Hermes - 01.12.1960, Síða 12
Haukur Bach-
mann dvelur nú
á skóla í Guth-
bsrt, Georgia, U.
S. A„ á vegum
Rotary og hér á
eftir fara glefs-
ur úr fréfum frá
honum til Þórs
Ragnarssonar.
Bréf fró
Bachmann
......Ferðin suður tók mig 25 klst.
Öllum þrem flugvélunum seinkaði
. . . . Hitinn er alveg að gera út af
við mig. í gær hrökk hitamælirinn
í rúmlega 30 stig á celcíus.
........Fólkið hérna finnst mér
mjög vingjarnlegt og vill allt fyrir
mann gera. Að vísu er það svolítið
íhaldssamt, þar á ég við að það er
bara Ameríka sem kemst að hjá
því. Ef þú ert ekki ,,American“, eða
gerir eins og það, þá ertu ,,no good“.
......Hér aka allir um í bílum og
varla sést gangandi manneskja,
nema í hjarta borgarinnar......I
þsssum bæ, sem ég er, búa um það
bil 500 þús. manns og 2/3 hlutar
þess eru svertingjar. Á yfirborðinu
virðast þeir njóta jafnréttis..
......Skólinn er nú byrjaður hjá
mér og finnst mér ákaflega undar-
legt að vera seztur á skólabekk aft-
ur; hélt satt að segja að slíkt myndi
aldrei koma fyrir eftir að ég
skreiddist út úr S.Í.S. Mér finnst
þetta ansi strembið. Þó þarf ég
ekki að lesa nema undir tvo tíma
á dag, og hlusta svo í þeim þriðja
.......Til að byrja með tek ég
cnsku og „introduction to busin-
ess“........Hér eru um 180 nem-
endur og rúmlega helmingurinn
kvenfólk og heldur það til í skóla-
húsinu en við strákarnir erum hér
og þar um bæinn, ég er rétt við
skólahúsið........Reglurnar hérna
eru mjög strangar, t.d. megum við
ekki fara inn til stelpnanna og þær
ekki inn til okkar. Þetta er andsk.
hart. Ef einhver ætlar að yfirgefa
skólann þá verður hann að skrifa
sig út og segja hvert förinni er
heitið, hvenær hann búizt við að
koma aftur o.s.frv.........Frekar
lítið er um að vera hérna í bænum,
aldrei böll eða þvíumlíkt. Það er
jú bíó, on það er þreytandi að fara
mikið á bíó, hávaðinn og djöful-
gangurinn svo mikill í áhorfend-
um.
.......Um síðustu helgi var öllum
Rotary stúdentum boðið til Millegd-
erville sem er borg í Georgiafylki
um 150 mílur héðan. Það var geysi-
lega gaman. Forráðamenn Rotary
gerðu svo mikið fyrir okkur, að ekki
eru nokkur orð til að lýsa því. Á
föstudaginn var öllum boðið í „mat“
af Rotaryklúbb Milledgerville. Þar
voru forráðamenn Rotary og fleiri
meðlimir og þeirra frúr. Um kvöld-
ið þegar við komum þangað sem
við höldum til var haldið „party".
Rotary meðlimir buðu okkur upp
á það, sem við vildum drekka, og
áttum við að bjarga okkur sjálf, ef
við vildum meira. Ég drakk þjóðar-
drykk Ameríkumanna, „Coca Cola“.
.......Um kvöldið (laugardag) var
dansað og okkur m.a. kenndur
bandarískur squaredans (ferhyrn-
ingsdans).
Fyrir utan þetta var hópurinn
svo myndaður hátt og lágt við ým-
is tækifæri. Ég bið kærlega að heilsa
öllum kunningjum og vinum, sem
þú nærð í.
Haukur
12
HERMES