Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 16
F U LLTR ÚARÁÐS F U N DI R Tveir af þremur forsetum fulltrúaráösfundarins, Sigrún Magnúsdóttir, formaöur borgarráös, til vinstri, og Guörún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, til hægri. í baksviöi, efst til hægri á myndinni, sést Sesselja Árnadóttir, lögfræöingur í félagsmálaráöuneytinu. minnti á að árið í ár væri helgað náttúruvemd. Hvatti hann sveitarstjórnir til sérstakra aðgerða og samvinnu við einstaklinga og félagasamtök er vinna að þeim mál- um í tilefni af Náttúruverndarári Evrópu, m.a. með því að veita þeim liðveislu og stuðning við hreinsun um- hverfis, skógrækt og uppgræðslu lands, svo sem kostur væri. Skýrsla um starfsemi sambandsins var lögð fram á fundinum fjölfölduð og er fáanleg á skrifstofu sam- bandsins. Birgir L. Blöndal, aðstoðarframkvæmdastjóri sam- bandsins, kynnti ársreikning sambandsins fyrir árið 1994 og tillögu að fjárhagsáætlun þess fyrir árið 1995. Var hvoru tveggja vísað til fjárhagsnefndar fundarins og síðar á fundinum samþykkt. I byrjun fundar vom einnig kosnar þrjár starfsnefndir, allsherjamefnd, grunnskólanefnd og fjárhagsnefnd, sem fjölluðu um helstu umræðuefni fundarins. Yfirtaka grunnskólans aö fullu Yfirtaka grunnskólans var meginefni fulltrúaráðs- fundarins. Hrólfur Kjartansson, deildarstjóri í menntamálaráðu- neytinu, flutti framsöguerindi um undirbúning flutnings- ins frá ríki til sveitarfélaga. Kvað hann svo viðamiklar breytingar krefjast mikillar vinnu sem menntamálaráðu- neytið, fjármálaráðuneytið, sambandið, landshlutasam- tökin og sveitarfélög þurfi að koma að í sameiningu. Hrólfur flutti fundinum kveðju frá Birni Bjamasyni menntamálaráðherra og óskaði sambandinu til hamingju með 50 ára afmælið. Trausti Þorsteinsson, fræðslu- stjóri Norðurlands eystra, flutti er- indi er hann nefndi Fræðsluskrif- stofurnar, verkefni - skipulag - rekstur. Taldi hann áríðandi að vel yrði haldið á málum um hvemig sveit- arfélög geti best staðið að þeirri starfsemi sem fræðsluskrifstof- umar hafa sinnt. Greindi hann frá starfsemi þeirri sem fræðsluskrif- stofur hafa sinnt og þeirri reynslu sem þær hafa yfir að ráða af þeim málefnum, sem þær hafa haft til meðferðar, svo sem ráðgjafar- þjónustu o.fl. Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri sambandsins, ræddi um hlutverk þess varðandi flutning gmnnskólans til sveitarfélaganna. Taldi hann að það ætti að felast í almennri hagsmunagæslu fyrir hönd sveitarfélaganna, umsjón með námsleyfasjóði, umfjöllun um námsmatskerfi kennara og síðast en ekki síst gerð kjarasamninga við kennara. Taldi hann óhjákvæmilegt að bæta við starfsfólki til að vinna að öllu þessu jafn- framt því að efla sambandið fjárhagslega. Framsöguerindin um tilfærslu grunnskólans til sveitar- félaganna að fullu eru öll birt aftan við þessa frásögn af fundi fulltrúaráðsins. Yfirtaka sveitarfélaga á öllum rekstrar- kostnaói grunnskóla Framsögumaður grunnskólanefndar fundarins var Guðbjartur Hannesson, bæjarfulltrúi á Akranesi. Að tillögu nefndarinnar samþykkti fundurinn svofellda ályktun um yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstrarkostn- aði grunnskóla: „Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að með samþykkt grunnskólalaga nr. 66/1995, þar sem gert er ráð fyrir yfirtöku sveitarfélaga á öllum rekstrarkostn- aði grunnskóla, sé komið til móts við yfirlýsta stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga að efla sveitarstjómar- stigið og auka ábyrgð þess m.a. með færslu verkefna yfir til sveitarfélaga. Fulltrúaráðið ítrekar fyrirvara XV. landsþings sam- bandsins um: 1. Að fullt samkomulag náist milli ríkis og sveitarfé- laga varðandi flutning verkefna og tekjustofna til sveitar- félaga til að standa undir öllum þeim aukna kostnaði er yfirtökunni fylgir þannig að grunnskólanám allra bama í landinu verði tryggt. 2. Að vanda sveitarfélaga, sem yfirtaka hlutfallslega 1 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.