Hermes - 01.10.1968, Qupperneq 15

Hermes - 01.10.1968, Qupperneq 15
herti reiðina til að komast í var; tíminn of naumur: á eftir dropunum flengreið stormurinn skýjunum, skók frumskóginn unz hann náði dalnum, sem í skelfingu varpaði yfir sig votum þokuhjúpi, og fyrstu eldingar- blossarnir lýstu upp landslagið líkt og stórefiis kastar- ar geðveiks ljósmyndara, sem tekur svipmyndir af þrumuveðri. Mitt í reiðinni, sem þeysti eins og óð væri með slitna tauma, keyrða spora, flöktandi manir í vindin- um, eyru sperrt afmr, skullu hestarnir saman, og við áreksturinn hreyttist Kaupmaðurinn að fótum trés, sem elding laust í sömu andrá, reif upp rótarhnúðinn líkt og hönd, sem þrífur stein, og kastaði í djúpið. Allan tímann hafði Meistari Möndlutré dvalizt á- fram í borginni, glataður, æðandi sem óður um göt- urnar, fældi börn, safnaði rusli og ávarpaði asna með orðum, uxa og flökkurakka, sem að hans áliti mynd- uðu ásamt manninum samansafn sorgeygðra skepna... — Hversu mörg mngl héldu vegirnir áfram ferð- inni? ... — spurði hann við hverjar dyr fólkið, sem læsti án þess að veita honum svar, lostið furðu, vegna dragkyrtilsins og rauðbirkna skeggsins, líkt og and- spænis uppvakningi. Eftir óratíma, síspyrjandi alla, nam hann staðar andspænis dyrum Kaupmanns ómetanlegra skartgripa til að spyrja ambáttina, eina eftirlifanda ofveðursins: — Hversu mörg mngl héldu vegirnir áfram ferð- inni? Sólin, sem rak höfuðið upp úr hvímm stakki dags- ins, felldi á stafinn, steindan gulli og silfri, bak- og andlitsskugga hennar, sem var brúnleit og brot af hans eigin sál, skartgrip, sem fékkst ekki keyptur fyrir heilt smaragðsvatn. — Hversu mörg mngl héldu vegirnir áfram ferð- inni? Svarið rakst fram á varir ambáttarinnar og stirðn- aði í skel tannanna. Meistarinn þagnaði í storku steins leyndarmálsins. Tungl Buho-veiðimannsins var í fyll- ingu. I þögninni lauguðu þau samtímis andlit sitt í uppspretmm augnanna, eins og elskendur sem hittast óvænt eftir langa fjarvist. Endurfundunum var spillt af ókvæðisorðum. I nafni guðs og konungsins voru þau handsömuð, hann fyrir galdra, hún fyrir að vera haldin djöflinum. Mitt í milli krossa og sverða voru þau færð í svart- holið. Meistarinn með rauðbirkna skeggið og græna dragkyrtilinn og ambáttin, skartandi þétm holdi sínu, sem stirndi sem gull væri. Sjö mánuðum síðar dæmdust þau til að brennast á Aðaltorginu. Nóttina fyrir aftökudaginn nálgaðist Meistarinn ambáttina, skrifaði með nöglinni mynd af vskipi á arm hennar, og sagði: — Fyrir kraft þessa flúrs, Tatóanna, gemr þú flú- ið sérhverja hætm, sem að steðjar, eins og núna. Vilji minn verði, að þú sért frjáls sem hugsun mín; dragðu mynd skipsins á vegginn, í sandinn, í goluna, — hvar sem vera vill, lokaðu augunum, stígðu um borð og sigldu brott... Sigldu burt, vegna þess að hugsun mín er öflugri hvíta skurðgoðinu hnoðuðu af jörð styrktri bragð- laukum! Vegna þess að hugsun mín er Ijúfari hunanginu, sem býflugan sækir í bikar smjörblómsins. Vegna þess að hugsun mín er ósýnileg! Hiklaust fór Tatóanna að orðum Meistarans; hún teiknaði skipið, lokaði augunum og steig um borð — skipið fór á hreyfingu —, og hún slapp við fangelsi og dauða. Og þegar morgnaði næsta dag, í dögun aftökudags- ins fundu fangaverðirnir í myrkraholunni visinn meið, sem hélt meðal limanna á tveimur eða þremur litlum möndlublómum, sem enn þá glóðu. Guðbergur Bergsson þýddi úr spœnsku.

x

Hermes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hermes
https://timarit.is/publication/1070

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.