Nútíminn - 10.03.1962, Blaðsíða 10

Nútíminn - 10.03.1962, Blaðsíða 10
10 T NÚTÍMINN A 4. þúsund manns ... UPTON SINCLAIR: Framhald af 1. síðu. anna. ÞaS verSur því ekki sjötugt sé fullur helmingur íbú- sagt, að ekki sé sæmilega séS fyrir þessum þörfum Reykvík- inga og heldur verður samjöfn- uSurinn óhagstæður fyrir leik- menntina, þegar tillit er tekiS til þess, aS í höfuSborginni eru ' aSeins 2 leikhús, meS sæti fyr- ir 1000 manns. Framhaldssaga Eiii sjoppa á rími- lega 1000 manns, auk matvöruverzl- ana með kvöldsölu Ekki er síSur vel séS fyrir sjoppuþörf unglinganna, því aS ein sjoppa er á hverja 1014 íbúa, auk 23 matvöruverzlana meS kvöldsölu. Þessar sjopp- ur, sem fyrir löngu síSan eru orSnar svartur blettur á borg- arlífinu, eru í rauninni ekkert annaS en undirbúningsskóli fyrir veitingahúsalífiS. Þær eiga engan rétt á sér — þjóna engum heiSarlegum tilgangi. HagræSi þaS, sem sumir telja aS þeim, er hægt aS veita borgurunum meS kvöldsölu matvöruverzlana. ÞaS er krafa allra góSra og hugsandi borg- ara, aS öllum sjoppum borgar- innar verSi lokaS tafarlaust. ÞÝÐANDI: ÓLAFUR F. HJARTAR En hvað sem því líður, varði ég tímanum með því að reika um alla landareign skólans og reyndi að festa í minni svipmót staðarins. Ég dáðist að víðum völlum og æfingar- svæðum, sem lágu í brekku við stóran tanga, þar sem breitt fljótið mjókkaði og rann í bugðu. Ég athugaði tígulegar byggingar, sem voru á víð og dreif, setti á mig nöfn þeirra og byggingarstíl. Ég stóð á stóru æfingarsvæðinu og horfði á gráklædda, unga hermenn lands míns þola hina hörðu stríðsþjálfun. Þeir framkvæmdu flóknar æfingar og fætur þeirra hreyfðust af jafnmikilli nákvæmni og hafaldasköft í vefstól. Ég hreyfst af ljósum blöðum laufskóganna, gekk eftir „Ástarbrautinni“, rannsakaði gamlar, æruverðar fallbyssur og undi við fagurt útsýni uppeftir blárri ánni. Ég aflaði mér rita, sem fáanleg voru um þessa frægu stofnun, fékk upp- lýsingar um inntökuskilyrði nemenda og allar aðrar reglur og fyrir mæli. Ég spurði ótal spurninga, gekk til gistihússins á kvöldin og fyllti minnisbók með allskyns smáatriðum. Síð- an hélt ég aftur til herbergis míns í New York og fór að krota niður með blýanti á ódýran skrifpappír. Ég skrifaði fyrir- sögn með miklu útflúri: Hvað er gert fyrir æskulýðiim? HvaíS er gert til mótvægis fyrir æskulýtSinn? Því miSur alltof lítiS. Sízt ber þó aS van- þakka þaS, sem gert er, og starf ÆskulýSsráSs, undir for- yztu hins ágæta æskulýSsleiS- toga, ( sr. Braga FriSrikssonar, er ágætt þaS, sem þaS nær. En aSstaSan er fjarri því aS vera nógu góS ennþá. ÞaS verSur aS krefjast þess, aS bærinn geri nú stórt átak til þess aS bæta aSstöSu Æsku- lýSsráSs. Ekki má heldur gleyma því, sem góStemplarar hafa reynt aS gera fyrir unga fólkiS. En einnig þá skortir tilfinnanlega aSstöSu, ennþá tilfinnanlegar en ÆskulýSsráS. Verra er þó þaS, aS of marga virSist skorta skilning á því, sem þeir eru aS reyna aS gera fyrir æskulýS- inn, og dæmi eru um þaS, aS þeir er fremur hlífa skyldu ÞaS er staSreynd, aS ung- lingar hemjast ekki inni á kvöldin. ÞaS er líka staSreynd, aS sjoppulíf borgarinnar dreg- ur þá aS sér og aS sjoppurnar eru hreint pestarbæli fyrir ung- lingana. ÞaS verSur aS horfast í augu viS þessar staSreyndir vega aS þeim. Til er aS bæSi skólamenn og jafnvel logregl- an amist viS þessari starfsemi góStemplara. Rétt eins og þeir vilji heldur vita af unglingun- um á sjoppunum! Framh. á bls. I 1. HETJUDÁÐ MARK MALLORYS. eða, Fyrstu sporin til West Point eftir Frederick Garrison, liðsforingja, Bandaríkjunum. Þetta var rithöfundarnafnið, sem útgefandinn hafði^gef- ið mér, og ég gat ekki látið hjá líða að hugsa um, hvort slík persóna væri í raun og veru til. Ég byrjaði þannig: „FYRSTI KAFLI. Tvevr umseekjendur. Fyrstu orðin voru: „Er þetta sæti laust?“ Fyrsta atriði fór fram í járnbraut á stöð í Omaha. Tveir ungir menn sátu saman. Þegar lestin rann út af stöðinni, fóru þeir að ræðast við. Þá kom í ljós, að báðir voru á leið til West Point. Annar var þegar búinn að fá skólavist. En hinn — Mark Mallory — komst brátt að raun um. sér til sárra vonbrigða, að hinn nýi vinur hans hafði verið tilnefnd- ur úr hans eigin héraði! Það hafði í för með sér, að Mark yrði að bíða í fleiri ár, áður en hann fengi tækifæri til'þess að komast á skólann í West Point. (En bíddu, kæri lesandi, örvæntu ekki. Örlögin voru hetju okkar hagstæð). Annar kafli bar fyrirsögnina: Hvernig fór fyrir Kyrrahafs- lestinni. Og það fór illa. Það varð mikið járnbrautarslys, og nýi vinur Marks varð svo illa særður, að hann gat ekki haldið til West Point. En Mark slapp ómeiddur. Þéss vegna var liann viðstaddur, þegar gamall bóndi kom ríðandi á slys- staðinn. Bóndinn og fylkisstjórinn, því að hann var einnig með lestinni, áttu eftirfarandi samtal: „Getur þú ekki sótt hjálp?“ spurði fylkisstjórinn. „Er enginn hér til hjálpar?“ „Hvar er næsti bær?“ „Grangers, þrjátíu mílur héðan.“ „Guð minn gðóur!“ „Það er símstöð í tíu mílna fjarlægð héðan,“ sagði gamli maðurinn. „Nú!“ „En símritarinn er ekki við. Hann fer til Grangers á hverju kvöldi og dvelur þar um nætur.“ „Þetta er það versta, sem ég hef heyrt!“ hrópaði fylkis- stjórinn. , „Þetta er það versta! Ó, ef við bara hefðum símritara. Hann gæti bjargað tugum mannslífa. En þetta er þó — .,Láttu mig fá hestinn!" Þetta var auðvitað Mark Mallory. Hann reið ekki ein- ungis hinum villta og hættulega hesti, sem bar nafnið „Tig- ei ", en hann náði til stöðvarinnar og sendi boð, svo að hjálp barst brátt til hinna særðu. Þvínæst sendi hann langa og irábæra frásögn um slysið til blaðsins Globe, þar sem fylk- isstjórans \ ar getið, og fékk fimm hundruð dollara ávísun í greiðslu. Þannig bar það við, að hann kornst á herskólann og gat samtímis alið önn fyrir gamalli og fátækri móður. Mark Mallory sögurnar heppnuðust vissulega vel frá bæjardyrum útgefandans séð. Ritstjórinn sagði mér, að hinn mikli hr. Smith í fyrirtækinu Street & Smith hefði spurt hann: „Hefur þessi ungi náungi lokið námi í West Point lierskólanum?“ Ogsvarið var: „Já, hann lauk honum á þrem dögum.“ Sögurnar voru einnig velheppnaðar séð frá rnínu sjónar- miði, því að þær öfluðu mér viðurværis og gerðu mér kleift að sjá um fátæka (en ekki aldraða) móður mína. Þær hafa einnig heppnazt vel frá sjónarmiði bókasafnarans. Heftin, sem seld voru á finnn cent, fyrir fimmtíu og átta árum, eru nú fimm dollara virði. Eina tjónið, sem þær hafa ef til vill valdið, kann að vera það, sem vinur minn Van Wyck Brooks1) skrifar í sinni ágætu bók: The Confident Years (Hin öruggu ár). Hann segir þar: „Upton Sinclair . . . ól önn fyrir sér með því að senda frá sér sögur í fjöldaframleiðslu, „fimm centa sögur“, líkar þeim sem Dreiser var Önnum kafinn að gefa út nokkrum árum síðar. Þetta veitti honum sennilega örlagaríkt áreynsíuleysi og lagði grundvöllinn að hversdagslegum stíl, sem hann gat sjaldan losnað við, jafnvel eftir að hann var orðinn alvar- legur rithöfundur.“ Tíminn leið. Herskipinu „Maine“ var sökkt í Havanna- höfn, og land okkar fór í stríð við Spán. Hetja mín frá West Point var laus við skólann í sama mund. Og þarna sat ég í herberginu mínu í New York, kom njósnurum að óvör- um og fann upp ótal taugaæsandi viðburði. Þegar fv'lk spurði mig," hvað ég væri að sýsla, var ég vanur að svara: „Drep Spánverja.“ Ég lét mér í léttu rúmi liggja að sökkva heilum flota af tundurskeytabátum óvinanna til þess að ná stíganda. Það leið ekki á löngu, unz ritstjórinn varð alltof önnum- kafinn til þess að halda áfram með sinn hluta af ritröðinni. Hann bað mig að annast einnig söguna um Annapolis. Ég ferðaðist til Maryland, „lauk sjóherskólanum í Annapolis á þrem dögum“, sneri aftur og lagði tvisvar sinnum harðar að mér en áður. Að ári liðnu fékk ég auk þess enn verkefni hjá fyrirt'ækinu. Ég átti að skrifa eina bók á mánuði fyrir svonefnt Columbia ritsafn. Þannig varð ég að afkasta átta þúsund orðum á dag. Leigurithöfundar munu eiga erfitr með að trúa því, en sú var reyndin. Ég handskrifaði ekkt lengur. Eg hafði tvo hraðritara og lét þá vinna annanhvorn dag, eða réttara sagt annaðhvort kvöld frá klukkan sjö til níu eða tíu. Þegar ég var loksins laus úr þessari þriggja eða fjögra ára þrælavinnu, var efnismagnið orðið álíka stórt og heildarútgáfa af skáldsögum Sir Walter Scott. Nú fór ég að skrifa alvarlega skáldsögu. Á þeim tíma var mikið rætt um „Hina miklu bandarísku skáldsögu“, og ég hafði í hyggju að skrifa liana. Þar sem útgefendum féll hún ekki í geð, fékk ég tvö hundruð dollara að láni hjá Bland frænda og gaf hana sjálfur út. Hún seldist illa. En hún leiddi til þeirrar fyrstu vináttu, sem ég lýsi í þessari bók. Þess vegna byrja ég á sögunni um Jack London og George Sterling, O. Henry og Stephen Crane. Ég byrja á fjórum frábærum og ágætum Bandaríkja- mönnum, senr lifðu til þess að skrifa og létu lífið af völdum áfengis. l) Þekktur bandarískur gagnrýnandi. /

x

Nútíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.