Hermes - 01.10.1968, Page 5

Hermes - 01.10.1968, Page 5
snjöllu Ijóðskáldum einsog Ottavio Paz í Mexikó, Huidibro, Cesare Andrade frá Equadore, Cesar Valejo frá Perú. Sá höfundur sem lengi var talinn helztur fulltrúi suður-amerískra bókmennta í Evrópu er Argentínu- maðurinn Jose Luis Borges. Hann er fyrst og fremst intellektúal, vitsmunahöfundur, skrifar miklu fremur með heilanum en hjartanu, ótrúlega víðlesinn og há- menntaður höfundur sem hefur kafað í djúp ólíkleg- usm menningarskeiða og er svo gáfaður að hann get- ur látið lesandann svima, skírskotar til ólíklegusm hluta úr menningararfi mannsins, hann vitnar til dæmis í íslenzkar fornbókmenntir af mikilli þekkingu. En Asmrias sagði í viðtali að Borges væri mikly frem- ur Evrópuhöfundur en Suður-Ameríku, hann væri vissulega einn af mesm rithöfundum heimsins en það væri mesti misskilningur að flokka hann í suður- ameríska skáldaskólann sem ætti allt annan blæ og eiginleika. I sambandi við þýðingar á þessum bók- mennmm segir Asmrias að þýðandinn þurfi auk þess að vera næmur á hin fjölskrúðugustu blæbrigði spönskunnar yrði hann að vera skyggn á þrennt sem þær einkenndi í þessari röð: tilfinningar, hugboð, hugsun. Asmrias er fæddur árið fyrir aldamótin, þegar hann var ársgamall náði fyrsti harðstjórinn á ævi hans ein- veldi í Guatemala. Faðir Asmriasar var frjálslyndur og mikilsmetinn lögfræðingur, forseti hæstaréttar og hrökklaðist í útlegð og móðir hans var kennslukona af Indíánakyni. Einvaldinn Cabrera hataðist við alla andans menn að hætti einvalda og leitaðist við að þurrka út allt andlegt líf með þeim árangri að þegar hann var loksins fallinn hafði myndast eyða í andlega lífið, það vantaði heila kynslóð listamanna og mennta- manna svo að Asmrias og hans kynslóð fundu ábyrgð- ina og risu myndarlega undir henni og sviðið auða hrópaði á fríska andlega sveit, unga menn. Asmrias ólst mikið upp undir handarjaðri móður sinnar og ömmu og nam af þeim sögur og ljóð Indíánanna og þaulkynntist þjóðsagnaheimi þeirra, þessara afkom- enda hinna fornu Maya sem átm hámenningu sem spennti yfir stór svæði í Mexikó og Guatemala með ríkum goðsögnum og sérstæðum þróttmiklum hug- myndaheimi og litríkum. Þessi æskukynni hafa litað allan skáldferil Asturiasar og alla tíð hefur hann ausið af þessum auði sem hann hlaut með móðurmjólkinni og við kné móður sinnar og ömmu og ævinlega litið á sig sem talsmann hins smáða og kúgaða Indíána sem glataði sínu stolta ríki en rifjaði í sögum og ljóðum og draumum upp forna frægð og lifði á henni einsog við gerðum um okkar myrku aldir Islendingar. Árið 1907 fékk fjölskyldan leyfi til að hverfa aftur til heimilis síns í höfuðborginni úr hinum afskekktu Indíánahéruðum útlegðarinnar rétt við mexíkönsku landamærin og þá kom Asturias í nýjan heim sem hann kallaði hinn lokaða heim hvítra og svonefndra mestiza sem eru kynblendingar spánskra og Indíána. 16 ára hóf hann lögfræðinám að ósk föður síns við háskólann í San Carlos í Guatemala. Þannig leið æska hans fram í kyrrstæðum og þrúguðum heimi í skugga einveldisins sem eitraði allt lífið. Allir óttuðust Cabrera sem var kallaður el Cabron með hatursfull- um hvíslingum, geithafurinn sem þýðir líka í latnesk- um hugmyndaheimi hinn kokkálaði en það er ekki til meiri svívirðing meðal latneskra þjóða, jafnvel svo að á Italíu veit ég til þess að það er tveggja mánaða fangelsissök að rétta upp tvo fingur framan í mann til að tákna horn hafursins, en boðar gott ef fing- urnir eru látnir vísa niður. En árið 1917 varð ógurlegur jarðskjálfti sem lagði borgina í rúst og lét ekki aðeins landið ganga í bylgj- um heldur riðaði nú einvaldinn á veldisstóli sínum og gífurlegt rót komst á hugi manna og fólkið vaknaði af álagasvefninum. Það er sagt að jarðskjálfti þessi

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.