Hagtíðindi - 01.01.2000, Síða 2
20002
Vöruskiptin við útlönd janúar–desember 1999
External trade January–December 1999
1998
Janúar–
desember
1999
Janúar–
desember
Breyting frá
fyrra ári á
föstu gengi 1
Change on
previous year
at constant
exchange
rates % 1
Á gengi hvors árs
At current exchange rates
Millj. kr. Million ISK
1 Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris janúar–desember 1999 0,2% lægra en árið áður. Based
on trade weighted index of average foreign currency prices in terms of ISK; change on previous year -0.2%.
1998
Desember
1999
Desember
Útflutningur alls fob 13.735 11.559 136.592 144.957 6,3 Exports fob, total
Innflutningur alls fob 12.852 13.090 162.062 167.798 3,7 Imports fob, total
Vöruskiptajöfnuður 883 -1.531 -25.470 -22.841 · Balance of trade
Vöruskiptajöfnuður
Í desembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 11,6 milljarða
króna og inn fyrir 13,1 milljarð króna fob. Vöruskiptin í
desember voru því óhagstæð um 1,5 milljarða en í desember
1998 voru þau hagstæð um 0,9 milljarða á föstu gengi.
Allt árið 1999 voru fluttar út vörur fyrir 145,0 milljarða
króna en inn fyrir 167,8 milljarða króna fob. Halli var því á
vöruskiptum við útlönd sem nam 22,8 milljörðum króna en
á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 25,5 milljarða
á föstu gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 2,7 milljörðum
króna betri árið 1999 en árið 1998 á föstu gengi.
Útflutningur
Allt árið 1999 var heildarverðmæti vöruútflutnings 6% meira
á föstu gengi1 en árið áður eða sem nam 8,6 milljörðum
króna.
Sjávarafurðir voru 67% alls útflutnings og var verðmæti
þeirra 1% minna en árið áður, eða sem nam 1,4 milljörðum.
Stærstu liðir útfluttra sjávarafurða voru fryst fiskflök og
saltaður og/eða þurrkaður fiskur. Samdrátt útfluttra sjávar-
afurða má einna helst rekja til lægra verðmætis útflutnings á
fiskimjöli og á lýsi. Á móti kom aukning í útflutningi á
frystum flökum, ferskum fiski og á söltuðum og/eða þurrkuð-
um fiski.
Útfluttar iðnaðarvörur voru 26% alls útflutnings og var
verðmæti þeirra 18% meira en árið áður, eða sem nam 5,7
milljörðum. Ál átti stærstu hlutdeild í útflutningi iðnaðarvöru
svo og í aukningu hans.
Útflutningur á öðrum vörum jókst um 4,1 milljarð, aðallega
vegna sölu á skipum og flugvélum.
Innflutningur
Heildarverðmæti vöruinnflutnings árið 1999 var 4% meira á
föstu gengi en árið áður, eða sem nam 6,0 milljörðum króna
á föstu gengi.
Stærstu liðir innflutnings 1999 voru fjárfestingarvörur
með 25% hlutdeild, hrávörur og rekstrarvörur með 23%
hlutdeild og neysluvörur (aðrar en mat- og drykkjarvörur)
með 20% hlutdeild.
Af einstökum liðum varð mest aukning í innflutningi á
flutningatækjum, 13% (3,4 milljarðar), aðallega fólksbílum,
og nam innflutningur flutningatækja 18% alls innflutnings á
árinu 1999. Innflutningur á neysluvörum, öðrum en mat- og
drykkjarvörum, jókst um 11% (3,2 milljarðar). Á móti dróst
innflutningur á hrávörum og rekstarvörum saman um 5%
(2,1 milljarður).