Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 16
Frá mann-
frœðirann-
sóknum Aka-
demíunnar
Af mörgum merkum fyrirbærum
er sprottið hafa úr frjóum jarðvegi
félagslifs í Samvinnuskólanum, sið-
an skólinn var staðsettur að Bif-
röst, má hiklaust telja Akademíuna
eit hið merkasta.
Akademía Samvinnuskólans var
stofnuð annað skólaárið að Bifröst,
og voru stofnendur þeir Ragnar
Ágústsson, nú starfsmaður hjá
Þjóðviljanum, Jón Ásgeirsson, nú-
verandi starfsmaður Samvinnu-
trygginga, Sigurður Gunnarsson, nú-
verandi gjaldkeri Samvinnuspari-
sjóðsins, Friðrik Á. Helgason, nú
starfsmaður hjá Trygging h.f., Jenni
R. Ólason, nú bókari hjá Kaupfé-
lagi Stykkishólms og Jóhann Örn
Sigurjónsson, sem nú vinnur í
Landsbankanum. Stefna og mark-
mið þessa félags skyldi vera að
vinna að og efla hverskyns menn-
ingarviðleitni innan skólans. Aðil-
ar skyldu vera sex, þrír úr hvorum
bekk. Æðsti maður Akademíunnar
var titlaður forseti, og var Ragnar
Ágústsson fyrstur kjörinn til þessa
cmbættis.
Allt frá stofnun hefur Akademí-
an starfað af þrotlausri atorku og
þolinmæði að því verkefni, sem hún
setti sér í upphafi. Verður hér
nokkru nánar rætt um einn þátt
í starfsemi hennar veturinn 1957
til 1958. Einn aðili Akademíunnar
hafði lítilsháttar lagt stund á mann-
fræði (anthropology), sem ugg-
laust má telja með merkustu vís-
indagreinum, og miðar flestum frem-
ur að lausn margra þeirra vanda-
mála, er mannkynið hefur glímt
við frá örófi alda. Var nú ákveð-
ið á einu þingi Akademíunnar, að
hún legði krafta sína fram til fx-am-
dx-áttar þessum fræðum, með fýs-
iskum rannsóknum á nemendum
skólans.
Piltar skólans tóku þessu undan-
tekningarlítið vel, en um kven-
kindina gegndi, því miður, nokkuð
öðru máli. Ekki aðeins þvertóku
þær fyrir allar athuganir á líköm-
um sínum, heldur hófu þær einnig
skipulagðar ofsóknir á hendur vís-
indamönnunum. Með lævíslegum
vélabrögðum í'ændu þær málbandi,
einu nauðsynlegasta rannsóknar-
tæki Akademíunnar, og geymdu það
á leyndum stað allt til vors.
Skömmu eftir ránið fóru Akademiu-
menn í heimsókn til þeirra stúlkna,
er mest stóðu fyrir ofsóknunum,
og kröfðust þess kurteislega, en
ákveðið, að málbandið væri látið
af hendi. Er því var neitað, sáu
boðberar vísindanna sig tilneydda
að halda ræningjunum um skeið í
stofufangelsi, ef vera kynni, að
hungur og þorsti neyddi þær til að
láta málbandið af hendi. En sú von
brást. Beittu meyjarnar öllum hugs-
anlegum kvenlegum brögðum til að
losna úr prísundinni; börðu og
spörkuðu í umsátursmenn, bitu þá
og klóruðu og blinduðu suma með
því að ræna gleraugum þeirra. Þess
á milli gerðu þær sér upp grát og
kveinan. En Akademiumenn vissu,
að þeir voru að berjast fyrir góðu
málefni og létu sér hvergi bregða,
unz kennari nokkur kom á vett-
vang og beitti valdi sínu til að
binda enda á umsátrið. En þá skeði
hryggilegur atburður. Trylltar af
hatri og hefndarfýsn réðust tíu
námsmeyjar á einn Akademíumann,
misþyrmdu honum á ruddalegan
Framhald á 15. síðu.
16
HERMES