Hermes - 01.10.1968, Page 13

Hermes - 01.10.1968, Page 13
miguel angel asturias ÞJÓÐSAGAN UM TATÓÖNNU (Ur Leyendas de Guatemala) Meistari Möndlutré er rauðbirkinn á skegg; hann var einn þeirra presta, sem hvím mennirnir snertu og héldu vera af gulli gerða, svo ríkulega klæddist hann, sem þekkir leyndarmál laukanna, sem allt lækna, orðfæri inkaspegla1 — talandi steina —, og les fleyg- rúnir stjarnþyrpinganna. Hann er meiðurinn, sem forðum daga leit fyrst dagsins ljós í skóginum, þar sem hann vex, þótt eng- inn hafi sáð honum, líkt og borinn þangað af vof- um. Meiður sem gengur... Meiðurinn sem deilir ár- inu í fjögur hundruð tungldaga, sem hann hefur litið, mörg tungl hefur hann séð, eins og öll tré; aldinn kom hann frá Stað Allsnægtanna. Þegar tungl Buho-veiðimannsins (nafn á einum af fjórum mánuðum í ári hinna fjögur hundruð daga) var í fyllingu, deildi Meistari Möndlutré sál sinni með- al fjögurra vega. Fjórir voru vegirnir sem héldu sinn í hverja áttina til fjögurra endimarka veraldarinnar. Dökka endamarkið: Nótt illra endaloka. Græna enda- markið: Vorhret. Rauða endamarkið: Eldfugl eða frumskógardýrð. Hvíta endamarkið: Vilyrði um nýtt jarðnæði. Fjórir voru vegirnir. — Vegspotti! Vegstúfur! ... — ávarpaði hvít dúfa Hvíta veginn, en Hvíti vegurinn daufheyrðist. Hún viidi að hann gæfi sér sál Meistarans, sem lækn- ingu gegn draumum. Dúfur og börn þjást af þessum sama sjúkdómi. — Vegspotti! Vegstúfur! ... — ávarpaði Rauða 1 Inkarnir notuðu einskonar hrafntinnu til að sjá fyrir hulda hluti. veginn rautt hjarta, en Rauði vegurinn daufheyrðist. Hjartað vildi dreifa huga hans, svo vegurinn gleymdi sál Meistarans. Hjörmn, líkt og þjófarnir, skila ekki gleymdum hlut. — Vegspotti! Vegstúfur! ... — ávarpaði Græna veginn grænn forsælurunni, en Græni vegurinn dauf- heyrðist. Runninn vildi að sál Meistarans létti á skuld hans við laufþykkni og skugga. Hversu mörg mngl héldu vegirnir áfram göngunni? Hversu mörg mngl héldu vegirnir áfram göngunni? Sá léttfættasti, Dökki vegurinn, sá sem enginn ávarpaði á göngunni, áði í borginni, hélt yfir torgið, og í markaðshverfinu seldi hann hlut af sál Meistar- ans kaupmanni Ometanlegra skartgripa fyrir ör- skamma hvíld. Þetta var smnd hvím kattanna. Allsstaðar voru þeir á þeytingi. Rósabeðin stóðu undrandi! skýin líkt- ust þvotti á stögum himinsins. Oðar en Meistarinn vissi gerðir Dökka vegarins tók hann aftur á sig mannlegt gervi, steig úr plönmlíkinu í lækjarsprænu, sem óx undan roðnandi mána líkum möndlublómi, og skundaði til borgarinnar. Eftir sólarhringsferð náði hann dalnum við fyrsm mörk kvöldskugganna, þegar féð var rekið úr hjáset- unni. Hann ávarpaði smalana, sem svöruðu spurning- um hans einsatkvæðisorðum, kindarlegir á svipinn líkt og andspænis húmvofu, vegna græna dragkyrtilsins og rauðbirkna skeggsins. í borginni hélt hann í sólsemrsátt. Menn og konur komu saman umhverfis almenningsvatnsbólin. Bunan sendi frá sér smelli kossa, þegar vatnið fyllti krukk-

x

Hermes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.