Vasabókin - 01.11.1936, Blaðsíða 2

Vasabókin - 01.11.1936, Blaðsíða 2
V A S A B 0 KIN VASABÓKARMÁLIÐ Kaflar úr fyrirlestrum þeim sem Gísli Bjarnason, fulltrúi í stjórn- arráöinu flutti á ýmsum stööum nm vasabðkina og tugthfisfangana (Eftir minni eins áheyranda) Eeil Eitler\ Ef að lögBkýringar þær, sem ég kem með á þessum stað i sambandi við svik og þjófnaði þá, sem ég skýri frá, reyn- ast ekki réttar, þá er það ekki mín sök heldur Einars Arnórssonar prófessors, sem kendi mér lögspekina. .... . . . Þið kannist við Einar í Hvals- neai^ _ það er bóndi. — Stór bóndi með stór kinnbein. — Hann skrifaði bréf 1928 eða 1929, — því var stolið og það var birt i Tímanum. — — 267. gr. hegningarlaganna á hér við, — 4 mánaða fángelsi, — takk! En það var engin kœrður og það fékk engin fáng. elsi því þetta var framsóknarfólk. . . '. . . . Einu sinni var til 40 þus. kr« vixill, hann var l1/* meter álengd, hann var svona langur af þvi að a honum voru 80 framsóknarmenn, frá 80 heimil- um. Hvað haldið þið að hafi orðið um þennan víxil? — Þið vitið það ekki en ég veit það. — Hann hvarf þegar Þór var keyptur! Þegar Þór var keyptur, fylgdu i kauá- lanum 150 tonn af kolum. Hvað va*ð af þessum kolum? Þeim var brent. Vitið þið hverjir brendu kolunum? — Spyrjið þið þá, sem á vixlinum voru. — Hegningarlagabrot?..... Fylgið okkur þjóðernisBÍnnum þvi við erum það sem koma skal. — Hver hefur týnt vasabók? — Ekki fundu þjóðernissinnar hana, — og ekki stal ég henni, — en fyrír hvað eru *þá fang- elsanir og hvers vegna eru húsrann- sóknir? Því er þ]'óðernisbörnum haldið mjólkurlausum í sjö tima yfirheyrBlu? Ég spyr, en hver svarar? — Kommun- istar Btálu millirikja-samningi og birtu hann. — takmarkalaus glæpur, — enn þeim er ekki hengt af því þeir eru á- lítnir svo ómerkilegir, enn okkur þjóð- erníssinnum er hengt fvrir ímyndaðan glæp, af þvi við erum álitnir svo merki- legir. Hver skilur slíkt og þvílíkt. . . . Hvert þjóðfélag er illa á vegi Btatt, þegar svikin og þjófnaðirnir koma ofan frá, byrja á hærri stöðum og fara svo hægt og bitandi alla leið niður til almúgans. — Ég er búinn að vera 10 ár i stjórnarráðinu, — auðvitað mértil s'tórakaða, — en ég var að læra og ég vildi fylgjast með svindlinu til endaloka, þó ekki til þess að læra það og verða svo máski sjálfur svindlari, heldur til þess að þekkingin yrði hirtingarvöndur í hendi minni, þegar fylling timans kemur og völdin eru komin i hendur okkar þjóðernissinna. .... . . . Fyrir nokkrum árum var brot- ist inn í Varðarhúsið og stolið þaðan leyniskjölum íhaldsflokksins og þau birt í Alþýðublaðinu. Réttar-rannsóknin gat ekki leitt í ljós hvort hér væri um inn- brot eða útbrot að ræða. Nú vitið þið eins vel og ég að innbrot eru miklu hættulegri en útbrot, sem orsaka venju- lega viðkunnanlegan kláða í hörundinu. -----------Hverjum var hengt fyrir þetta innbrot? Engum, af því að þá vorum við þjóðernissinnar ekki fæddír, annars hefðum við fengið smjörþefinn af þessu innbroti og engin útbrot komið til . greina......... . . . Skrifborð Sveins Árnasonar, fiski- matsmanns á Seyðisfirði, var brotið upp og úr því stolið trúnaðarbréfi frá sjalf- Btæðisflokknum til Sveins. Ég hefihér við hendina paragraffinn, sem á við það að brjóta upp skrifborð: — tveggja ára tukthús, og ef þið trúið mér ekki þá spyrjið Einar. — Hvað er svo ein litil vasabók, sem glatast eða gleymist á ólíklegum stað, hvað er hún eða hvers virði er hún á móti öllum þessum óhengdu glæpa-ó- Bköpum, sem ég hefi nefnt. Viljið þið svara því? En þó vasabók týnist, eða henni sé stolið, þá þurfa ekki endilega þjóðernis- sinnar að hafa stolið henni, við fengum hana senda í pósti og týndum henni aftur, — frá lögfræðilegu sjónarmiði gat vasabókin alveg eins týnst tvisvar einB og einu sinni. . . . En Eysteinn fékk lánaða bók hjá JónaBÍ og hann lánaði hana manni, sá maður lánaði hana manni eins og gengur og gerist og svo átti að pant- Betja hana eða selja fvrir brennivín. Þetta er nú bara venjuleg æfisaga ýmsra bóka og ýmsra manna, vistaskifti þeirra þegar þörfin krefur og eru þá oft sein- færar löglegar leiðir, ekki meira um það. — En vitið þið hvað þessi bók hét? — Nei, það vitið þið ekki, — En ég veit það. — Hún hét: — »Fótatak lýginnar*. Fótatak lýginnar, — erþað ekki það sem við heyrum i kringum okkur alla æfina út, stundum þungt og ákveðið eins óg alt skuli undan láta, — en stundum er líka læðst á sokkaleist- unum.......... -------Kæru tilheyrendur, hvað sem má nú að öllum flokkum finna, þá veit ég að þið eruð mér sammála nm það að við þjóðernissinnar erum þó, þegar á alt er litið, efnilegasta arfaklóin i rófugarði þjóðarinnar og þvi Bkylduð þið þá ekki fyigja okkur að málum, fylkja ykkur og börnum ykkar undir okkar merki. I 10 ár hefi ég verið í stjórnarráðinu til þess að læra barnalærdóm sviksem- innar það getur vel verið að ég sé bara búinn með fræðin, en ég ér búinn að læra nóg, þess vegna stend ég hér og ég get ekki annað, ég vil frelsa þetta fólk sem er hér um bil alt af ariskum ættstofni — og ber í sjálfu sér hrein- leikann og göfgina. — En hvernig á nokkur hlutur að njóta sín meðan rétt- arfarið er eins spilt og raun ber vitni um, þegar margir menn eru fángelsaðir út af imynduðum vasabókarþjófnaði, af því þeir eru þjóðernissinnar, — en svo eru aðrir látnir sleppa þó þeir hafi sto'ið viðlika verðmæti og Grímsey eða eða Gullfoss. VaBabókin hefur aldrei I byrjunkost- að meira en 50 aura, — samt kostaðí hvarf hennar 17 húsrannsóknir. Ef það væri stolið 30 kr. dívan á fornsöl- unni bjá Jóhanni I Brautarholti, ætti það að kosta 920 húsrannsóknir eftir sömu hlutföllum á verðmæti hlutanna. Hver skilur þetta? Ekkí ég, — ekki þið.i • •....,..- .. •...... — * - » Áður en ég lik máli mínu, vil ég nota órstutta stund, til þess að benda ykkur á þá ómótmælanlegu staðreynd að það erum við þjóðernissinnar og eng- inn annar flokkur, sem getur bjargað þjóðinni úr því ófremdar ástandi, sem nú ríkír hér á öllum sviðum. Við get- um og skulum ryðja úr vegi öllura öðr- um stefnum hverju nafni, sem nefnaBt, völdin eru best tryggð í okkar höndum, þá þarf enginn að vinna 10 ár í stjórn- arráðinu, sjálfum sér í stórskaða til að kynnasc þjófnaði og svindli, — 10 dag- ar ættu að duga Nasisminn mun gjöra yður frjálsa. itn. Svo mörg voru orð Œsla Bjarna- sonar, fyrv. fullltrúa. Sé ranglega með eitthvað farið, stafar það aðeins af misminni og biðjum vér fyrirlesarann ef svo er, að leiðrétta það við fyrsta tæki- færi og Bkal honum þá lieimilað rúm hér í blaðinu, ef það kemur út oftar.

x

Vasabókin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vasabókin
https://timarit.is/publication/1069

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.