Hermes - 01.10.1968, Síða 6

Hermes - 01.10.1968, Síða 6
hafi hrist svo upp í hinum unga laganema að lög- fræðin varð að þoka fyrir skáldskapnum en þó lauk hann prófi og hlaut doktorstitil fyrir ritsmíð sem hann nefndi El problema social del indio, Þjóðfélags- vandamál Indíánans; þetta var árið 1923 og vakti geysiathygli og kom út á prent. 1920 hafði einvald- inn kastast úr sínu skekna sæti veldis og fara af því sögur að fólkið vildi ekki trúa því að þessi gamli aumi maður sem var dreginn fyrir rétt til að svara til saka fyrir fólskuverkin væri sá sá sami og hinn ægilegi einvaldi og héldu að það hefðu verið höfð manna- skipti og hinn hefði komizt undan eða breytzt í dýr sem byggi í helli eða gengið inn í björgin eða orðið loftandi. Nú voru stúdentarnir forustusveitin, Asturias var þar fremstur í flokki. Hann stofnaði stúdenta- samband Guatemala og var fulltrúi þess á alþjóða- stúdentamóti í Mexíkó 1921. Þeir fóru geyst þessir ungu menn og dreymdi um réttlæti og betra líf en þá kom enn sem fyrr í ljós að á bak við tjöldin voru framandi öfl sem beittu öllum ráðum til þess að halda sínu og auðmenn og herforingjar studdir erlendum fjármálaöflum hertu aftur tökin og hlaut þá að lenda saman við stúdentana, Asturias stofnaði blað við þriðja mann sem deildi hart á herinn fyrir yfirgang hans og það fór að hitna í kringum Asturias, barátt- an var vonlaus, það lá við að vinur hans týndi lífi í höndum andstæðinganna og óttaslegnir foreldrar Asturiasar töldu hann á að fara til náms í Evrópu. Þá hafði Asturias um sinn ætlað sér að verða tónlistar- maður en faðir hans þrábeiddi hann að leggja stund á þjóðarrétt og þjóðhagfræði. 1923 fór hann í því skyni til Lundúna en hætti námi þar og skyndaði sér til Parísar þar sem hann leitaði uppi fremsta sérfræðing þátímans í fornfræðum Indíána sem einkum var marg- fróður í öllu sem laut að Mayamenningunni fyrir komu Kolumbusar í Vesmrheim. Þessi maður var prófessor við Svartaskóla og nefnd- ist Raynaud, Asturias nam í þrjú ár í Sorbonne og þýddi á spönsku goðafræði Indíánanna og helgisagnir, safn er nefndist: Popol-Vuh. Þessi ár sem hann dvaldi í París skrifaði hann bók sem hann byggði á þjóðsögum Indíánanna og eys af lindum úr þeim sagnheimi, hann helgar móður sinni sögurnar. A titilblaðinu stendur: A mi madre, que me contaba cuentos, til móður minnar sem sagði mér sögur. Asturias formar efnið með sínum sérstæða hætti og allt er upphafið af hans voldugu skáldgáfu og töfrum slungið. Mælskan er vængjuð og músíkölsk og verður ekki skilað fyllilega í þýðingum enda er spánskan öðrum tungum fremur ljóðmál. I prósa Asturiasar eru allskonar hljómbönd eða tónrím sem gerir textann sérlega heillandi ásamt hinum skörpu myndum sem ljósta vitundina, töfra en gera stundum margt yfirþyrmandi og þrúgandi. I þann tíð var vald Paul Valéry geysimikið í bókmenntaheimi Parísar og víða um heim litu menn á hann sem einskonar páfa intellektúalismans, hann kynntist bókinni í handriti og skrifaði formála og þakkaði það lán að hafa feng- ið að kynnast þessu verki sem hann lofaði mjög. Hann sagði reyndar að ekkert hefði virzt meira framandi sín- um anda en þessi sem hann nefndi sagn-drauma-ljóð þegar hann hóf lesturinn en hann heillaðist og sagði í formálanum: Þessa bók þótt lítil sé drekkur maður fremur en les. Leyendas de Quatemala var fyrst gefin út í Madrid 1930 en var brátt þýdd á frönsku og síðan á önnur tungumál fjölmörg. Með þeim Valéry varð mikið vinfengi upp úr þessum fyrsm kynnum og Valéry hvatti hinn unga vin óspart til að hverfa heim og halda áfram að ausa af þessum fágæta efnivið, það væru mikil forréttindi einum höfundi að eiga aðgang að slíkum uppspretmlindum. Líkt hafði farið með þeim löndum Yeats hinu mikla írska skáldi og Synge þegar þeir hittust í París og olli því að Synge hvarf heim til Irlands og varð mikilvægur fyrir heimsbók-

x

Hermes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.