Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUHELGIN
113
þó ekki sé nema upp í dagblað, þá
fleygi ég skærunum út um glugg-
ann. Leiktu þér að saumadótinu.
Það er tími til kominn að þú farir
að læra eitthvað af því, sem kven-
fólk á að kunna.“
Svo klippti ég einu sinni pínulítið
gat á magann á bangsanum mínum,
og út um gatið kom voða gomma af
sagi. Svo stakk ég hann með stork-
nefinu, og alls staðar kom út sag.
Svo klippti ég magann neðan frá og
upp úr, og þá dembdist sagið úr hon-
um, og það var ekkert eftir nema
höfuðið, handleggirnir og fæturnir.
Nú er hann eins og fjórar pylsur og
bolti. Mamma varð voða reið, en ég
notaði bangsann fyrir teppi framan
við brúðurúmið. Maginn er flatur
eins og teppi, og hausinn og fæturn-
ir og handleggirnir liggja á gólfinu
eins og bjarnarfeldurinn fyrir fram-
an rúmið hennar Maríu frænku. Það
var hún sem gaf mér saumakörfuna.
Já, og svo leiddist mér einu sinni,
og af því brúðan mín gat opnað og
lokað augunum langaði mig að sjá
hvernig hún væri innan í sér. Svo
klippti ég annað augað úr henni. Ég
fór voða varlegl, en það var úr gleri,
svo það brotnaði og varð að bláum
glerbrotum. Innan í henni var lítil
blýkúla og band, og það var hægt að
sjá límið þar sem hárið var fest á
höfuðið. Það var voða óhuggulegt.
Pabbi getur allt, svo hann tók brúð-
una og reif af henni hárið og setti í
hana nýtt auga. Það var úr hvít-
baun, sem hann hafði málað auga á.
En þá varð brúðan alveg eins ljót
og fólk með glerauga. Já, það er
satt! Þú þarft ekki að glápa svona á
mig! Ef maður missir úr sér augað,
þá setur læknirinn í mar.n riýtt auga
úr gleri svo maður sé ekki eins ljót-
ur. Auðvitað getur maður ekki séð
með því, en fólk, sem ekki veit það,
heldur að maður geti það. Stundum
kemur kona að heimsækja okkur, og
hún er með glerauga, og þegar það
horfir á mig rek ég út i'ir mér tung-
una. Hún getur ekki séð það, og það
er voða gaman.
Svo lagði ég einu sinni bruðuna á
eldhúströppurnar, og þegar elda-
buskan kom út, steig hún á hana og
braut hana. Ég fór að gráta, og
mamma var fjarska reið við hana og
sagðist ætla að draga frá laununum
hennar það sem brúðan kostaði. Og
svo keyptu þau handa mér brúðu.
En þá, skilurðu, þá gat ég ekki
klippt augun úr nýju brúðunni, og
þá varð ég að reyna að finna upp á
einhverju öðru. Fyrst klippti ég
kögrið af rúmteppinu, og þegar ég
þóttist vera að matreiða, hafði ég
það fyrir makkarónur í súpuna. Svo
klippti ég kampana af kettinum
okkar, það er að segja ég ætlaði að
gera það. En þegar ég ætlaði að
klippa þá, klóraði kisa mig, og
mamma sá það og gaf mér utan und-
ir. Gluggatjöldin hjá okkur eru bú-
in til úr litlum hringum og ferhyrn-
ingum, og ég fór að klippa sundur
þræðina á milli þeirra. Ef maður er
laginn að klippa — en maður vferð-
ur að vera voða nákvæmur — þá er
hægt að búa til stjörnur úr hringun-
um og litla ferhyrninga úr stóru fer-
hyrningunum. En mamma flengdi
mig af því hún komst að því, og mér
þýddi ekkert að segja að það hefði
ekki verið ég sem gerði það. Þá vissi
ég ekki meir hvað ég átti að klippa.
Það síðasta sem ég klippti voru
skóreimarnar hans pabba, og um
daginn þegar hann kom seint heim
og þaut fram úr rúminu og þprfti
að flýta sér í vinnuna og gat ekki
notað skóna, þá var ég líka flengd.
Svo þú mátt trúa því að ég var stúr-
in yfir því að storkurinn minn fékk
ekkert að borða.
En nú hef ég fundið upp á dálitlu,
sem enginn veit um. Af því það er
svo heitt lætur mamma Jóa litla
liggja strípaðan í vöggunni þegar
hún fer út að verzla. Hún biður mig
um að gæta hans vel svo hann detti
ekki fram úr. Einu sinni svaf hann
á bakinu og brosti og kreppti hnef-
ana. Hann hefur voða lítinn hvítan
maga með gat í miðjunni. Ég tók
skærin og læddist fjarska hægt að
vöggunni, og svo stakk ég hann í
magann með skærisoddinum, en
bara með oddinum, skilurðu, og bara
pínulítið. Það sást ekki einu sinni
neitt far. Það kom út blóðdropi, eld-
rauður, og sat þar fastur. Jói litii
vaknaði og var voða skrítinn i fram-
an, og svo fór hann að gráta og klóra
sér á maganum. Hann ataði sig allan
í blóði með litlu fingrunum sínum.
Þegar mamma kom heim sagði ég
henni að eitthvað hefði stungið
hann, og mamma þvoði honum og
bylti öllu til í vöggunni. En hún
fann ekkert. Hún sagði að það hlyti
að hafa verið köngulló, því húsið
okkar er svo gamalt, og ég hjálpaði
henni að leita að köngullónni. Og
svo þegar mamma stóð rétt hjá mér
hrópaði ég:. „Þarna, mamma, þarna!
Hún fór inn um gatið þarna!“ Það
var gat á veggnum. Ég sagði að það
hefði verið féit köngulló og á stærð
við nögl. Seinna fyllti pabbi upp í
öll götin á veggjunum.
Daginn eftir stakk ég Jóa litla í
rassinn af því hann svaf á magan-
um, og mamma sagði við pabba að
köngullóin hefði aftur stungið Jóa.
r