Hagtíðindi

Ukioqatigiit

Hagtíðindi - 01.01.2003, Qupperneq 11

Hagtíðindi - 01.01.2003, Qupperneq 11
2003 11 Alþjóðlegur verðsamanburður og jafnvirðisgildi árið 2000 Purchasing Power Parities and related economic indicators 2000 Nú liggja fyrir niðurstöður alþjóðlegs verðsamanburðar fyrir árið 2000 sem sýna jafnvirðisgildi, hlutfallslegt verðlag og magn landsframleiðslu á Íslandi og 29 öðrum Evrópuríkjum, þ.e. 15 ríkjum ESB, Noregi og Sviss auk 12 landa sem sótt hafa um aðild að ESB. Til að sneiða hjá annmörkum þess að nota gengi til umreiknings við samanburð á hagstærðum milli landa eru notuð s.k. jafnvirðisgildi (PPP: Purchasing Power Parities). Þau eru fengin með alþjóðlegum verðsamanburði þar sem tekið er tillit til mismunandi verðlags í ríkjum og skráð gengi hefur ekki bein áhrif. Útreikningurinn byggist á verðsaman- burði á sömu eða sambærilegum vörum og þjónustu. Lýsingar á hlutum eru samræmdar eins og unnt er á milli landa. Vörur sem eru bornar saman, verða helst að vera dæmigerðar fyrir landið og viðkomandi vöruflokk. Í hverju landi verður að vera til að minnsta kosti ein vörutegund í öllum flokkum sem hægt er að telja dæmigerða og er til í einu öðru ríki hið minnsta. Á hverju ári eru gerðar verðkannanir og miðað er við að á þriggja ára tímabili nái þær til allra þátta þjóðarframleiðsl- unnar. Árlega eru nýjar niðurstöður úr könnunum sem liggja fyrir teknar með í útreikninginn meðan niðurstöður eldri kannana eru framreiknaðar með vísitölum. Kannanirnar eru framkvæmdar á sama tíma í öllum ríkjunum og hefur hagstofa ESB, Eurostat, yfirumsjón með þeim og úrvinnslu gagna. Alls er safnað verði í á þriðja hundrað flokkum vöru og þjónustu, þar af um 190 í einkaneyslu. Verði á vörum og þjónustu er aðallega safnað í höfuðborgum landanna. Álitamál við samanburð af þessu tagi eru mörg, en mikil vinna er lögð í að fá marktækar niðurstöður og á það bæði við val á vörum og úrvinnslu gagna. Mörg atriði mætti nefna, sem erfitt er að bera saman milli ríkja, svo sem ýmsa þætti samneyslu, heilbrigðisþjónustu og húsnæðiskostnað. Að nota jafnvirðisgildi við alþjóðlegan samanburð hag- stærða dregur úr mismun landsframleiðslu á mann á milli ríkra og fátækari landa, milli ríkja þar sem verðlag er hátt og þar sem það er lægra. Meðal ríkjanna sem taka þátt í verkefninu er breytingin mest hjá Búlgaríu og Rúmeníu, þar þrefaldast landsframleiðsla á mann þegar jafnvirðisgildi eru notuð í stað gengis. Þessi ríki ásamt Tyrklandi eru eftir sem áður með lægstu landsframleiðslu á mann af ríkjunum 30. Í Sviss þar sem verðlag er hæst er verg landsframleiðsla fjörðungi minni ef notuð eru jafnvirðisgildi í stað gengis og á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Danmörku er hún hátt í fimmtungi minni. Eftirfarandi niðurstöður um alþjóðlegan verðsamanburð hafa áður verið birtar í Hagtíðindum. Bráðabirgða Hagtíðindi Bls. 1990, 1993, 1994, 1995 Janúar 1997 55–56 1990, 1994, 1995, 1996 Apríl 1998 154–155 1996, 1997 Apríl 1999 198–199 1996 ,1997, 1998 Apríl 2000 229–230 1998, 1999, 2000 Október 2002 503–505 Endanlegar 1990, 1993, 1994 Nóvember 1996 492–515 1995, 1996 Febrúar 1999 87–103 1997 Janúar 2000 49–57 1998 Nóvember 2000 641–649 1999 Nóvember 2001 529–545 Matvörukannanir 1995 Febrúar 1997 96–99 2001 Október 2002 506–507 Jafnvirðisgildi fyrir verga landsframleiðslu árið 2000 í mynt hvers ríkis miðað við evrur (ESB 15 ríki = 1.00). Jafnvirðisgildin árið 2000 eru birt í gjaldmiðli hvers ríkis miðað við ESB ríkin sem heild. Þau eru birt fyrir hvert þeirra 30 landa sem taka þátt í samanburðinum. Jafnvirðisgildi byggjast á verðhlutföllum á sömu eða hliðstæðum vörum og þjónustu í ríkjunum og hefur skráð gengi ekki áhrif á útreikninginn. Þau eru notuð til að reikna magn- og verð- vísitölur fyrir ríkin. Hlutfallslegt verðlag vergrar landsframleiðslu árið 2000 (ESB 15 ríki = 100). Vísitölurnar sýna hlutfallslegt verðlag í ýmsum ríkjum árið 2000. Hlutfallslegt verðlag er hlutfallið milli jafnvirðisgilda og skráðs gengis. Magnvísitala vergrar landsframleiðslu á mann árið 2000 (ESB 15 ríki = 100). Töflurnar sýna magnvísitölur fyrir verga landsframleiðslu á mann árið 2000 miðað við jafnvirðisgildin. Magnvísitölurnar fást með því að umreikna landsframleiðslu miðað við skráð gengi með jafnvirðisgildum. Tekið er tillit til íbúafjölda og eru niðurstöðurnar settar í hlutfall við meðaltal landsfram- leiðslu fyrir ESB ríkin. Verg landsframleiðsla á mann miðað við skráð gengi árið 2000 (ESB 15 ríki = 100). Töflurnar sýna verga landsframleiðslu á mann miðað við skráð gengi árið 2000 og eru birtar sem vísitölur.

x

Hagtíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.