Nútíminn - 10.03.1962, Blaðsíða 5

Nútíminn - 10.03.1962, Blaðsíða 5
NÚTÍMINN 5 Vélvæöing krefst / Ræðu þessa flutti séra Arelíus Níelsson, / formaður I.U.T. á fundi ungtemplara, er minnst var ungtemplaradagsins Unga fólkið í dag stendur á því stigi, að því hafa opnazt nær ótæmandi möguleikar til þroska og lífsþæginda, sem það hefur aldrei notið áður, og veröldin aldrei kynnzt. Það stendur á þröskuldi at- ómaldar. Opnazt hefur hliðið að veröld máttarins, sem aldrei áður veittist nema í óljósum gr'un spámanna og sjáenda, sem lítt var trúað. Fyrirheit kraftarins, sem mun létta öll störf og leggja að fót- um mannsins jörð og loft og höf, blasa hvarvetna við. Óðar en varir verður aflið, sem fengið var frá kolum og gufu, jafnvel rafmagn, líkt og forn leifð, sem hægt verður að tala um líkt og eld í hlóðum við hlið rafelda- vélar eða grútartýru við hlið- ina á neonljóskastara. Óska- stundin mikla undir fæti regn- bogans er runnin upp. Manns- barnið stendur með stein mátt- arins í hönd brosandi en þó hikandi. Hið sama má segja viðvíkjandi sigrum efnafræð- inga og vísinda yfir ýmsum sjúkdómum, sem mest þjáðu einstaklinga og fylltu heilar þjóðir ótta og uppgjöf. Berklar, bólusótt, barnaveiki, lömun eru að mestu sigraðir sjúkdómar og morgunroði sigursins yfir krabbameini bregður þegar ljóma á himin framtíðar. Lyk- illinn er þegar í hönd þeirra, sem lengst eru komnir inn um hlið fyrirheitanna. En allri vegsemd fylgir vandi. í fornum Ijóðum íslenzkum er sagt frá kvörninni Grótti, sem mól mönnum gull og gleði. En þar þurfti hóf og mát til að stilla svo um að ekki breyttist sú blessun og sá auður í bölvun og eyðileggingu á skammri stupd. Hið sama má segja um vél- væðinguna og raunar alla sigra mannshugans yfir efninu, allar þrekraunir til útrýmingar böls. Þar getur alltaf skeð, að síðari villan verði verri hinni fyrri. En það gerist, ef orka hins hug- læga, kraftur hjartans og til- finninganna verður minni en orka efnisins. Þá verður allt, sem bezt var til ills, og það sem helzt var fagnað vekur mestan ótta. Öll tækifæri ykkar, glaða, glæsilega unga fólk, geta einnig breytzt í böl og eyðingu, harma og glötun, ef ykkar innri máttur er ekki hæfur til að velja og hafna á réttan hátt, og notfæra sér tækifærin án þess að týna sjálfum sér í hrunadansi augna- bliksóska og fagnaðarvímu. Fátt getur orðið hættulegra hamingju fólksins en hraði og máttur vélvæðingar, ef fólkið heldur ekki vöku sinni við vél- arnar, ef svo mætti segja. Tök- um t. d. bílana, sem allir þekkja hér bezt, af öllu því sem vélvæðing enn hefur veitt. Hver gæti ímyndað sér, að þessi fögru nytsömu tæki eyðileggi meiri verðmæti og fleiri manns- líf en flest annað hér á landi, skapi sársauka, angist, kvíða og sorgir. En allt þetta gerist nær daglega næstum fyrir augum okkar, þrátt fyrir að hundruð- um þúsunda króna er varið á einn eða annan- hátt til að draga úr hættunni. Og þessi vandi, þessi hætta og ótti vex með hverju ári, sem líður og eyðileggingin að sama skapi. Orsökin ér, að mennirnir, sem stjórna hafa ekki haldið vöku sinni, annað hvort sofa þeir sjálfir eða samvizka þeirra við stýrið. Og eins andartaks svefn getur valdið ævilöngum ör- kumlum eða dauða og sorgum. Og flest slysin orsakast af á- fengisnautn, of miklum hraða, sígarettureykingum eða ástar- flirti. Og er þó hið fyrsta langt- um verst. En þið getið notað þetta dæmi um bifreiðar, keyrslu þeirra, hraða og andvaraleysi stjórn- enda þeirra, sem mælistiku á alla vélvæðingu og það, sem henni fylgir. Og hvað er þá bíllinn á við það sem hraðara fer og knúið meiri orku og hættulegri. Hugsið ykkur þá, sem stjórna flugvélum og orku- vdrum nútfmans undir sömu sakir selda. Að ekki sé talað um þá, sem stjórna tækjum þeim, sem eytt geta heilum borgum bindindis og þjóðum. Skyldu þeir ekki þurfa að halda vöku sinni. Og sú vaka fæst ekki sízt með bind- indi. Það er því ekki ofsögum sagt, að yfirskrift Ungtemplara dagsins er orð í tíma talað: Vél- væðing krefst bindindis, annars getur hún skapað ótakmarkaða bölvun. En vélvæðing gerir fleira en auka hraða og krefjast allrar orku hugans hvert augnablik. Hún skapar einnig’tækifæri til tómstunda. Nú þarf fólkið ekki að hanga við érfiði sitt lon og don myrkranna á milli. Bráðum eru orðnir tveir frí- dagar í viku hjá fólki hér á landi og auk þess oft ekki langir dag- ar skyldustarfs. Ungu fólki er frí yfirleitt hið mesta fagnaðar- efni og er það að vonum. En fár veit hverju fagna skal. Frelsi og val tómstundanna mörgu getur orðið og er orðið eitt hið mesta vandamál hjá menningarþjóðum nútímans. Þessir starfslausu tímar mega nefnilega ekki vera starfslausir umfram nauðsynlega hvíld. Þar þarf að skipuleggja, byggja upp og undirbúa, svo unnt sé að njóta hollrar gleði, hressandi athafna, sem veita þroska og aukna hæfni, þar sem skyldu- störf ná ekki til. Og fátt er meira eitur menningarlífi nokkurrar þjóðar eða félags, en að helga þessar stundir, frjálsar og fagrar stundir glæsilegrar æsku áfengisnautn og eiturbrosi og þar af leiðandi áflogum, ill- indum, veikindum, ófrýnileik, syndum og glæpum. Vélvæðing- in veitir tómstundir, en sé ekki staðið á verði og vakað í anda orðanna: „Vélvæðing krefst bindindis," þá eru öll blessuð fríin eitt hið hættulegasta og hræðilegasta, sem íslenzkri æsku hefur enn verið gefið af tækifærum og náðargjöfum Guðs og eldri kyn- slóðar. Gefið því frístundunum gildi íþrótta, fagurra lista, göf- ugra félagsstarfa, hugleiðslu og Síynd i’rá s.l. samri. Ungíemplarar á fezSal helgidóma, vakið og biðjið þar vel við. Hið síðasta, sem ég ætla að minna á, eru sigrar vísinda og tækni vfir' alls konar sjúkdóm- Ættum við að halda áfram á um, sem hafa verið óvinir mannkynsins. Hvernig þurfum við þá að njóta þeirra sigra? Frh. á bls. 4. Kvæði mánaðarins: Daginn eftir Bertel Gripenberg Að morgni eftir nautnanóttu skin. Um ncestum byrgðar rúður geislar srnjúga sem kaldar, bleikar örvar inn til mín, er retli sér i hjartastað að fljúga. Og það er stundin, þegar lystin flýr og þrotinn líkami auknum nautnum hafnar, og dauðinn einn i vinsins veigum býr, og viman undir þreytufargi kafnar. — Þá hrökkva gluggans hlerar upp á gátt. Um húsið streymir dagur nýr og glaður. Og Ijósið sker i augun, hart og hrátt. Ég hreyfist ekki, ligg sem dauður maður. / lofti lianga hrímgrá tóbaksský, hvert húsgagn litar smáger öskusalli. Mér er sem borg mér birtist draumi i, sem brunnið hefði af gosi og vikurfalli. Um borðin flóir bœði öl og vin og brenndir vindlastúfar liggja i hrönnum. í glasabrotum geisladýrðin skin og glömpum slcer af tcemdum drykkjarkönnum. Á dívaninum bifast meyjarbrjóst með bleikum fölva undir dreifðum lokkúm, og undan velktum faldi, er fullháft dróst, sjást fcetur skólausir i þvceldum sokkum. Sú kinn er föl, sem brann við húmsins bál og brosin dauð og köld á þurrum vörum. Hvcr þrá er stirnuð, þrotin gleðimál, og þögul, sneypt og ráðalaus við störum. t ösku og þögn er eldgosinu drekkt, á enda glaumsins tryllti bragur sunginn, og birtan spotlar okkar næturnekt, og nautnadraumsins sápukúla er sprungin. Nú verður andstyggð okkar nauln i gcer. Af iðrun titrar sérhver hjartastrengur. Allt var það blekking! Sæll er sá, sem fær að sofa i allan dag — og miklu, miklu lengur. Magnús Ásgeirsson þýddi. I

x

Nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.