Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Blaðsíða 4
112 ALÞÝÐUHELGIN Ég ætla að trúa þér fyrir því, af því við erum vinkonur, en þú verð- ur að lofa að segja engum frá því. Ég fékk saumakörfu í afmælisgjöf. Hún er voðalega falleg. Mamma vill ekki lofa mér að fara með hana í skólann, því hún segir að hinar stelpurnar muni eyðileggja hana fyrir mér. Hún er úr gljábornum viði, og svo er* blóm á lokinu og spegill innan í henni, og í speglinum geturðu séð allt andlitið á þér. Henni fylgir lykill. Sjáðu, hérna er hann. Ég hef hann alltaf í bandi um háls- inn. í saumakörfunni er fullt af litl- um öskjum, sem eru búnar til úr voða þunnu tré, og í hverri öskju er ýmislegt saumadót. í einni er silki- tvinni til að bródera með, í öllum litum, hvítur, blár, rauður, grænn og gulur, en ekki svartur. Svart er bara notað í sorgarföt, og lítil stúlka eins og ég þarf ekki sorgarföt. í ann- arri öskju er ullargarn til að rimpa i sokkana á brúðunni minni. Ullar- garnið er undið á pappastjörnur, og þræðirnir liggja milli stjörnuarm- anna, og þá myndast líka stjarna úr þráðunum. En það er ekki merkileg- ast við saumakörfuna. Þar eru sex pínulítil vinzli með bómuliargarni. Það er í öllum litum og svörtum líka, því svart bómullar- garn þýðir ekki sorg. Vinzlin eru al- veg eins og venjuleg vinzli. Það er gat í miðjunni, svo það er hægt að nota þau á. saumavél. Ég á enga saumavél, en mamma hefur lofað að kaupa eina handa mér, ef ég verð þæg, þú veizt þessar litlu saumavél- ar með sveif handa litlum stúlkum, alveg eins og á lírukassa. Og svo eru nálapúðar úr flaueli. Litlu útsaumsnálarnar eru með gull- augum, en ekki þær stóru. Og svo er lítil bók með stöfum og fallegum teikningum til að bródera eftir. En ég er enn of lítil til að geta það. — í miðri saumakörfunni er það fal- legasta af öllu: tvær fingurbjargir úr gulli, og stautur úr beini til að búa til gat með, og skterin. Skærin eru eins og storkur með vængjum, og kinnarnar á skærunum eru nefið. Þegar maður opnar þauglennir stbrk- urinn upp gogginn og étur tauið. Það er voða gaman að klippa garn með bláoddinum á skærunum, því þá klípur storkurinn. En ég skal ségja þér frá því seinna. Það er storkur, sem getur klipið, skilurðu. Væng- Saga eftir Arturo Barea. AUTIIRO BAREA, höfundur smá- sögu þcirrar, sem hér birtist, er ein- hver hezti rithöfundur spænskur, sem nú er unni. Barea er fæddur í Bajadós 1897. llann ólst upp í Kastilíu og Madrid. Er hann hafði náð fullorðins- aldri, lagði hann stund á margt, m. a. hermennsku, og var um skeið liðs- foringi í Marokko. Þegar borgara- ystyrjöldin hófst á Spáni, var hann bnsettur í Madrid og gerðist þegar hermaður í liði stjórnarinnar. Illaut hann hrátt þá Iítt öfundsverðu stöðu, að ritskoða fréttasendingar erlendra stríðsfréttaritara. Meðan stóð á um- sátrinu um Madrid, var líarea hin ,,nafnlausa rödd borgarinnar“, er ann- aðist liinar frægu útvarpssendingar tii útlanda. Á þessum myrku dögum kom það í ljós, að Barea var gæddur ríkulegum frásagnarhæfileikum. Eft- ir sigur Francos varð Barea að flýja land, og hefur Bretland verið annað föðurland hans síðan. Mesta rit lians er sjálfsævisaga í skáldsögubúningi, „Vegur blóði drifinn“, þrjú stór bindi. irnir og götin fyrir fingurna eru úr gulli, og nefið er úr silfri. Skærin eru auðvitað öll úr stáli, en þeir hafa gyllt vængina og látið silfur á nefið. Þeir hafa ekki búið þau til.úr al- vöru-gulli og silfri, því þá myndu þau ekki klippa vel, og þá væru þau ekki alvöru-skæri. Þegar ég fékk þau bað ég mömmu um tuskur og fór að klippa. Svo gaf pabbi mér stafla af blöðum, og ég klippti út öll andlitin í þeim. Þar var voða ljótur karl með langt skegg og stráhatt. Ég klippti af honum skeggið með bláoddinum á skærun- um. Þá var bara höfuðið eftir, og það var eins og það hefði verið höggvið af. Svo klippti ég stráhattinn af enninu á honum, svo nú get ég látið hann taka ofan hattinn og setja hann upp aftur þegar ég vil. Þegar pabbi sá hvað ég var stillt við að klippa pappír og tuskur, hafði hann einu sinni heim með sér pappa- dót, sem hægt var að klippa sundur og búa til úr borg, bát og flugvél. En af því að pabbi er svo heimskur, sagði hann að ég kynni ekki að klippa, 'sérstaklega ekki fólk, og svo fór hann að hjálpa mér að klippa. En svo þurfti hann að fara út, og þá tók hann allt, sem við höfðum klippt og lét það í skrifborðið sitt. „Þegar ég kem aftur skal ég klippa fyrlr þig það sem eftir er,“ sagði hann. Ég varð voðalega reið, því það voru skæírin mín og klippidótið mitt, sem hann hafði gefið mér. Og fullorðnir karlmenn eiga aldrei að leika sér, því þeir eiga að fara á skrifstofuna og vinna fyrir peningum handa mömmu. Svo fór ég að gráta. Pabbi varð reiður og barði mig. En veiztu hvað; næst þegar hann tók fram klippidótið faldi ég einn lappann, sem við höfðum klippt út, og reif hann í tætlur. Þá vantaði annan vænginn á flugvélina og pabbi varð öskureiður. Ég varð líka reið og sagði að það væri honum að kenna. Mamma sagði að það væri rétt, og hvers vegna lét hann mig ekki í friði með mín eigin leikföng; hann væri eins og smástrákur. Svo fóru þau að rífast. Hann sagði að hún væri heimsk, og hún sagði að hann væri fífl. Svo tók mamma saman klippi- dótið og fékk mér það. Pabbi stökk á fætur, þreif það af mér og reif það allt í tætlur. Svo fór ég að gráta há- stöfum og pabbi og mamma öskruðu. Þegar við áttum að fara að borða sagði pabbi: „Ég borða ekki neitt.“ Og mamma svaraði honum og sagði: „Ekki ég heldur.“ Mér fannst þau bæði vera heimsk, og ég settist ein að borðinu. En svo þótti mér þetta svo leiðinlegt. Ég vorkenndi þeim af því þau fengu ekkert að borða. En þau keyptu ekki meira klippi- dót handa mér. Ég bað mömmu um fleiri tuskur, og hún sagði: „Ég á ekki fleiri tuskur, og ég þarf að nota alla taubútana til að bæta leppana þína.“ Þá bað ég pabba að gefa mér fallegt blað með voðamörgum dýra- myndum — þar var mynd af gíraffa með hræðilega langan háls og tvö pínulítil horn ofan á höfðinu — en hann sagði: „Heldurðu að ég kaupi handa þér bækur til að eyðileggja? Ef ég sé þig klippa í sundur eina af bókunum mínum, þá skaltu svei mér fá að kenna á því.“ — „En pabbi,“ sagði ég, „þú hefur altaf áður gefið mér blöð til að klippa.“ — „Það er búið með það. Og ef ég sé þig klippa i

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.