Hagtíðindi - 01.08.2002, Blaðsíða 2
2002390
Vöruskiptin við útlönd janúar–júlí 2002
External trade January–July 2002
2001
Janúar–
júlí
2002
Janúar–
júlí
Breyting frá
fyrra ári %
Change on
previous
year %
Á gengi ársins 20021
At average exchange rates1 January–July 2002
Millj. kr. Million ISK
1 Breyting frá fyrra ári á föstu gengi. Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris mánuðina janúar–
júlí 2002 2,9% hærra en á sama tíma árið áður. Change on previous year at constant exchange rates. Based on trade-weighted index of average foreign
currency prices in terms of ISK; change on previous year 2.9%.
2001
Júlí
2002
Júlí
Útflutningur alls fob 15.416 16.371 106.246 123.463 13,0 Exports fob, total
Innflutningur alls fob 16.941 17.438 117.502 114.316 -5,4 Imports fob, total
Vöruskiptajöfnuður -1.525 -1.067 -11.256 9.147 · Balance of trade
Vöruskiptin við útlönd janúar–júlí 2002
External trade January–July 2002
Vöruskiptajöfnuður
Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 16,4 milljarða
króna og inn fyrir röska 17,4 milljarða króna fob. Vöruskiptin
í júlí voru því óhagstæð um 1,1 milljarð en í júlí í fyrra voru
þau óhagstæð um 1,4 milljarða á sama gengi.
Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 123,5
milljarða króna en inn fyrir 114,3 milljarða króna fob.
Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 9,1
milljarði króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð
um 11,6 milljarða á sama gengi¹. Fyrstu sjö mánuði ársins var
því vöruskiptajöfnuðurinn 20,7 milljörðum króna betri en á
sama tíma í fyrra.
Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 14,2
milljörðum eða 13% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið
áður. Sjávarafurðir voru 63% alls útflutnings og var verðmæti
þeirra 14% meira en á sama tíma árið áður. Aukningu vöru-
útflutnings má því helst rekja til aukins útflutnings á sjávar-
afurðum, aðallega frystum flökum, fiskmjöli og heilum
frystum fiski. Útflutningur iðnaðarvara hefur einnig aukist,
aðallega á lyfjavörum og lækningatækjum. Á móti kemur að
mun minna hefur verið selt af skipum úr landi en á síðastliðnu
ári.
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 6,6
milljörðum eða 5,4% minna á föstu gengi en á sama tíma árið
áður. Að stærstum hluta má rekja samdráttinn til minni inn-
flutnings á fjárfestingarvörum og eldsneyti.