Hermes - 01.10.1968, Page 9

Hermes - 01.10.1968, Page 9
einsog eldstólpar, leiftrandi myndir lýsa magnað landslag og sýna manneskjurnar hvernig þær eru bundnar landinu með ævafornum galdri. Þetta á ekki sízt við um þá bók sem næst kom út: Hombres de Maís, Menn úr maís, prentuð í Buenos Aires. Hvergi hefur verið lýst bemr né kafað dýpra í lífi Indíánans og raktar rætur hans, röntgenlýst geðið fangelsað í þögninni, hinna örsnauðu erfingja hinna miklu Maya. I bókinni Herra Forsetinn lýsti Asturias einveldinu. Næst grandskoðar hann í Menn úr maís hinn kúgaða Indíána sem má endalaust þola og bíða.. Eða einsog Asturias segir í ljóði: að lifa allar breytingar af er þitt hlutverk^ I dag ert það þú og einhver þér líkur annar þú heldur áfram á morgun að bíða hið steingerva haf verður að fjallarana og leiftur krystallast í vötn ekkert liggur á. Manneskjan fullkomnast aldrei Annarsstaðar segir hann: Indíáninn er sá sem grætur sína gleði. Þessi bók er lýsir grimmd, viðkvæmni, sársauka: þar víxlast furðulegar draumsýnir og súrrealistískar ofskynjanir á landslagi þar sem eldfjöll lita himininn gráan með ösku sinni eða rjóða hann og blóðlita kraumandi glóð eða spegla brennisteinsgula nekt sína í sjúkum spegli hans, og litlir menn æða með andlit- ið salt af tárum sem streyma úr blindum augum hróp- andi á konuna sem hefur yfirgefið þá og er því eina kona heimsins þrátt fyrir allar aðrar konur og staulast um einstigið á barmi hengiflugsins, og æði þeirra bjargar þeim frá seið hyldýpisins sem togar, og Indí- áninn rís með blóðug augu úr mjúkum ryksköflum vegarins upp af nekt konunnar sem fylgdi honum af markaðnum og getur ekki sefað hann, og þegar hann fer á krána þá er brjálæðið í brennivíninu og hann drekkur þangað til hann hnígur á gólfið, og hann heldur svo fast um sjalið sem hann keypti í borginni handa konunni sem var farin þegar hann kom heim að veitingakonan nær því ekki úr greip hans þó hún glenni upp kjaftinn á honum með afli valkyrju sem á til mikils að vinna og helli upp í hann í dáinu heilli flösku af brennivíni, svo hann er næstum alveg dauð- ur og verður með naumindum forðað frá helju með vísindum lækna fyrir milligöngu lögreglunnar. Samkvæmt Indíánaþjóðsögunni skópu guðir í ár- daga menn úr hinni helgu jurt maísins. Menn úr maís. Og Indíánarnir trúðu að maís mætti aðeins neyta til að seðja hungur sitt og sinna en ekki um- fram það, ekki til að græða á honum. Það er stríð í þessari bók milli þeirra sem eru af nýjum tíma og fara um brennandi skógana og eyðandi hinum fjölskrúð- uga heillandi gróðri og svívirðandi jörðina með eld- inum og rækta upp úr öskunni maísinn svo aðrir geti grætt á honum: þeir stóru sem ekki sjást á þessu leiksviði, goðmögn nýja tímans, hinir fjarlægu guðir fjármálaheimsins sem sitja ópersónulegir á skrifstofum sínum og reykja sína stóru vindla í Boston, Chicago og New Orleans. Þeir, þessir gringos, eru ennþá ósýni- legir í þessari bók sem er fyrst og fremst um Indíán- ann og líka um chapin, kynblendinginn þar sem sigr- aður og sigurvegari mætast í blóði manns, stund- um Spánverja. En alltaf alþýðuna, þolandann mikla. Og maísræktendur eru að berjast við Indíánana í fjöllunum sem eru hálfir þjóðsaga og ósigrandi nema með svikum, með eitri; svikaranum og allri hans ætt er refsað með því að þeir eru gerðir ófrjóir, kyn þeirra bölvað, galdramennirnir náðu að formæla þeim áður en þeir voru drepnir af svikurunum og hermönnunum. Foringi uppreisnarindíánanna í fjöll- unum Gaspar Ilom steypti sér í fljótið; en Indíánarn- ir trúðu áfram að andi hans væri nærri og myndi

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.