Hús & Búnaður - 01.03.1967, Blaðsíða 6

Hús & Búnaður - 01.03.1967, Blaðsíða 6
Þeir félagamir Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson, sem lokið hafa námi í húsgagnaarkitektúr í Danmörku, hafa nú opnað teiknistofu i Ármúla 5. Þótt enn hafi ekki mikið heyrzt af þeim hér heima eru þeir orðnir nokkuð kunnir erlendis, einkanlega fyrir barna- húsgögn sín, sem nefnd hafa verið Baby-teen. Hugmynd þeirra var að teikna barnahúsgögn, sem hœgt vœri að nýta ófram þótt barnið eltist og yxi úr vöggu. Sllkt ótti að spara fjölskyldufólki kaup á nýjum og nýjum húsgögn- um þegar þarfir barnsins breyttust. Jafnframt voru þessi nýju húsgögn þannig úr garði gerð hvað efni og frágang snerti, að þau hentuðu vel umgengni barna. Grindurnar eru gerðar úr beykitré, sem er mjög harður og góður viður og laus við skaðlegar sýrur, sem gœtu verið hœttulegar börnum. Plöturnar eru sprautaðar með sérstöku slagheldu lakki og eru þessi efni mjög auðveld í hreinsun ^^ ^^ Sýnishorn af því hvernig hœgt er að fá einstaka hluta í húsgögnin. Uppbygging húsgagnanna er sú að fyrst er vaggan keypt en síðan er hœgt að skrúfa hana í sundur ó auð- veldan hótt og breyta í önnur húsgögn eftir því sem þurfa þykir. Að vísu verður að kaupa einstaka hluta sem á vant- ar til viðbótar. Þannig er t. d. hœgt að setja saman úr þeim auk vöggunnar skáp, sófa, skrifborð, rúm, leikfanga- geymslu og fleira. Hvert einstakt stykki er framleitt og selt sér. Danska fyrirtœkið Domus Danica hefur hafið framleiðslu á þessum húsgögnum en enn sem komið er er okkur ekki kunnugt um að þau fóist hér. Við íslendingar höfum ávallt verið hrifnir af afrekum landans meðal annarra þjóða. En við skulum þó eigi síður fagna að þessir ungu og óhugasömu menn skuli nú hafa snúið heim aftur og hafið störf sín hérlendis. Hér bíða þeirra mikil og óleyst verkefni, sem vanda vilja störf sín og skapa með okkur fegurð og hagkvœmni hins hvers- dagslega lífs. En hugir okkar verða þá líka að opnast fyrir mikilvœgi þess gagnvart okkur sjálfum. Því er ástœða til að hvetja fólktil að leita aðstoðar þessara ungu manna við skipulagningu og útbúnað híbýla sinna. Það er starfs- gleðin sem framar öðru rœður ríkjum á teiknistofunni í Ármúla 5. HUSBYGGJ- ENDUR Timbur, járn o. fl. þungavörur Verzlunin Skrifstofan Hjá okkur getið þér fengið nœstum allt efni í bygginguna á einum stað. Góð bílastœði og auðvelt að komast að. Góðfúslega kynnið yður verð og vöruval hjá okkur. — Það sparar yður tíma og fyrirhöfn að verzla þar sem vöruvalið er mest. Kársnesbraut 2 — Kópavogi. sími 41010 — 41849 — 40729 Byggingavöruver: Kópavogs :lun

x

Hús & Búnaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hús & Búnaður
https://timarit.is/publication/1071

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.