Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 11

Hermes - 01.12.1960, Blaðsíða 11
Þetta er allt í lagi, þau eru trúlofuð. Birgi Marínósson, aðalhljóðfærið sitt, víbrafón, en meirihlutinn var þarna, og það var fyrir mestu. Það var reglulega heimilislegt að heyra aftur í trompetinu hans Guð- varðar og sjá hann reka magann út í loftið undir ljúfum tónum þess. Til bæjarins var farið í vagni frá Strætisvögnum Kópavogs, og var mikið sungið á leiðinni. Að leiðar- lokum og næstu daga luku allir upp einum munni um það, að þetta væri eitt það skemmtilegasta kvöld, sem guð hefði gefið í háa herrans tið. Engar myndatökur, góði'. Okkur fannst ekki mega hjá líða, að taka lítið eitt með af fréttum, sem falla undir ofanskráða fyrir- sögn. Við höfðum hugsað okkur að telja upp alla útskrifaða nemendur, sem lent hafa heilu og höldnu í hjónabandsins helgu höfn — og þótt ekki væri nema á ytri höfnina. Við höfum tekið það ráð að skipta þeim hópi í fjóra flokka: Þau, sem voru saman í bekk og hafa bundizt tryggðum, þau, sem náðu sér í maka úr öðrum bekk (ath. að þetta er ekki töluorð), þá sem hafa sótt sér lífsförunaut til starfsliðsins, og þau sem hafa farið út fyrir veggi skólans þeirra erinda. Úr fyrsta árganginum sem út- skrifaðist frá Bifröst kom eitt par, Elfa Ólafsdóttir og Sigurður Sig- urðsson. Úr öðrum árgangi Aðal- björg Ólafsdóttir (Stella) og Jenni R. Ólason, úr þriðja Álfheiður Guð- laugsdóttir og Sigurður Hreiðar, og loks úr fjórða árganginum Hugrún Einarsdóttir og Geir Geirsson. Þá kemur annar flokkur, og er hann allmiklu fjölmennari. Þar er ekki hægt að taka eftir árgöngum, því þá yrði að tvítaka hvert par — sitt undir hvoru árinu. Þess vegna setjum við ártal í sviga aftan við hvert nafn, og er það árið, sem við- komandi útskrifaðist úr skólanum: Katrín Ingvarsdóttir (1958) — Kristinn Guðnason (1957). Dagbjört Torfadóttir (1958) — Þorsteinn Kristinsson (1959). Inga Guðmunds- dóttir (1959) — Elís R. Helgason (1958). Sigrún Sigurðardóttir (1958) — Grétar Snær Hjartarson (1959). Lilja Ólafsdóttir (1961) — Gunnar S. Sigurðsson (1960). Meira næst. FORSÍÐUMYNDIN Forsíðumyndin er af börnum þeirra Ingu Guðmannsdóttir og Elíasar R. Helgasonar. Drengurinn heitir Guð- mann, og verður tveggja ára 27. des. 1960, en stúlkan heitir Valborg Huld, og fæddist hinn 3. maí 1960. Kári Jónasson tók myndina.

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.