Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Blaðsíða 28
VERKASKIPTI RIKIS OG SyEITARFELAGA
Hlutverk Sambands íslenskra sveitar-
félaga vegna undirbúnings og yíirtöku
sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði
grunnskóla
Þórður Skúlason framkvœmdastjóri
Framsöguerindi á 51 ■ fundi fidlti'úaráðs sambandsins 10. júní sl.
Fundarstjóri, góðir fundarmenn.
Yfirtaka sveitarfélaga á öllum rekstrar-
kostnaði grunnskóla er yfirgripsmesta og
vandasamasta verkefni sem sveitarfélögin
standa nú frammi fyrir. Því er eðlilegt að
taka hér til umfjöllunar hvert hlutverk sam-
bandsins eigi að vera í undirbúningi þess
máls og þó enn frekar hvaða sameiginlegu
verkefnum sambandið eigi að sinna fyrir
sveitarfélögin á sviði grunnskólamála í kjöl-
far þess að yfirtakan hefur átt sér stað.
Starfsemi sambandsins
Um árabil hefur starfsemi sambandsins miðast við
stefnumótun í einstökum málum og hagsmunagæslu fyr-
ir sveitarfélögin sem heild eftir því sem við verður kom-
ið og fræðslustarfsemi, útgáfumál o.fl. þ.h. en ekki sér-
fræðiþjónustu við sveitarfélög varðandi einstaka mála-
flokka.
Undantekning frá þessu er Tölvuþjónusta sveitarfé-
laga sem selur þjónustu sína til einstakra sveitarfélaga.
Einnig hefur einn starfsmaður sérhæft sig í launamálum
og unnið með öðrum störfum að kjarasamningagerð fyr-
ir Launanefnd sveitarfélaga, sem einstök sveitarfélög
eiga aðild að.
Hjá sambandinu og samstarfsstofnunum þess, Lána-
sjóði og Bjargráðasjóði, vinna nú samtals 11 starfs-
menn, þó ekki allir í fullu starfi, auk þess sem þrír
starfsmenn vinna við Tölvuþjónustu sveitarfélaga. Það
hefur verið stefna sambandsins að halda starfseminni
innan þessara marka enda leyfir fjárhagur þess ekki
meiri umsvif og ætla má að í flestum tilvikum hafi sá
háttur nægt til þess að sinna því hlutverki sem sveitarfé-
lögin hafa ætlað sambandinu að gegna.
Yfirfærslan - lög og reglugeróir
Varðandi það yfirgripsmikla verkefni, sem yfnfærsla
alls grunnskólakostnaðar til sveitarfélaga er, getur hlut-
verk sambandsins því að óbreyttu ekki orð-
ið mjög umfangsmikið. I aðdraganda máls-
ins hefur sambandið þó gegnt þýðingar-
miklu hlutverki og segja má að stefnu-
mörkun þess hafi ráðið úrslitum um fram-
gang þess.
Stjórnarmenn hafa setið í nefndum er
unnið hafa að rnálinu og einstakir starfs-
menn aðstoðað nefndirnar varðandi út-
reikninga og öflun ýmiss konar upplýsinga
bæði frá sveitarfélögum og landshlutasam-
tökum, skólum og menntamálaráðuneyti.
Þeirri vinnu er hægt að halda áfram með
sama hætti og verið hefur. Öðru máli gegnir ef krafist er
umfangsmeiri sérfræðivinnu varðandi skólamál og kjara-
samningagerð við grunnskólakennara og skólastjómend-
ur.
í nýjum grunnskólalögum er gert ráð fyrir að settur
verði fjöldinn allur af reglugerðum og innihald þeirra
varðar sveitarfélögin í mörgum tilvikum rnjög miklu.
T.d. er í 20. gr. laganna ákvæði þess efnis að við undir-
búning að nýbyggingu eða endurbótum á grunnskólahús-
næði skuli farið eftir reglugerð er menntamálaráðherra
setur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga um
lágmarksaðstöðu og búnað.
Að mínu mati er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að
grannt sé fylgst með því hvemig reglugerðarvaldinu er
beitt og þá ekki einvörðungu varðandi þessa tilvitnuðu
grein um skólahúsnæðið heldur ýmis önnur atriði er setja
á reglugerðir eða nánari reglur um. Sama á við um hugs-
anlegar breytingar á grunnskólalögum og framkvæmd
þeirra og hvaða áhrif slíkar breytingar og gildistaka ein-
stakra þátta grunnskólalaganna eins og einsetning skóla
hefur á hag sveitarfélaganna.
Námsleyfasjóóur - námsmatskerfi
f nýju grunnskólalögunum eru ákvæði þess efnis að
sveitarfélögin skuli greiða 1% af dagvinnulaunum kenn-
1 54