Hádegisblaðið

Tölublað

Hádegisblaðið - 08.03.1933, Blaðsíða 1

Hádegisblaðið - 08.03.1933, Blaðsíða 1
Hádeoisblaðið I. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 8. mars 1933. 17. tbl. Skammarleg' meðferð á börnum. Lýsing á meðferð barna á barnaheimilinu á Hverakoti í Grímsnesi Allir krakkar, sem selja minst 10 Hádeg- isblöð daglega i þessari viku, fá aðgöngumiða á e Bíó á Bunnudaginn gefins. Álit fátækrafulltrúa á hælinu. Síðast fóru hjónin austur í haust, fyrri hluta nóv. Var þá Magnús V. Jóhannesson með í förinni. For stöðukonan var ekki heima, er þau komu. Skoðuðu þau þá hælið, var þá aðbúnaður allur sá sami i rúmi telpunnar, og i hin fyrri skifti. Einnig var svipað, og síst berti aðbúð annars fávitans, sem var i sama herbergi. Áleit Magnús þetta óforsvaranleyan aðbúnað beggja ba'rnanna. Rúmin óþrifaleg og dín- ur þær, er þær lágu á, göfóttar, sennilega af fúa. Ekkert bað eða »klósett« var í kjallaranum, þar, sem fávitarnir voru. Eftir að Magnús kom aftur úr förinni, mun hann hafa kvartað við forstöðukonuna brjeflega, um það er honum fanst athugavert. Eins mun hann hafa talað við barnaverndunarnefnd um að á stand og rekstur heimilisins, væri ekki eins og vera bæri. Skömtnu eftir að Magnús kom heim aftur, átti forstöðukonan tal við hann, og skammaði hún hann mjög, sjerstaklega fyrir að hafa ekki látið sig vita, áður en hann kom austur. En til hvers ætli það hafi verið? Það er tæplega hægt að leggja annan skilning í það en þann, að heimilið sje ekki venju- lega í því ástandi, að tiltækilegt sje, að ókunnugir sjái það eins og Niðurlag þ,ið liti venjulega út, heldur verði að gera þar »extra hreint« ef von er á einhverjum ókunnum. Er slikt tæplega meðmæli. Garður hafði veiið útbúinn við húsið, sem ætlaður var börnunum til leika, er þau væru úti. En 8jónarvottur lýsa honum þannig, að hann hafi ekki verið stærri um si'g en lítið herbergi, og var girt i kringum hann raeð mannhæðar hárri járngirð'ngu. Bráðlega var þó þessi girðing rifin burtu, en flagið hefir sjest, og mun líklega enn móta garðstæðið, því eins og að likum ræður hafa börnin verið fljót að troða niður grasrótina. Hjón, sem áttu barn þarna aust- ur frá, höfðu tilkynt, að þau kæmu austur i tilefni af afmæli barns ins. Var það þvegið og strokið inni, en hin börnin voru úti. var þá regn og því mjög blautt úti. Annar maður, sem átti barn þarna kora einnig austur þennan dag, en honura leist ekki b_tur á hirð- ingu barnsins sfns en svo, að hann hafði það heim með sjer. Enda má geta þess nærri, hvernig útlit smá- barna muni vera, sem látin eru vera aðgæslulaus úti í bleitu og regni berfætt. Börnin hafa gaman af að vaða pollana, ekki hvað sist þegar þa.u nú eru berfætt. Fólk getur þvl getið sjer til ura, hvernig útlit barnanna hefír verið, þegar þau voru látin ein um hituna. Fleiri aðstandendur munu hafa svipaða sögu að segja. En hvernig er um þau veslingsbörn og fávita sem þarna er fyrirkomið af hinu opinbera og engin lftur eftir? Þeir sem þekkja til umhyggju sveitar- fjelaga og bæja, fyrir þeim, er það hefir á framfæri sínu, geta getið sjer nærri ura, hve það eftirlit sje rfkt með þeim börnum, sem þarna eru undir þeim kringumstæðum. Hælið hefir hingað til starfað lækn- iseftirlitslaust og hafa, sumir for- eldrar eða. aðstandendur barnanna talað um það, við barnavernda- nefnd. Hún hefir svarað því, að þar um geti hún engu ráðið, þvf hælið sje rekið, sem einkaeign og þar af leiðandi sjálfrátt um hvort það hafi lækni til eftirlits eða ei. Þannið var ástandið sumarið sem leið. í vetur hafa samgöngur að mestu verið teptar, austur yfir heiðina, svo eigi hefir verið gott, að fylgjast með þvf, hvernig á- standið hefir verið þarna, á þeim tíma. Þótt gera megi ráð fyrir, að að einhverju leyti hafi verið bætt úr þvf, er háværar kvartanir, hafa komið yfir, þá er þó tæplega á- stæða til að ætla, að aðbúnaður barna þeirra, sem þarna eru, sje betri nú, þar, sem svo illa gekk að fá lagfært það, sem ábótavant var, 1 fyrrasumar. Auðvitað hefði

x

Hádegisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hádegisblaðið
https://timarit.is/publication/1053

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.