Hús & Búnaður - 01.03.1967, Blaðsíða 4

Hús & Búnaður - 01.03.1967, Blaðsíða 4
Til vinstri: Sigríður Haraldsdóttir, húsmceðrakennari. Til hœgri: Hvað getíð þér sagt mér um eldavélar? SIMI 1020 Við hittum að máli Sigríði Haraldsdóttur húsmœðra- kennara, sem veitir forstöðu Leiðbeiningastöð húsmœðra á Laufásveg 2, en sími skrifstofunnar er 10205. — Hvenœr hóf skrifstofan starfsemi sína? ¦— Það var í október 1963 og er hún opin alla virka daga kl. 3—5 nema laugardaga. — Hafa margir leitað til ykkar? — Jó, það er óhœtt að segja það. Þörf fyrir slíka ráðgef- andi skrifstofu hefur verið mikil. Annars önnumst við einn- ig frœðslu ó fleiri sviðum en hér ó skrifstofunni. Sigríður Kristjónsdóttir, sem starfaði við skrifstofuna fyrstu tvö órin, gaf meðal annars út rit um frystingu matvœla. Við erum einnig með fastan leiðbeiningaþótt í Húsfreyjunni, og í vetur verða flutt sex erindi í ríkisútvarpið ó okkar vegum svo nokkuð sé nefnt. — Hvaða upplýsingar veitið þið á skrifstofunni? — Yfirleitt um allt sem lýtur að heimilisstörfum, svo sem þvott, rœstingu, matreiðslu og almennri neytendafrœðslu eftir því sem tök eru ó. — Tekur það ykkur ekki oft langan tlma að afla upplýs- inga um tiltekin efni? — Það er misjafnt. £n ef viðhlítandi svar er ekki hœgt að gefa strax er reynt að afla upplýsinga um viðkomandi efni. — Um hvað er mest spurt? — Heimilisvélar og áhöld. Verðið er mismunandi og Þessu blaði, sem nú hefur göngu sína, er fyrst og fremst œtlað að gegna tvíþœttu hlutverki. Það á að vera upp- lýsingablað um byggingar, húsbúnað og heimilis- og ferðatœki, sem til eru ó markaðnum eða nýjungar á því sviði. En það á einnig að veita almenningi frœðslu um híbýlaprýði og gerð þess búnaðar sem ó markaðnum er hverju sinni. í framtíðinni er því œtlunin að samhliða blað- inu starfi leiðbeiningaskrifstofa um vöruval og vörukaup. Blaðið vœntir þess að geta veitt neytendum ábyrga þjón- ustu hvað verð og vörugœði snertir, og létt af þeim tíma- frekri leit milli verzlana til samanburðar á einstökum vöru- tegundum. Blaðið vœntir þess einnig að geta fengið gott samstarf við þœr verzlanir og framleiðendur, sem vanda gœðin raunar líka. Hátt verð liggur ekki œvinlega í betri eiginleikum. — Gœtuð þið annað fleiri hringingum? — Jú, vissulega gœtum við það. Það er ónœgjulegt að veita fólki þessa þjónustu og nú erum við búnar að fó húsnœði i Hallveigarstöðum og flytjum þangað ó nœst- unni. Það skapar okkur betri aðstœður. Sigríður hefur blaðað í dagbókinni, meðan samtal okkar stóð yfir, þar sem ritaðar eru niður spurningar um fjöl- breytilegustu efni, allt frá viðgerð á brotnu postulíni til fermingarveizlu fyrir 20 manns. Auk þess hefur hún af- greitt 3 eða 4 símtöl. Ein vill fó að vita hvernig hún nái tyggigúmmi úr fötum sonar sins. — Þér skuluð skafa blettinn með hníf. Síðan dýfið þér klút í steinkolanafta eða tríkloretylen, sem er selt sem blettavatn í lyfjabúðum, eða fóið annað fituleysandi hreinsiefni og vœtið blettinn með klútnum og nuddið þar til hreinsiefnið hefur gufað upp og bletturinn er orðinn þurr. Reynið þetta aftur ef blerturinn hverfur ekki. En verið ó loftgóðum stað því hreinsiefnin geta verið skaðleg og eldfim. Reyna mœtti einnig að frysta tyggigúmmíblettinn því þá er hœgt að mylja það mesta úr. Við megum ekki tefja lengur. Sigríður hefur svo mörgu að sinna. Ung og myndarleg frú birtist í dyrunum. Hvað getið þér sagt mér um eldavélar? spyr hún. vilja vöru sína og ekki missa sjónar af hag neytendans við innkaup og framleiðslu. Blaðinu er œtlað að koma út mónaðarlega að minnsta kosti 11 sinnum á óri. Þetta fyrsta blað er því einskonar tilraunablað, könnun á því hverjar undirtektir almennings verða. Það er von okkar og trú að kaupendur blaðsins geti unnið upp þœr krónur sem fara i að kaupa það í hagkvœmari innkaupum en ella hefði orðið. Vandað verður til útgáfunnar eftir föng- um og blaðið hefur þegar tryggt sér aðstoð nokkurra sér- fróðra manna ó þessu sviði. Reynt verður að auka við það eftir því sem efni standa til Skal svo ekki fjölyrt meir um útgáfuna að þessu sinni, en það lagt í dóm neytend- anna hvaða þörf þeir telji á útgófu sem þessari.

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.