Hádegisblaðið - 26.09.1940, Blaðsíða 1

Hádegisblaðið - 26.09.1940, Blaðsíða 1
!• árg. Fimmtudaginn 26. sept. 1940 12. tbl. 5 tima loftárás á Be ----♦---- Lengsta loftárás sögunnar London, kl. 8 í morgun. í nótt gerðu brezkar sprengjuflugvélar árásir á Berlín og Kiel auk hafnanna við Ermarsund. Árásin á Berlín var hin ákafasta og lengsta, sem gerð hefir verið síðan styrjöldin hófst. Samkvæmt tilkynningu flugmálaráðuneytisins, sem birt var kl. 7 í morgun, hafði árásin staðið yfir í 5 klukkutíma samfleytt, frá 11 í gær- kveidi til 4 í morgun. Nánari fréttir verða ekki birtar fyrr en búið er að vinna úr skýrslum flugmannanna. I Berlín er viðurkennt, að árásin hafi verið hörð og löng. en engar fréttir koma þaðan um tjón á mannvirkjum, enda er hlutlausum fréttariturum bannað að koma á þá staði, er orðið hafa fyrir sprengjum. f ÞjóOverjar vorpuðu enn í nótt íkveibjnsprengjnm yfir London. -------♦------- Margir særðust og miklar skemdir urðu. London, kl. 8 í morgun. Þýzkar flugvélar vörpuðu þungum sprengjum og í- kveikjusprengjum á ýmis hverfi í London í nótt. Tjón verð allmikið á mannvirkj- um og víða komu upp eldar, en tekizt hefir að hefta út- breiðslu þeirra. — Margt manna hefir særzt og nokkr- ir beðið bana. Árásir voru einnig gerðar á Wales og ýmis héruð í suð- austur- og norðvestur-hlut- um landsins. Það er nú kunnugt, að 26 óvinaflugvélar voru skotnar niður í gær yfir Bretlandi. Fjórar þeirra urðu fyrir skotum úr loftvarnabyssum, en hinum grönduðu enskar orustuflugvélar. 200 gylllni fjrrir að gefa nppljrsingar um dvaiar- stað brezkra flugmanna i Hollandi. London, kl. 8 í morgun.. Þjóðverjar hafa auglýst í hollenzka útvarpinu, að hver sá, sem gefi upplýsingar um dvalarstað enskra flug- manna, sem álitið er að séu í Hollandi, skuli fá 200 gyllini að launum. Flugmenn þessir eru áhöfn brezkrar sprengju flugvélar, er mun hafa nauð- lent í Hollandi á heimleið úr leiðangri til Þýzkalands. Enn hefir enginn vitjað fjár- ins. Óspektir hermanna I gærkveldi. Rðða brotiu i Oddfellow Um kl. 11 í gærkveldi var lögregla kvödd að salarkynn- um Oddfellowhússins. Stóðu hermenn fyrir utan húsið og kröfðust inngöngu. Þegar þeim var neitað, gripu þeir til byss- unnar og brutu eina af hinum stóru rúðum veitingasalarins Frh. á 3. síðu.

x

Hádegisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hádegisblaðið
https://timarit.is/publication/1054

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.