Hermes - 01.10.1968, Blaðsíða 4

Hermes - 01.10.1968, Blaðsíða 4
safnriti sem þeir hafa gefið út: Whither Latin- America. En Asturias er frá Guatemala sem hefur búið í skugganum af bandarísku risafyrirtæki sem heitir því sakleysislega nafni: United Fruit Company. Og ég hef séð það haft eftir Asturiasi að 75% íbúanna séu Indíánar. 60% landsmanna eru sagðir ólæsir en þeir eru alls fjórar og hálf milljón. 10% íbúanna hafa not- að sér kosningaréttinn. 1964 reyndist ólæsi jafnmikið í Guatemala og 1950. Hérlendis er lýðum kannski ekki Ijóst að í Róm- önsku Ameríku hafa vaxið upp miklar bókmenntir, óvíða standa epískar bókmenntir í eins miklum blóma einsog þar um þessar mundir. Asturias er ekki ein- stætt fyrirbæri heldur hefur hann verið krýndur sig- urlaunum Nóbels sem fulltrúi glæsilegrar bókmennta- vakningar sem á sér ýmis sameiginleg einkenni, og fleiri en Asturias hafa verið taldir verðugir Nóbels- verðlauna þótt hann sé vissulega vel að þeim kominn. Aður en ég reyni að gera grein fyrir Asturiasi lang- ar mig að nefna nokkur önnur nöfn til staðfestingar á þessum orðum. I Brazilíu er Jorge Amado sem hefur verið kynntur Islendingum með bókinni Ástin og dauðinn við hafið sem Mál og Menning gaf út í þýð- ingu Hannesar Sigfússonar og féll í smekk margra ís- lenzkra lesenda. Og það fer vel á því að nefna Amado því að hann hefur haft góð áhrif á skáldbróður sinn sem hér er til umræðu, Asmrias. Amado telst til múl- atta, í Brazilíu gætir lítt kynþáttafordóma; Amado lýsir ofsafengnum andstæðum með snöggum umskipt- um, það er mikil ólga og ofsi í bókum hans en líka ljóðræn viðkvæmni, þær eru heitar og þar er rík frá- sagnargleði þrungin mannúð. I Venezuela er Romulus Gallegos sem hefur oft verið nefndur í sambandi við Nóbelsverðlaunin, sagnaskáld sem líka hefur haft þýðingu fyrir Asturias. Alejo Carpentier er Kúbumaður og hefur oft verið talinn í sömu andránni og Asturias þegar rætt er um hæstu tindana í hinum blómlegu bókmennmm Róm- önsku Ameríku og hefur átt líkan feril að ýmsu leyti, orðið að sæta útlegð langtímum og hlaut ungur evrópska mennmn einsog Asturias. En nú hefur Carpentier hlotið miklar virðingar í föðurlandi sínu eftir að Castro og hans menn leystu landið undan kúguninni sem var kennd við Batista og er mesmr áhrifamaður um opinbera bókaútgáfu þar í landi nú, stórbrotinn höfundur og hugmyndaríkur og skyldur Asturiasi líka í sínum leiftrandi skáldmyndum. Og úr því að við erum að tala um Kúbu er ástæða til að nefna Nicolas Guillén sem er mesta ljóðskáld lands- ins, blökkumaður og hefur ávaxtað sagnaheim og ljóðaarf blökkumannanna og múlattanna og kreól- anna eða kynblendinga með líkum hætti einsog Asturias hefur gert í ljóðum sínum og sögrnn með arf Indíánans, móðir Asmriasar var Indíáni. Og frá Chile er eitt mesta ljóðskáld heimsins í dag, Pablo Neruda sem hefur líka Indíánablóð í æðum; og margir hafa reiðst sænsku akademíunni fyrir að hafa svo lengi gengið framhjá honum við veitingu Nóbelsverðlauna en því valda eflaust stjórnmálaskoðanir hans: hann er kommúnisti. Skáldskapur hans sprengir af sér allar dægurpólitískar skilgreiningar og ég efast um að nokkursstaðar komi í Ijóði fram bemr andstæður og sameðli mannlífs og náttúru þessa hluta heimsbyggð- arinnar sem er hin Rómanska Ameríka en í hinum risavaxna ljóðabálki hans Canto General svo eitt sé nefnt. Meðal sérstæðra nútímalegra höfunda í Rómönsku Ameríku má líka nefna Argentínumanninn Júlío Cortazar sem lagði Antonioni til meginhugmynd í kvikmyndina Blow-up; á Kúbu Lezame de Lima; í Mexikó Carlos Fuentes sem eru máltöframenn og formsnillingar, tilraunamenn. Fuentes er smndum líkt við Proust og Joyce. Og ekki má gleyma hinum

x

Hermes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.