fór í ólagi og henni var lítt
lagin sú list að gera heinrilið
skemmtilegt og yndislegt. Tegnér
hafði alltaf verið vanur þ\ú, þegar
hann sat heima hjá sér með vinum
sínum, að tala gálauslega og allt
annað en siðlátlega. Og þegar hann
varð biskuD, gat hann ekki lagt
þann sið niður. En um þessar mund-
ir tók kona hans að líkja eftir hon-
um í þessu. Þegar hún varð biskups-
frú, varð hún langtum frekari í
framgöngu en hún hafði verið nokk-
urn tíma áður, og um leið losaði hún
mjög ura. bönd þau, sem hún hafði
haft á sér og skapferli sínu. Af þeim
sökum hættu margar af kunningja-
konum hennar að koma til hennav og
sögðu, að orðfæri hcnr.ar og allur
viðræðubragur væri svo, að þær
gætu ekki hlýtt á hana Tegnér og
konu hans hafði lengi e:gi komið vel
saman. Og svo lítur út, sem ein-
hverjir hafi 1825 ópðið 'il þess, að
fræða hann um ýmislegt, svo hann
hafi fengið alveg nýja skóðun á
skapferli hennar. Frá beggja hálfu
mátti svo líta á, sem slitið væri
hjónabandi þeirra, og stundum
gengu slík ósköp á milli hiónanna,
að senda þurfti eftir raenni einum,
er var vinur beggja og bió nálægt
þeim, til þess að reyna til að gera
þau sátt að kalla um sinn.
Öll sú fyrirlitning fyrir konum,
sem rit Tegnérs eftir þetta eru full
af, eiga beinlínis rót sína að rekia til
þessa tíma. Öll lífsskoðun hans
breyttist alveg. Hann var reyndar
eins ör til ásta og áður og jafnvel
1839 lagði hann ást við konu með
slíkum ofsa í tilfinningum, að hann
orti kvæðið „Hinn dauði“. En traust
hans til kvenna var horfið og með því
tr-auét hans á hreinleik og sálarprýði
mannanna. Áður var hann öruggur í
skapi og glaðlyndur, nú varð allri
sálarró hans raskað og hann varð
þunglyndur. Áður unni hann frelsi
og var framfaramaður í pólitík. Nú
varð hann svo, að hann manna mest
unni fornri hcfð og það svo, að úr
hófi keyrði, og í pólitík varð hann
manna afturhaldssamastur.
í skáldskap stendur Tegnér langt
á baki Oehlenschlrger.*) En hann
hefur sömu þýðingu fyrir Svía sein
Oehlenschlrger hefur fyrir Dani. llit
hans eru endurfæðing fornlistarinn-
ar í skáldskap Norðurlanda. Tcgnér
er sjálfur lifandi vottur þjóðarein-
kennis Svía og hann sýnir það eins
vel í skáldskap sínum og Oehlen-
schli'ger sýnir hið danska þjóðarein-
kenni. Skáldskaparform Tegnérs er
þó nokkuð eldra. Hann var barn 13.
aldarinnar, klassískur en ekki róm-
antískur í anda, og allt fram í and-
látið fannst honum hann vera Gjist-
afs-maður, þ. e. a. s. fylla flokk Gúst-
afs 3. og hans manna í bókmenntum
Svía. Skáldskapur Oehlenschlágers
á aftur á móti rót sína að rekja til
byrjunar 19. aldarinnar; hann er
barn rómantíkurinnar, þegar hann
byrjar að yrkja, og fram að dauöa
sínum taldi hann sig andstæðan
andastefnu þeirri, er fylgt var við
hirðir harðstjóranna á síðari hluta
18. aldarinnar. Tegncr fékk menntun
sína frá Frakklandi, en Oehlen-
schl ger sína frá Þýzkalandi. Auk
þcss var skapferli Tcgnérs í m.irg-
um greinum að sínu leyti eins frakk-
*) Þessum dómi Brandesar munu
ekki margir sammála.
neskt og Oehlenschh'gcrs var þýzkt,
af því hann var þýzkur að ætt. Af
því kom það og, að hin frakkneska
andastefna gagntók Tegnér ’svo
mjög. Bæði eðlisfar hans og menn-
ing Svía voru skyld henni.
Skoði menn viturleik beggia,
stendur Oehlenschláger langt á baki
Tegnér. Þótt Tegnér sé langt frá að
vera jafningi danska skáldsins í því,
að lýsa mönnum og skapferli þeirra,
þá hefur hann alla yfirburðina yfir
hann í því, að skilja háttu aldar sinn-
ar. Það var einungis í æskú sinni, að
Oehlenschlsger skildi, hvað fram
fór í Evrópu um hans daga. Tcgnér
skildi það alla sína ævi langtum
betur, miklu skýrara og skarpara.
Það var einhver hóglífisblær yfir
vitsmunum Oehlenschlágers. Tegn-
ér var allt öðruvísi. Ilann var ofsa-
maður, einnig að vitsmúnum til, og
þegar hann beindi þeim að einhverju
efni og fann eitthvað nýtt, þá fór
hann með það með slíku andans
fjöri. að svo ,var, sem gneistar
brvnnu úr orðum hans. Það má sjá
af bréfum hans, sem bcra langt af
Oehlenschlágers.
Manndyggðir Tcgnérs voru mikl-
ar.
Hann clskaði sannlcikami, ekki
svo sem þeir, er láta sér nægja hið
óskýra, hið dularfulla, eða miður
ljósa hugsun, heldur sem þeir, er
Frh. á 116. síðu.