Hermes - 01.10.1968, Side 12

Hermes - 01.10.1968, Side 12
er beitt ofbeldi, nauðgað með ýmsum hætti. Ein átak- anlegasta sagan heitir Torotumbo, og segir frá fátæk- um Indíánum sem koma til kaupmannsins tveir sam- an með litla dótmr annars þeirra sjö ára og ætla að fá sér leigðar grímur hjá gamla manninum fyrir hátíð hinna brúnu, og litla stúlkan villist frá mönn- unum og lendir inni í grímusafni búðarinnar og stend- ur andspænis grímu djöfulsins með gulu hornin og grænu augun og hvítar vígtennur og rófu og loðnar klær sem þjóðtrúin telur að taki í sig lifandi hold um hátíðina, við óttaóp hennar kemur kaupmaðurinn gamli með þurrmjólkurlita húð og kiprur í augnlok- um svo vinstra augað er sídeplandi og finnur litlu stúlkuna sem er búin að pissa á sig af hræðslu, nauðg- ar henni og drepur, kastar svo yfir líkið djöfulsbrúð- unni sem sýndist vera af holdi og blóði svo Indíán- arnir trúa því að djöfullinn hafi framið hinn ægilega verknað. Og þá þóttist kaupmaðurinn hólpinn og gerði ráðstafanir í samráði við kirkjuna um að brenna á báli á hátíð djöfulsmynd Hins Lifandi Holds, sat- anska holdtekju kommúnismans og nauðgarann ... en Kalabríumaður einn hafði séð til hans fremja giæp- inn og neyðir kaupmanninn til þess að segja sér frá ráðagerðum leyninefndar á vegum Bandaríkjamann- anna og afturhaldsins um ofsóknir gegn grunuðum andstæðingum kúgunarinnar, og sagan endar á sprengingu og uppreisn þegar átti að brenna brúðuna með djöfulsgrímuna, Torotumbo. 1962 voru Asturias og síðari kona hans, Blanca de Flora, handtekin sökuð um undirróður gegn Guate- malastjórn. Þegar þeim var sleppt fluttust þau til Frakklands og síðan til Italíu. Arið áður hafði þriðja bindið af bananaþríleiknum komið út: Los ojos de los Enterrados, Augu hinna gröfnu sem er talið með allra merkustu og stórbrotnustu verkum Asturiasar, tengt efninu í undanförnum bindum bananaþríleiksins en kannski ennþá þéttara og margslungnara og stærra í sniðum. Þjóðtrú Indíánanna segir að hinir dauðu hvili í mold með opin augu og bíði þess dags að réttlætið sigri, fyrr fá þeir ekki frið né geta þeir lokað augun- um. Loks má geta síðustu bókarinnar sem mér er kunn af verkum Asturiasar: Miilattakonan og herra fluga, furðuleg saga fuil af sjónhverfingum og myndbreyt- ingum og segir frá Indíánanum Yumi sem selur kon- una sína til þess að verða ríkur og hún er borin burt í fellibyl af maísdjöfli. Það er alltaf að koma á dag- inn að hlutirnir eru annað en þeir virðast og sviðið er lostið ógnum og skelfingum og göldrum, endalaust gerningaverður. Fátt hefur verið sagt af Asmriasi sem ljóðskáldi þótt vert væri. Ljóðabækur hans eru þó nokkrar orðn- ar og mætti nefna: Mensajes indios, Indíánaboðskapur eða Indíánaerindi. Oft er um það talað sem Nicolas Guillén hefur gert fyrir múlattana á Kúbu með ljóð- um sínum: að vekja sjálfsvitund þeirra og stolt, mikið skáld og kynblendingur sjálfur. Með sama rétti má segja að Asturias hafi flestum bemr túlkað sál Indíán- ans og heim hans, um leið og hann hefur skapað bók- menntir sem varða allt mannkynið, túlkað frumöfl í mannssálinni og náttúrunni með snilldarlegum hætti og tengt þau lífi nútímamannsins. Hann var því vel að Nóbelsverðlaunum kominn. Nú er svo komið að Asturias hefur verið skipaður sendiherra síns lands í París, það gerði stjórn sem tók við eftir kosningar og hafði í fyrsm ýmsa tilburði til frjálslyndis, en vakti brátt vonbrigði, og Asmrias hefur legið undir ámæli fyrir að gegna þessu starfi á vegum böðla þjóðar sinnar. Hann hefur látið uppi, að hann hefði hug á því að láta ekki af starfi fyrr en hann hefði opnað í París sýningu á list Mayamenning- arinnar sem átti að vera í ár. Og í skáldskap sínum er hann sem fyrr ákærandi ofbeldis og kúgunar, og mál- svari hinna smáðu.

x

Hermes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.