Hermes - 01.12.1960, Page 2

Hermes - 01.12.1960, Page 2
Ritstjórnargrein Góðir félagar. Hermes hefur nú göngu sína og knýr á dyr ykkar. Það er komið undir ykkur, hvort hann fer aðra ferð eða fleiri, því sá gestur, sem ekki mætir gestrisni, þreytist fljótt á flakkinu og heldur sig heima úr því. En ekki er að efast um það, að móttökurnar verða góðar. Hermes er ætlað að flytja andblæ gamla skólans okkar, og fréttir af félögunum, sem með okkur voru. Við þekkjum kannski ekki alveg alla, en fjölmarga höfum við heyrt nefnda, og þá ekki sízt, sem eftir skólaveruna hafa eins og gengið aftur í skólann og orðið að þjóðsöguhetjum þar. Útgáfa þessa litla rits er ekki dýr, miðað við pyngju félagsskapar, sem einhverja veltu hefur, en sé miðað við litla kassann okkar, sem Magnea Sigurðar- dóttir sýslar um að mikilli hagsýni og ráðdeild, er það a.m.k. ekki gefið. Þó höfum við á allan hátt fengið mjög góða fyrirgreiðslu og komizt að prýðileg- um samningum. PRENTSMIÐJA JÓNS HELGA- SONAR gerði tilboð, sem var rúmlega 500 krónum neðan við hið næsta fyrir ofan, en rúmu þúsundi neðan við hið hæsta. RAFMYNDIR HF. gera mynda mótin fyrir okkur, og reikna þau öll á lágmarki, en myndamót frá Rafmyndum h.f. eru þó nokkuð ódýrari en frá öðrum myndamótagerðum. Einnig hefur okkur tekizt að stilla dreifingarkostnað- inum mjög í hóf. Lauslega áætlað reiknum við því með, að heildar- kostnaður verði rétt á þriðja þúsund, en ef Hermes nær tilgangi sínum, er þessu fé vel varið. Okkur væri mjög kærkomið, að lesendur ritsins sendu Framhald á 15. síðu. 2 HERMES

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.