Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Blaðsíða 8

Alþýðuhelgin - 06.04.1950, Blaðsíða 8
116 ALÞÝÐUHELGIN Esías íegnér,.. Frh. af 111 síðu. elska ljós og birtu alls siaðar og yfir öllu. Eftir öllu eðli sísu var hann svo vaxið barn skáldguðsins, að yfir sæti hans í bókmenntunum má rita þessi orð: Hann prédikaði fagnaðar- boðskap ljóssins og bitrunnar. Svo lengi sem hann var með fullu íjöri, clskaði hann frclsið manna mest og með svo einlægri sannfær- ingu, að þegar bókmenntir Svía og Dana breyttu stefnu sinni eftir 1815 og fylgdu afturhaldssinnum í póli- tík og trúarefnum. þá stóð hann karlmannlega á móti því, jafnvel í þeim greinum, er hann stóð einn uppi síns liðs Hann stóð fastur fyr- ir, og var bæði kjarkrnikill og ósveigjanlegur andvígismaður „fé- lagsins helga“ (den hellige Allianoe). Þegar afturhaldið stóð í mestum blóma sínum árið 1817, hafði hann þor og þrek til að segja um gyðju frelsisins, við siðabótarhátíðina, þeg- ar Jrann var prófessor við háskólann í Lundi. ,,Mér verður eigi felmt við' það, að hendur hennar eru blóðugar, því ég veit í hverra blóði þær eru roðnar.“ Hann var ckki hégómagjarn, laus við skáldhroka. Hann gerði sér ekki í hugarlund, að skáldið væri æðri vera og líf þess væri mannkyninu mikilvægara en nckkurs annars manns. Hann hafði rnestu óbeit á skoðun rómantísku skáldanna, er gagnstæð var skynseminni, að skáld- skapurinn væW hejlagur innblástur og opinberun. Þótti honum það vera sambland þess, að taka á sig guðs- gervi og hræsna. Hans skoðun var, að skáldskapurinn væri enginn guð- móður, heldur sú gáía, að leiða hug- mynd af hugmynd fram. Aftur og aftur berst hann gegn hinu ósann- lega í því, að taka kvæði um eitt- hvert afreksverk fram vfir afreks- verkið sjálft, skáldið fram yfir kappann, sem það kveður um. Ávallt heldur hann því fram, að þó menn skoði jafnvel hina ytri hliö málsins, þá grípi afrek mikilmennisins yfir stærra svæði og lifi lengur en ljóð skáldsins. Menn getur greint á um það, hvort hann hafi að öllu leyti haft rétt fyrir sér í þessu,- en annað er eigi unnt, en að dást að og virða þessa sjálfsafneitun, sem er svo sjaldgæf hjá skáldunum Hann var ekki öfundsjúkur frem- ur en hégómagjarn. Iiann unni öðr- um skáldum frægðar þeirra og lét eigi leiðast af hinu mikla skáldgengi sínu til þess að gera sér í hugarlund, að hann væri meira skáld en hann í raun og veru var. Hann kallaði Bell- man í ljóðum bezta skáld Norður- landa og hann lét sveig á höfuð Oehlenschláger, sem hinu mesta skáldi, er þá væri uppi. Hann lét aldrei þreytast á, að kalla sig barn í skáldskapnum og spá um annað miklu meira sænskt skáld, er koma mundi eftir sig. Öðrum rétti hann skáldsveigana og hélt engum eftir handa sjálfum sér. Skáldsvipur hans verður enn fegurri við þetta. Hann gleymdi því, að allir landar hans, allar germönsku þjóðirnar, dáðust að honum; og þessi gleymska hans var engin uppgerð, engin tilgerð. Því verður eigi lýst, hve það prýðir andlegan svip mannsins, er menn sjá, að honum hefur aldrei verið breytt, til þess að sýnast meiri mað- ur, að hann hefur aldrei verið skoð- aður í spegli til þess að miklast af honum með sjálfum sér. Og andlit Tegnérs, hið hreina á svipinn, er svo fagurt undir lokkunum, þótt menn ekki vissu þetta. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. APRÍL-HLAUP. Það er kamall siður að leika sér að narra einhvern til að fara erind- isleysu fyrsta eða seinasta dag apr- ílmánaðar. Þetta var kallað að ..narra mann apríl“, og sá eða sú var kölluð „aprílnarri“ eða „apríl- fífl“, sem fyrir þessu varð. Menn hafa viljað leiða þenna leik af asnahátíðinni, sem kölluð var. og var haldin 12. janúar í kaþólskurn löndum. Aðrir hafa getið til, að þetta væri dregið af hinum svo- kölluðu píslarleikjum, sem tíðkuö- ust á miðöldunum og var leikið þar í meðal annars forsendingarnar frá Heródesi til Pílatusar, sem orðið er að málshætti meðal manna: að fara frá Heródesi til Pílatusar er, að vera gabbaður. DYMBILDAGAR. Það eru einkum þrír seinustu dagarnir fyrir páskana, sem kallað- ir eru dymbildagar. Dymbillinn var eftir lýsingunni hár ljósastjaki, sem var smíðaður til að standa á gólfi. Að ofanverðu eru á dymblinum 4 armar í kross, og á hverjum armi þrjár kertapípur, sem fóru smá- hækkandi upp eftir og inn á við. í miðjunni er ein pípan hæst, sem er hin þrettánda á dymblinum. Þetta átti að tákna Krist og læri- sveinana tólf. Nafnið dymbill er frá kaþólskum sið og eftir þessum ljósa- stjökum, sem páskaljósin voru tendruð á. (Alm.)

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.