Hádegisblaðið

Tölublað

Hádegisblaðið - 08.03.1933, Blaðsíða 2

Hádegisblaðið - 08.03.1933, Blaðsíða 2
66 H ADEGISBLA ÐIÐ það átt að herða á eftir forstöðu- konunni, að bæta uro það, er klagað hafði verið yfir, að hún gat altaf búist við, að aðstandend- ur barna þeirra, sem þarna voru, kæmu til að lita effir liðan þeirra. Nú hefir verið ófært fyrir bfla austur, sfðan snemma, f desember að heita má, heflr forst«ðukonan þvl verið einráð og getað farið eftir eigin geðþótta um aðbúnað barnanna. Nokkrar athuganir. Sú lýsinsr, sem að framan er skráð um aðbúnað barna og starf- rækslu barna- og fávita-hælisins f Hverakoti f Grfmsnesi, er síst verri en raunverulega var á s. 1. surnri. Ýmsum kann að virðast svo sem aðfinslur þær, sem fram koma f þeirri lýsingu, komi eftir dúk og1 disk. A öðrum stað eru færðar sterkar lfkur fyrir, að ýmsu sje þar enn ábótavant og þótt að bót hafi verið ráðin á ýmsum þeim göllum, sem getið hefir verið, þá munu þó enn vera nægilega marg- ir til, sem rjettlæta að grein þessi er fram komin, sem ýmsar ástæð- ur, sem eigi munu að sinni greind- ar, hafa valdið að kom ekki fyr. Þótt hælið sje rekið sem einka- stofnun, þá er engu að slður ástæða til að opinbert sje, hvernig starfræksla þesá er. Að f ýmsu sje ,ábótavant um rekstur hælis- lns enn, má fyrst, og fremst færa þær lfkur fyrir, að hælið sje fyrst og fremst rekið sem gróðafyrir tæki, en ekki af nauðsyn þjóðar- heildarinnar fyrir slíku hæli. Og það liefir sýnt sig, að forstöðu- konan hefir fyrst og fremst litið á það, hvernig fjárhagsafkoman væri, en sfður á það, hvernig að- búnaður barnanna og fávitanna, sem þar dvelja, sje. Ýmsir halda því fram, að ung- frúin, sem veitir hælinu forstöðu, hafi af áhuga og inannkærleika brotist í þvi, að koma þessu hæli upp. Trúi þeir, sem trúa vilja, en varla munu þeir, sem þekkja for- sögu þess máls, og sem kunnir eru starfrækslu hælisins síðastlið- ið sumar, vera. trúaðir á þann á- huga eða þann ímyndaða mann- kærleika, sem hvergi hefir komið fram, að þvf er sjeð verður, f starf- inu við barna- og fávitahælið. Það er alveg ljóst, að aðalgallarn- ir á rekstri hælisins eru einmitt vegna vöntunar á þeim áhuga og þeirri einlægni, sem er höfuðskil- yrði við rekstur slfks hælis sem þessa. í sjálfu sjer væri ekkert við það að athusra, þótt eigandi og stjórnandi hælisins græddi fje á rekstri þess, ef að þar á móti kæmi sýnilegur áhugi fyrir, að þeim, sem þar dveldu, liði þar vel. En þegar farin er sú leið, að reyna að græða jafnvel á hinum smá- vægilegnstu fjárbagsatriðum, sem þó geta baft afarmikla þýðingu fyrir liðan þeirra vesalinga, sem þarna eru, þá er of langt gengið. Það virðist t. d. ekki ýkja mikill kostnaðarauki að hafa sjúkradúka í rúmum fávitanna, sem ekki geta til 8fn sagt, eða vatn hjá þeim, svo að þeir geti svalað þorsta sfn- um. Hvorttveggja þetta hefir litla þýðingu fjárhagslega, en hefir töluverða þýðingu fyrir líðan sjúkl- inganna. Overjandi er það lfka með öllu, að hælið skuli starfrækt án eftir- lits læknis. Barnaverndarnefnd kvað hafa sagt, að eigi sje hægt að krefjast, að lækniseftirlit sje haft með rekstri hælisins, af þvi það sje einkaeign. Slfk hæli sem þetta ætti ekki að fá leyfi til starf- rækslu, nema undir lækniseftir- liti. Hverjum er nauðsyn á lækni, ef ekki einmitt þeim, sem ekki geta kvartað eða til sfn sagt, hvorki um lfðan eða meðferð? Forstöðukona hælisins mun hafa látið svo um mælt, að hún kærði sig ekki um, að hælið væri haft undir 'ækniseftirliti. En það á ekki að spyrja hana að þvf. Hið opin- bera á að sjá svo um, þótt hælið sje starfrækt sem einkaeign, að það sje að öllu starfrækt i sam- ræmi við það, sem læknir telur forsvaranlegt. Treysti forstöðu- konan sjer ekki til að reka hælið eftir þvl tem lækna.r telja vera eiga, þá er öllum fyrir bestu, að hún starfræki það ekki. Að endingu: Rfkið verður að koma upp, sem allra fyrst, hæli fyrir börn og fávita, sem rekin sjeu f fullu samræmi við og und- ir eftirliti læknis. Þessu máli verð- ur svo best borgið á þann hátt. Einstökum mönnum er ekki til trúandi að reka slíkar stofnanir, sem reka þær i fjárgróðaskyni en ekki af þvi að þörf sje slíkra hæla. Væntanlega gefst siðar tækifæri til að fara frekar út i þetta mál og er ekkert því til fyrirstöðu að svo verði. Leiðrjetting. þess skal getið, að gefnu tilefni að hjónin þau, sem eiga telpuna, er um ergetið i greininni, »Skamm- arleg meðferð á börnum*, eiga á engan hátt, þátt 1 því að greinin hefir verið skrifuð. Þess skal einn- ig getið, að i kaflanum »Einkenni- leg framkoma forstöðukonunnar,« hefir gætt ónákvæmni, stendur þar eftir 3 mánuði, en á að vera eftir 2 mánuði og að forstöðukonan hafi eigi tekið hjónunum illa. Sömu- leiðis kváðust hjónin eigi hafa kært fyrir Magnúsi V. Jóhannessyni eða barnaverndarnefnd, heldur hafi þau átt tal við frú Aðalbjörgu Sigurðardóttir, sera sje í barna- verndanefnd, um hælið. »Hversu gamall ertu, litli vinur minn?« »Jeg er á erfiðleikaaldrinum.* »Hvað áttu við með því?« »Jeg er of stór til að gráta, en of lítill til að bölva«.

x

Hádegisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hádegisblaðið
https://timarit.is/publication/1053

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.