Nútíminn - 10.03.1962, Side 11

Nútíminn - 10.03.1962, Side 11
NÚTÍMINN 11 4. Það var nýbúið að gefa út eitt bindi af smásögum frá Klondyke, sem skrifaðar voru af ungum rithöfundi að nafni Jack London. Ég las sögurnar og skrifaði höfundinum um leið og ég sendi honum eintak af minni bók, sem var ný- komin. Á þann Iiátt hófst vinátta með póstinum. Við vor- um tveir ungir, þjóðfélagssinnaðir draumóramenn, altekn- ir af löngun til þess að umskapa heiminn. \'ió lásum báðir Thc Appenl to Reason (Skírskotun til skynseminnar), viku- rit „stjórnmálalegra mótmæla", útgefið í Girard, Kansas, af liinum ógnvænlega ritstjóra, J. A. Wayland. \bð vornm báðir sannfærðir um, að senn mundi taka við samvinnu- þjóðfélag án fátæktar. Því var það, að þegar annarhvor okk- ar skrifaði bók, var það fyrsta verk að senda hinum Iiana. Alltaf féll okkur vel skrif hvors annars. Svo kom bók frá Jack með áritun, sem bvriaði þannig: „Ég á mér vin, sem er ástfólgnastur í þessum heimi.“ Bók- in var Testimony of the Suns (Vitnisburður sólnanna) eftir George Sterling. Ég las hana og fann hér ljómandi skáldskap um háleitustu efni. George hafði dálæti á Aldebaran og Betelgeuse1 * *) eins og Milton á Ormuz og Ind-), undirheim- um með Styx:1) og hinum kimmerisku eyðimörkum.4 *) Auðvitað skrifaði ég George þegar í stað, og það varð upphaf nýrrar vináttu. Ég vissi ekki, að hann „drakk líka“, og Jjað iiðu sjö eða átta ár, áður en mér varð það kunnugt. En einhverjum gagnrýnendum hlýtur að liafa verið Jiað ljóst áður. Þegar út kom eftir hann The Wine of Wizardry (\7ín töfranna), sagði einn gagnrýnandi, að bókin liefði átt að Iieita „The Wizardry of Wine“ (Töfrar vínsins). Um leið og þú lest þessa bók mína, muntu komast að raun um, að ég skrifa um stórskáld og rithöfunda í Banda- ríkjunum, menn og konur, sem hefðu átt að varðveita gáf- ur sínar trl hagsbóta fyrir allt mannkynið. Þú munt sjá þeim lýst hér sem aumkunarverðum þrælum áfengisnautn- ar. Þú munt lesa sannanir mínar um það, að áfengi er ef’til vill alvarlegasta undirrót angistar og dauða um aldur fram. Þeir, sem gagnrýna þessa aðferð í sambandi við áfengis- vandamálið, munu sjálfsagt svara mér með sögunni um Abraham Lincoln og Grant hershöfðingja. Fólk kvartaði yfir, hve Grant hershöfðingi drykki mikið viskí og Lincolh svaraði: „Komizt að nafninu á viskítegundinni fyrir mig, svo að ég géti gefið hinum hershöfðingjunum líka.“ Víst er þetta fyndin saga, en þér skjátlast, ef þú dregur þá ályklun, að hægt sé að skapa snilling með aðstoð viskís. F.itt sinn spurði ég George Sterling um betta. Ef einhver í þessunr heimi ætti að þekkja það, þá var Jrað hann, taldi ég. Hann svaraði: „Ef Jrú skrifar, þegar þú hefur drukkið, telur þú. að þú hafir ort það dásamlegasta í heimi. En þeg- ar þú lest það aftur yfir að morgni, kemstu að raun um, að það er endileysa." Mikilmenni eru mikil, ekki sökum áfeng- is, en þrátt fyrir það. Ungir starfsbræður mínir á rithöfundabrautinni voru í raun og veru miklir menn, og störf þeirra höfðu örvandi áhrif á mig. Ég gat ekki lengur skrifað „fimm centa skáld- sögur“, því að ég var farinn að fyrirlíta þær. Og þegar ég gerði alvarlega tilraun til þess að hafa eitthvað til að lifa af, sögðu útgefendur mér, að sögur mínar væru einskis nýt- ar. Ég vann mér inn af og til nokkra dollara með því að skrifa smáritgerðir, umsagnir um bækur og ýmsar greinar fyrir tímarit. Ég skrifaði ádeilurit í skáldsöguformi og nefndi það Prince Hagen. Því var hafnað af sautián tíma- ritum og útgefendum — (þannig liðu næstum tvö ár) — en að lokum fékk ég útgefanda í Boston. Ég hafði tvö hundr- uð dollara í hagnað af bókinni, sem var minna en útgjöld- in við prentun og burðargjöld. Mitt 1 þessari eymdartilveru skrifaði ég dagbók ungs rit- höfundar, sem örvænting rak til að stytta sér aldur. Hún hét ■ The Journal of Arthur Stirling (Dagbók Arthur Stirlings) og vakti nokkra athygli. En í fávizku minni hafði ég því miður skrifað undir Samning, sem gaf mér ekki neinar tekj- ur, fyrr en greiddur var allur kostnaður \ ið útgáfuna. Ég b Stjörnur. 2) Guðir :i) Nafn á fljóti í undirheimum. 4) Samk\æmt Hómer bjuggu Kimmeríar fyrir norðan Svartahaf í köldu og mvrku landi, þá endamörk jarðar mót norðri. fékk aldrei svo mikið sem dollar fyrir hana, og hafði sjálf- ur orðið að greiða kostnað við vélritun ááiandriti. En ég lærði að Jrekkja bókmenntaheiminn. Ég hitti útgefendur í tölu hinna bókmenntasinnuðu tíma- rita þeirrar tíðar — lndependent, Litergry Digest, Mc.Clures. Ég hafði vakið athygli þeirra. Þeir gáfu mér ráð og þar sem ég var fölur og sultarlegur á svip, buðu þeir mér stöku sinn- um til hádegisverðar. Þeir, sem mestir voru heimsmenn, buðu mér áfengan drykk. Þegar ég hafnaði, urðu þeir oft- ast örlítið móðgaðir. Þeir buðu mér vindlinga, en ég reykti ekki. Ég tók eftir, hvernig þeir slökktu í vindlingum í kaffi- bollunum, teiknuðu og rissuðu á hvítan borðdúkinn. Þeir ráðlögðu mér að lesa tímaritin, sem Joeir gáfu út, athuga efni þeirra og bera ntig eftir að skrifa eitthvað í svipuðum stíl. Þeir gáfu út ástarsögur úr samkvæmislífi lieldra fólks, frásagnir af ævintýralegum viðburðum, sögur, sem voru spennandi, en ekki hrollvekjandi, og sem fyrst og fremst höfðu ekki til að bera neina þjóðfélagsgagnrýni. Einn af þeim rithöfundum, sem mér var ráðlagt að stæla, var O. Henry. Sögur hans voru léttar, innilegar og mann- legar og höfðu alltaf óvæntan endi, sem verkaði eins og svipnhögg. Ég hitti einn af ritstjórum tímaritsins McClures, sem hjálpaði til að halda í honum lífinu. Það varð að gæta og geyma O. Henry og pvinga hann til að skrifa. Hann var vanur að lofa því að hafa tilbúna sögu ákveðinn dag, og ritstjórinn tók frá rúm í blaðinu. En sagan kom ekki og þá varð að senda aðstoðarmann til að gæta rithöfundarins, hjálpa honum til þess að verða alls gáður og fá hann til þess að setjast niður og skrifa. Það leit út fyrir, að hann gæti yf- irleitt ekki skrifað neitt lélegt, en annars var honum það kvöl að skrifa. Hér var ennþá á ferðinni maður frá Suðurríkjunum, sent átti í erfiðleikum sökum áferigis. Hans rétta nefn var Willi- am Sydney Porter, og mér rennur til rifja að ininnast sorg- arsögu hans. Hann var starfsmaður í banka. Dag einn hvarf nokkuð af peningum, og hann var ákærður lyrir fjárdrátt. Kannski var hann sekur, eða hann tók á sig annars „sök“ — hann vildi aldrei ræða þetta mál. Hann flýði til Honduras. A1 Jennings, liinn alræmdi lestaræningi, sem seinna bætti ráð sitt og skrifaði sjálfsævisögu, segist hafa hitt hann þar hálffullan í fangelsi. Loks héldu þeir báðir heim á leið og tóku út í sama fangelsi Jrá refsingu, sem þeir voru dæmdir til. Mörgum árum seinna hafði ég þá báða til fyrirmyridar í leikritinu Bill Porter, sem fært var á svið í Hollywood. O. Henry skammaðist sin mjög fyrir þann grun, sem hafði fallið á hann. Auk Jress syrgði hann eiginkonu sína, sem dó af berklum. Hann var stoltur, kvalinn og skelfdur. Það leið ekki á löngu, unz dauðinn leysti hann úr eymd- inni, er hann var fjörutíu og átta ára. Mér var ráðlagt að kynna mér annan ungan rithöfund, Stephen Crane, sem hafði vakið feikna athygli með stuttri sögu að nafni The Red tíadge of Courage (Hið rauða tákn hugrekkis). Á eftir þessari velgengni skrifaði hann skáld- sögu um götudrós. og hann skrifaði einnig sérkennileg kvæði. Hann „drakk" líka. Crane var altekinn af styrjöldum. Ég hygg, að hann hafi séð styrjöld svo lifandi fyrir sér, að hann vildi sjá með eig- in augum, hvort hann hefði á réttu að standa. Hann reyndi að komast til Kúbu með gömlum gufudalli. Báturinn sökk og hann komst lífs af. Af Jressu er saga, The Open tíoat (Opni báturinn). Þegar hann komst seinna til Kúbu, gerði hann alla hrædda með því að fara upp úr skotgröfunum og s'illa sér upp sem skotskífu. Hann kærði sig kollóttan um lífið. Hann var vanur að segja, að þrjátíu og fimm ár væru nóg hverjum manni. Hann varð aðeins tuttugu og níu ára. Crane varð veikur á Kúbu og „lækningin" var að drekka ósleitilega. Stöðugt drakk hann. Hann var mjög lítill vexti og vó ekki meira en sextíu kíló. Hann var berklaveikur og sennilega hefur veikin herjað bæði á innri líffæri og lungu. Hann var alltaf í peningaþröng og átti í ýmsum brösum við ritstjóra og útgefendum. Þegar hann lét óvandaða persónu í einni sögu sinni nota blótsyrðið „hver fjandinn“, spratt upp mikil deila og lyktaði með því, að prentað var „hver f......Crane hafði einnig áhuga á vændiskonum og skrifaði talsvert um þær í bókum sínum. í sannleika sagt j var þessi ungi rithöfundur samúðarríkur maður með sanna og það verSur aS mæta þeim meS gagnráSstöfunum. ÞaS verSur aS stórbæta aSstöSu ÆskulýSsráSs, góStemplara og annarra góSra samtaka, sem vilja og er treystandi til aS leiSa æskulýSinn á réttar brautir. HöfuSborg íslands á nú 10 vínveitingahús, meS 12—14 vínbörum, 73 sjoppur. EN HVAR ER ÆSKULÝÐS- HÖLL HENNAR? Holberg - bind. . . . Framh. af 7. síSu. annan. í gamanleiknum „Ell- efti júní“, segir józkur stór- bóndi: „Þegar hann kemur til mín til þess að kaupa stóðhesta lætur hann eins og hann sé á leið annað, og komi aðeins við til að heimsækja mig á leiðinni, svo að ég verð fyrst að hella í hann nokkrum krúsum af Rand- ers-öli, áður en ég fæ úr hon- um orð. Einusinni lék ég þó illa á hann, þvi að ég laumaði brennivíni í ölið. Þá malaði hann eins og köttur.“ Holberg er meistari í Jrví að lýsa ölvuðum mönnum, og Jreir koma tíðum fyrir í leikritum hans. í „Farsælt skipbrot“ er persóna, sem aldrei liáttar á kvöldin, án Jaess að hafa 2 potta af brennivíni í kjölfestu. „Ó, þú indæla brennivín," drafar hann — hann hefur ekki verið algáður í viku — „Maður getur orðið leiður á sama matnum, og maður getur orðið leiður á sömu konunni, en því meira sem maður er í Jrínum félags- skap, kæra' brennivín, því meiri löngun fær maður í þig. Til dauðadags skal ég ekki yfirgefa J)ig, yfirgef J)ú ekki heldur mig.“ Píetistakóngurinn, Friðrik IV, setti mjög stranga helgidagalög- gjöf. Að nokkru marki hélt hún drykkjuskapnum í skefjum. í síðasta verki sínu, „Siðfræðileg- ar hugsanir", skrifaði Holberg 1744: „Hinn nýi heimur hefur breytt til betri vegar ýmsum löstum, sem ríktu í gamla heim- inum. Þar á meðal er drykkju- skaþur, sem ])á var dyggð, en nú er hann smán......“ í kvæði 333 segir Holberg, að „enginn getur efast um að laus- ung leiðir af sterkjum drykkj- um..... Það er sjaklgæft að sjá drukkinn ítala, og svívirðileg- asta nafngiftin á Spáni er drykkjusvoli. Norrænu þjóð- irnar Jjykjast hinsvegar af vím- unni.“ Norsk tidsskrift om A Ikoholspörgsmalet. ÚTBREIÐIÐ NÚTÍMANN

x

Nútíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nútíminn
https://timarit.is/publication/1072

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.