Vasabókin - 01.11.1936, Blaðsíða 3

Vasabókin - 01.11.1936, Blaðsíða 3
VASABÓKIN Kaf lar fir vasabókom ýmsra merkra mannna. •tlMI".....Hllllllllll........1,1 Úr vasabók skáldsins: Að morgni . . . nú er þessi lífborðs flatar gríma (jarðarnótt? — Útg.) liðin. Blæjur al- heims-rafurkerfa hafa háð sina undra- leiki við hnattasegul. Og þó lögfræð- ingar noti sandfoks-myndir sem rök, þá getur sveifia hugaraflsíns, sigrað og vak- ið hálífskendir, og skýjafar hjartans feykir þessu öllu á vitisglæður, því kvaðning lögmálsins þrumar yfir þökum og skorsteinum. í dag er bókin mín borin til áskrif- enda og þá er ég kominn í þjóðskálda tölu og meira en það. Að minsta kosti segir G. J., að ég líkiat þeim öllum, Steingrimi, Matthíasi. EinariBen.,Dabba, Gröndal og Heine. Þar af leiðandi er ég mestur þeirra allra. Þeir voru að- eins fyrirrennarar mínir, svo að í mér sameinast og endurhljómar öll þeirra speki og snild. Úr vasabók vinnukonunnar: DSUÍ 1. okt. — Ég kom i vistina i dag. — Frúin er víst svona og svona. Hún fór eitthvað út í kvöld. — Húsbóndinn er agalega smart. Hann blikkaði mig um leið og ég færði honum kvöldkaffið. 4. okt. — Frúin er úti í kvöld. — Hann kom fram í eldhús og spanderaði sígarettu og tók utan um mig. 7. okt. — Frúin er ennþá úti í kvöld. Ég fór i bað og hefi vist gleymt að loka hurðinni, því húsbóndinn stóð alt í einu inn á miðju gólfi. . :..... 11.. okt. — 0 hann er svo voða sætur.......... Frúin er úti eins og' vant er. Ur vasabók Barónsins: ......Fann tí-eyring á götunni i morgun, kl. að ganga 7, — búmmaði einhverja blók um 30 aura, — splæsti víð einn úr dúndurflokknum, — feng- um krónu-skamt. — Kom á vigstöðv- arnar kl. 10 og lenti í veislu hjá sveita- manni. — Var búinn að hlaða um há- degi. — Dó í Zimsensporti, — var hirt- ur af plisunum og keyrður upp í grjót. Ur vasabók lögfræðingsins; 8. okt. — Erfiður dagur i dag. 3 á- rangurslaus fjárnám. 2 húsakaup út um þúfur. — Reyndi að yrkja Ijóða- bréf til Metúsalems og sálm til Jónasar en var truflaður af volandi ekkju í sím- anum, sem nauðaði um að ég hefði fé- flett sig og tekið siðasta brauðbitann frá munaðarlausum börnunum. Komst við þetta i háfleyga stemningu og byrjaði ""'iÉitÉiiHiiÉiMiiaiiiti, I VASAÞJÓFAR > < <\ <\ <l <L <m <m <m <m <m <m <m <m Þegar rökkrið er gen-gið að garði v gatan fyilist af allakonar lýð, Þar fer Pálmi og prófessor Barði, Pétur Halldórs og Jón minn frá Hlíð. Þar fara Gíslar og griðkur og bófar, Guðrún ÁBfrú og Framsóknarmenn vinnukonur og þaulvanir þjófar og þrifalegustu há-tekjumenn. Þá er starfstími okkar, sem eigum í annars vösum hið daglega brauð. Vasabækur og Whisky í fleygum, vindlahylki og margskonar auð gripa hraðir og fimlegir fingur- fátt er talað í viðskiftum þeim, Einn er klaufi en annar er slyngur, eins og gengur í syndugum heim. Með hverjum degi ykkar vandkvæði vaxa, — ég veit að enginn er hultur um eitt, þvi ef kápurnar frá ykkur flaxa, þú finnur ekkert, sko veskið er mitt. vertu samt ekki, vinur minn, æstur, þú veist það gildir í sérhverri stétt, að sérhver maður er sjálfum sér næstur og sama eigum^viðjilverurétt. Stjórnarliðar og stjórnmáWskarfar, stela úr ríkissjóðs vösum hvern dag. Það sem alþýðu-umhyggjan starfar, er efni í langan og dýrðlegan brag. Og verkin íslenskra embættismanna, yfir þjóðinni tala sitt mál. Vel sé þeim sem að vasana kunna hjá vesælingum og fátækri sál. Og i sveitinni ef alþýðan ræður, endurtekin er sagan á ný, því engir verða þar annara bræður, og engin vasi er tryggur af því, Og þegar alþýðu-broddarnir brosa blítt við háttvirtum kjósanda, þá þeir úr vösunum liðlega losa hvern lumpinn tí-eyring sem að hann á. Þú skalt ei banka upp á bróður þins vasa og búast við því hann heyri þér til, ég veit þér leiðist að lenda i hasa, — láttu fingurnar gera þér skil. Hver vill sitja yfir galtómum glösum, ef gullið bíður hjá fordyri manns. Allir stela úr annara vösum, enginn sleppiX þ&r nokkurum ^úa, ¦> -• ,

x

Vasabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vasabókin
https://timarit.is/publication/1069

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.