Hermes - 01.10.1968, Side 8

Hermes - 01.10.1968, Side 8
ur-amerískum skáldum sem voru í samskonar útlegð og batzt ævilöngum vináttuböndum við Cesar Valejo frá Perú og Alejo Carpentier frá Kúbu og þeir áttu margt sameiginlegt í reynslu og minningum og báru saman bækurnar um harðstjórnina heima og fátækt og kúgun alþýðu, og á þessum árum skrifaði Asturias sitt mikla skáldverk Herra Forsetinn, E1 senor presi- dente. Það er skrifað á árunum 1923 til 1933- Bók sem er full af martröð, ótta og skelfingu; myndir sem minna á Goya ef mér leyfist að hafa yfir svo marg- þvælda líkingu en hér virðist tilefnið hæfa: limastífðir betlarar, blindir og heyrnarlausir, vændiskonur, fávit- ar, kynvillingar og drykkjusjúklingar, rangeygður maður stangar vegg einsog geithafur og pissar af hlátri þegar það er verið að kvelja einhvern aumingj- ann og henda í hann tómum blikkdósum og dauðum rottum, ránfugl gargar í hafi náttmyrkurs: það var enga huggun að fá gegn vonzku heimsins... blóð- hundar einvaldans njóta þess að pynta, draumar og martraðir í sorpdyngjum og súrrealistískar sýnir, púðr- aðir trúðar dreifa marglitum leikskrám til heiðurs hinum mikla velgerðarmanni ættjarðarinnar herra for- setanum sem hatar fólkið sem fæddi hann af sér og hann óttast það og kvelur og kúgar, einvaldinn svart- klæddur einsog syrgjandi; slægð, grimmd; umkomu- leysi hinna saklausu í hinni djöfullegu vél, blóð og hrottaskapur, fávitinn Pelele tryllist þegar hann heyr- ir orðið mamma og það berst um alla borgina og allir hinir betlararnir læðast að honum þegar þeir sjá sér færi, kannski sefur hann, þeir öskra upp í eyrað á honum: mamma, og hann var hundeltur með þessu hrópi hungraður og svefnlaus, og betlararnir hlust- uðu eftir ógnandi fótatökum hermannanna og tíndu af sér lýsnar, daufdumb kona þreifar um magann á sér sem tútnar út undan vaxandi þunga hennar, og fávit- inn sefur og hrekkur upp við hið voðalega orð og ærist og drepur mann þegar hrópað er í eyra hans: mamma. Trúnaðarmaður einvaldans Cara de Angel (það þýðir engilssvipurinn) var sagður fagur og illur einsog Satan, hann verður ástfanginn af fórnarlambi sínu en ástin getur ekki bjargað honum og hann deyr brjálaður í dýflissunni eftir ægilegustu þjáningar í víti sem herra forsetinn húsbóndi hans býr honum. Skáld- ið Asturias fer um þennan voðalega heim einsog Orfeus með hörpu sína í helju og málar myndir sem maður getur ekki gleymt. Hann varð að bíða áratugi eftir því að þessi mikla bók kæmi á prent. Það var ekki fyrr en 1946 þegar böðullinn Ubico var loksins fallinn sem hafði ekki síður ástæðu en el cabrón að taka hana til sín og spegla sína fúlu ásýnd í mynd herra forsetans. Þó eflaust hafi Asturias verið efst í huga minning- arnar um einveldi Cabrera sem stóð öll uppvaxtarár hans þá var ætlun hans að bókin væri ekki staðbundin en sýndi þá eitrun sem alltaf leiðir um allan þjóðar- líkamann frá einveldinu, þá spillingu sem fylgir of miklu valdi. Aldrei er nefnt í bókinni hvaða land er fjallað um þó að Asturias noti sér þann margslungna og sterka myndheim sem hann þekkti að heiman. Þegar Asturias kom heim 1933 hafði enn einn einræðisherrann fleytt sér á öldu fasisma sem skall yfir heiminn á þeim árum og sat nú fasmr í sessi, Ubico. Það var ekki viðlit fyrir Asturias að koma bók- um sínum út á þessum árum, hann safnaði í hand- raðann. Og hann var næstum fimmtugur þegar Herra Forsetinn kom út. I ítalskri þýðingu nefnist hún: L’ Uomo della Providenza: Maður forsjónarinnar, þann titil var Mussolini einkar kært að bera. Það má nærri geta hvílík ögun það hefur verið jafn geðstór- um manni og Asturias er að geta ekki komið frá sér þessum bókum þar sem orðin loga á síðunum og renna áfram einsog glóandi straumar full af ákæru og formælingum og sársauka og gjósa smndum upp

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.