Okurkarlar - 01.04.1964, Blaðsíða 2
2
Okurkarlar
9%, en hvað þá um hið geysi-
lega fjármagn, sem lánað er út
af einstaklingum með lágmarks-
vöxtum, þ.e. bankavöxtum +
2% í þóknun. Víxlarnir eru til
þriggja mánaða og ef um fram-
lengingu er að ræða, kemur þá
nýr víxill til sögunnar með 2%
löglegri þóknun. Árlegir vextir
auk stimpilgjalda verða þá 17—
18 V2%.
Þetta er fullkomlega löglegt
og er sagt að velmetið fyrir-
tæki hér í bæ, ásamt virðuleg-
um lögfræðiskrifstofum, séu
rekin á þessum grundvelli.
Svo eru fjölmargir lögfræð-
ingar, sem útvega lán með 2%
vöxtum á mánuði Qg gera það
24% á ári auk stimpilgjalda og
2% þóknunar.
Sigurður heitinn Berndsen
nefndi mér nokkrar lögfræði-
skrifstofur og lögfræðinga sem
tækju að sér slíkar fyrirgreiðsl-
ur, en ég hirði ekki um að
nefna nöfn þeirra að svo stöddu,
nema sérstakt tilefni gefist,
enda mun mörgum vera kunnugt
um þau.
Síðan koma hinir raunveru-
legu okrarar með 3—5°/f, á mán-
uði, sem gera frá 36—60% vexti
á ári. Með þessum kjörum eru
hundruð miljóna í umferð á ári.
Ýmsir lögfræðingar eru nefndir
í þessu sambandi og með þeim
ýmsir borgarar svo sem Margeir
J. Magnússon, sem auglýsir dag
hvern í Morgunblaðinu. en vext-
ir hjá honum munu vera 3% á
mánuði og mun hann telja sig
vera mjög sanngjarnan. þar sem
hann mun hafa auglýst í guðs
nafni.
Ýmsir af þekktum, auðugum
borgurum í Reykjavik eru til-
nefndir. en enginn dómur skal
á það lagður hvort slíkar sögu-
sagnir eru réttar.
Hægur vandi er fyrir þessa
menn að þræta, því að þeir
gæta þess vel að hafa engin
vitni við þegar viðskiptin fara
fram. Meiðyrðalöggjöfin ís-
lenzka er með þeim hætti, að
hægt er að fá menn dæmda fyr-
ir öll möguleg ummæli þótt
sönn séu, ef sögð eru á opin-
berum vettvangi. Á það verður
þó að hætta. Hinsvegar veit all-
ur bærinn um sannleikann í
þessum málum og er þýðingar-
laust fyrir þessa menn að þræta.
Ekki myndi þó sá, er þessar
Iínur ritar, draga þessa hluti
fram í dagsljósið, ef hann hefði
ekki orðið það alvarlega fyrir
barðinu á sumum þeirra og þá
sérstaklega „Berndsensfólkinu",
að hann á sjáanlega ekki upn-
reisnar von í náinni framtíð.
Sjálfsagt má segja að þeir, sem
til þessara manna leita, geri það
á eigin ábyrgð og er það sann-
arlega rétt.
En þá ber þess einnig að gæta
og liggur í hlutarins eðli, að
enginn mun gera það ótilneydd-
ur.
Aðalorsökin
ofþensla í
efnahagslífinu
Þessir menn, þ.e. okraramir,
biðja engan um viðskipti. Má
þvi segja, að þjóðfélagsmein-
semd þessi stafi fyrst og
fremst af ofþenslunni í hinu
unga lýðveldi. Má og segja að
fésjúkir menn með peninga-
ráð hafi afsökun nokkra þótt
þeir gerist lögbrjótar þegar á
þá er sótt af kappi um lánsfé.
En sú afsökun er harla hald-
litil, þegar litið er á þann þjóð-
félagslega glæp, sem framinn er
með því að taka fé út úr bönk-
um og taka sjálfur að sér hlut-
verk þeirra, á sama tíma og al-
menningur er hvattur til spam-
aðar og að leggja fé sitt á vöxtu
í bönkum landsins.
Þeir sem lánin fá eru venju-
lega menn, sem annarsvegar eru
í vandræðum og hygsiast bjarga
sér á þennan hátt, eða þá hins-
vegar menn. sem hyggjast afla
sér skjótfengins gróða. gera
bissness. sem svo er kallað.
Sigurður Berndsen var einn
af þeim, sem gjarnan vildu
hjálpa þeim, sem áttu i erfið-
leikum, en að sjálfsögðu var sú
hjálp dýru verði keypt, m.a.
varð sá er þessar línur ritar
að selja hús sitt til þess að geta
gert Sigurði skil. Þetta var um
það bil er Sigurður var að
byggja skrauthýsi sitt að Flóka-
götu 57.
Sigurður var mjög hagsýnn í
húsbyggingum sínum og sagði
mér með nokkru stolti, er ég
kom til hans i fyrsta sinn i hið
nýja hús, áð Hann hefði byggt
íbúð þá er hann bjó síðan í til
dauðadags, fyrir aðeins krónur
87.000.00. Ég benti Sigurði þá á
það að þetta væri nokkurn veg-
inn sú upphæð sem ég væri bú-
inn að greiða honum umfram
venjulega bankavexti. Sigurður
hljóðnaði nokkuð við, en tók
síðan gleði sína aftur og sagði
að hann kynni nú að „matbúa
hlutina".
Eftir þetta varð nokkurra ára
hlé á viðskiptum okkar Sigurð-
ar. En er nýir örðugleikar steðj-
uðu að leitaði ég til hans enn
á ný um skyndilán og var það
auðsótt mál. Von mín um lausn
á erfiðleikunum í náinni framtíð
brugðust og gat ég ekki greitt
Sigurði; en varð að leita til hans
enn á ný.
Vextir þeir er hann gerði mér
að greiða voru ýmist 3 eða 5°/(,i
á mánuði.
Þar kom að ég gat ekki staðið
i skilum með vexti. 5% á mán-
uði var of stór biti að kingja
og nú byrjaði músikkin fyrir al-
vöru, vextir hlóðust upp og
skuldin óx óðfluga.
Allir handbærir peningar voru
greiddir í vexti og tryggingar
heimtaðar fyrir því, sem á vant-
aði. Ég sá fram á að við svo
búið mátti ekki standa. Ef Sig-
urður félli frá myndu okurvext-
imir sennilega verða innheimtir
með harðri hendi, en nyti hans
myndi hann ekki ganga að fyrr
en í fulla hnefana.
Ég vildi ekki setja vini mína
i þá aðstöðu að greiða erfingjum
Sigurðar okurvexti og greip því
til óyndisúrræða. en aðstaða mín
virtist fara batnandi og Sigurð-
ur hljóp undir bagga með mér
og var nú orðinn sanngjarn á
vexti eftir hans mælikvarða.
Nokkru áður en hann dó til-
kynnti hann mér að hann ætlaði
að lækka vextina ofan í ln/n á
mánuði og skyldi ég ekki hafa
áhyggiur af skuldinni ef ég
greiddi sér þessa vexti á meðan
ég væri að koma undir mig
fótunum á ný.
Því miður féll Sigurður frá og
ótti minn um ákvarðanir erfingj-
anna rættust að fullu. Það, að
„Berndsensfólkið" fær ekki að
fullu greitt blóðpeninga sína
gleður mig sannarlega þótt af-
leiðinganiar/ séu ægilegar fyrir
mig og hryggð mín ómælanleg
yfir að geta ekki greitt öðrum
skuldir mínar að sinni. Ég vænti
þess þó að ég fari ekki svo ofan
í gröf mína að ég hafi ekki
greitt hverjum manni sitt.
Ég vil í þessu sambandi taka
það fram ég gerði enga tilraun
til að komast hjá að greiða fyrr-
nefnda skuld ásamt okurvöxtun-
um. en fór hinsvegar fram á að
fá að greiða skuldina á nokkr-
um árum. Var því allvel tekið
í fyrstu og liðu svo margir mán-
uðir að hvorki rak né gekk. Síð-
an byrjaði blessaður hópurinn að
nudda. Því lá svo á peningum,
ekki salt í grautinn og lögfræð-
ingamir og skiptaráðandinn tóku
undir kórinn. Kristján lögmaður
sagði: „Komdu með fimmtíu
þúsund krónur og þá skulum við
tala saman", en engin loforð
kvaðst hann geta gefið um samn-
inga. Hann tók við pappírum,
sem að vísu voru til annars ætl-
aðir, en fullkomlega löglegir sem
trygging. Hann lofaði að afhenda
þá ef ekki yrði úr samningum
og stóð hann fullkomlega við
það.
Að lokum fór svo að fjöl-
skylduráðið kvað upp úrskurð-
inn: gengið skyldi verða milli
bols og höfuðs á öllum nema
sennilega vildustu vinum.
Nú voru góð ráð ekki dýr. Veð
stóð í góðri íbúð og nú skyldi
gera góð kaup, en annað veðið
var ónýtt, okurvaxtaskuld. hitt
veðið rétt og þá peninga hafði
Sigurður í raun og veru lánað
og um það var enginn ágreining-
ur. Málið var ónýtt í bili fyrir
þeim nöfnunum. Er þetta er rit-
að hefur Kristján lögmaður
reynt nýjar leiðir til að bjarga
hinni sveltandi fjölskyldu. og
skvldi nú reynzluleysi eiganda í-
búðarrinnar í fjármálum verða
henni að falli. Hún hafði sem
sagt samþykkt tryggingu fyrir
19.000.00 kr. en ekki lesið trygg-
ingarbréfið vfir. sem hún taldi
sig heldur ekki hafa ástæðu til
þar. sem hún taldi sig vita full-
komlega um hvað á íbúðinni
hvíldi os lítill tími var tíl stefnu.
Réttpreærliirnaaiirinn Krí.stján
Eiríksson, við undirrétt og
Hæstarétt sér hér örlitla smugu
sem líklég sé til að taka aléig-
una af einstæðri konu fyrir lít.ið
fé, konu, sem ekki skuldar
„Bemdsensfólkinu" krónu og var
*þar að auki í miklu afhaldi hjá
arfgjafa fjölskyldunnar. Vafa-
laust mun lögmaðurinn telja sig
vinna mikinn „juristiskan" sigur
ef honum tekst þannig að svíkja
út fé handa skjólstæðingum sín-
um, hinni illa stöddu fjölskyldu.
Bar dauða Sig-
urðar Berndsen
að með óeðli-
legum hætti?
Eins og getið hefur verið hér
i ð framan bar dauða Sigurðar
brátt að. Hann var ekki hraust-
ur maður og heilsa hans hékk
á bláþræði, þótt hann vildi ekki
viðurkenna það fyrir sjálfum sér
eða öðrum. Hann óttaðist dauð-
ann og taldi sjálfum sér trú um
að hann yrði fjörgamall maður.
Þrátt fyrir það fór hann mjög
varlega með sig og óttaðist sjúk-
dóma og allar umferðapestir.
Síðastliðinn vetur var óttast um
að bólusótt bærist til landsins og
lét fjöldi manns bólusetja sig og
var Sigurður einn þeirra. Eins
og menn vita fer sú athöfn fram
á þann hátt að bóluefninu er
sprautað í viðkomandi, svo að
ónæmi myndist. Allmargir fengu
hita eftir bólusetningu og sumir
allháan. Var um það getið í
blöðum.
Næturlæknir mun hafa verið
fenginn til að gefa Sigurði um-
rædda sprautu og hvort, sem bað
hefur verið af hennar völdum
eða ekki, þá var Sigurður látinn
eftir tvo daga. Ekki skal nein-
um getum að því leitt hver á-
stæða var til hinna skyndilegu
veikinda Sigurðar. trúlegast er
þó að hann hafi þegar verið bú-
inn að taka banamein sitt. en
ekki þolað hita þann. er hann
kann að hafa fengið með spraut-
unni. Kjaftasögur gengu um
bæinn um að ekki væri allt með
felldu f sambandi við dauða Sig-
urðar. en fáir munu hafa tekið
mark á slíku. Náinn æftingi Sig-
urðar befur hinsvegar haldið bví
fram að bólusetningarsprautan
hafi riðið Sigurði að fullu og
muni það hafa verið ætlunin.
Svo fáránlega fullyrðingu er
naumast hægt að taka alvarlega,
en sýnir þó greinilega heilindin
í þessari fjölskyldu. Skal ekki að
sinni nánar rætt um þetta mál,
en því er á þetta minnzt að ekki
er úr vegi fyrir Bemdsensfjöl-
skylduna að leiða hugann um
stund frá erfiðum fjárhag sín-
um og hugsa um sín innanríkis-
mál. Hver svo sem ástæðan var
fyrir hinu skyndilega fráfalli
Sigurðar, þá er hitt víst að frá-
fall hans hafði í för með sér
röskun á högum fleiri en fjöl-
skyldunnar, þótt á annan hátt
væri. TJtistandandi skuldir Sig-
urðar hefðu aldrei verið inn-
heimtar með slíkri grimmd og
miskunnarleysi af Sigurði og nú
er gert af fjölskyldunni og virð-
ist nú, sem öll fjölskyldan þurfi
að ljfa á peningum Sigurðar.
Hver erfingi mun vera búin að
fá hundruð þúsunda frá láti Sig-
urðar, en samt segir einn lög-
fræðingur hennar, Ólafur Þor-
grímsson að fólkið svelti. Ef
hvert hinna sex „barna" Sigurð-
ar hefur lengi verið svona þungt
á fóðrum, er eðlilegt að hann
hafi þurft að hafa sig allan við
ef eitthvað átti að bætast við
auðæfin og hvernig hefði farið
fyrir þessu fólki ef Sigurði
hefði auðnast að koma sjóðstofn-
un sinni í framkvæmd og pen-
ingamir farið í að aðstoða illa
statt fólk við að koma sér upp
þaki yfir höfuðið. Bemdsensfólk-
ið má bera hvert annað sökum
að vild, á því hefur enginn á-
huga. en hitt skal það vita að
bað hefur ekki „privilegium" til
þess að traðka öðrum niður í
skítinn og það er ekki óeðlilegt
að óbægilegar spumingar vakni.
begar meðlimir fjölskyldunnar
halda bví sjálfir fram. undir
votta viðjrvist. að ekki hafi allt
verið með felldu. Hví ekki
Berndssenfólk að kveða niður
þennan ósanna og andstyggilega
orðróm í eitt skinti fyrir öll. með
viðeigandi aðferðjm.
Sá hinn sami, sem er ættingi
og áður getur greyndur mað-
ur og glöggur upplýsti og fleiri
hluti, sem voru þó ólíkt skemmti
legri og trúlegri. Meðal annars
það, að umráðamenn dánarbús-
ins. sem væru fésýslumenn í
góðu meðallagi. héldu fyrir erf-
ingjunum stórum fjárhæðum,
ekki sjálfum sér til eignar held-
ur til að njóta um stund, vaxta-
tekna, sem mig minnir að hann
nefndi okurvexti. Nefndi hann
þar eikum til hrl. Kristján Ei-
ríksson, sem hann sagð: ið skuld-
aði dánarbúinu eina milljón
króna. Um skiptaráðandann Kr.
Kristjánsson sagði hann að hann
þ.e. Kristján Kristjánsson greiddi
erfingjunum peninga úr eigin á-
vísanabók. Enginn af erfingjun-
um vissi hvað inn hefði komið.
Hann sagði einnig og hafði eftir
Sigurði Bemdsen að Kristján
Kristjánsson hefði lánað út pen-
inga og þá fór ég að ranka við
mér eftir undrun þá, er hafði
slegið mig. Ég minntist þess að
fyrir nokkrum árum hafði ég
þurft á skyndiláni að halda og
lá á, en Sigurður hafði ekki pen-
inga sjálfur, að hann sendi niður
til borgarfógetans og fékk pen-
ingana þar.
Ég var Sigurði þakklátur og
datt sízt í hug að þar væri ann-
að á ferð en vinargreiði við Sig-
urð og kann það vel hafa verið.
Hann (þ.e. ættinginn) sagði einn-
ig að yfirborgarfógetinn gerði í
þvi að láta kaupa íbúðir fyrir
sig á nauðungaruppboðum og
selja þær síðan á frjálsum mark-
aði. Þetta sagði Sigurður Bemd-
sen mér einnig oftar en einu
sinni og einnig það að Kristján
Kristjánsson væri stórauðugur
maður, enda hefðu sennilega
ekki alltaf allar tekjur hans ver-
ið gefnar upp til skatts. Ekki
skal ég neitt fullyrða um
sannleiksgildi þessa, en ýmsar
sögur ganga um dugnað þessa
háttsetta embættismanns við
fjáröflun, enda ber gúllashöll
hans í vesturbænum eða nánar
tiltekið að Reynimel 57 vitni um
að þar er ekki blankur maður
á ferð, enda munu aukatekjur
embættisins vera hæstu tekjur
embættismanns á íslandi, en þær
eru kreystar undan blóðugum
nöglum fjárvana fólks, sem ekki
getur staðið í skilum á réttrjm
tíma. Ég hirði ekki um að hafa
fleira eftir gesti mínum þetta
kvöld, að sinni, en fleira sagði
hann forvitnilegt, en mun"Víkfá'
nánar að herra yfirborgarfóget-
anum síðar.
Þáttur fru Mar-
grétar Berndsen
Vegna þess að hér hefur lítils-
háttar verið minnst á frú Mar-
grétu, konu Sigurðar, vil ég
taka fram að ég vil enga
ábyrgð taka á þeim ummæl-
um, sem höfð eru eftir, um
hana, hér að framan. Hitt er svo
annað mál að frúin hefur allan
tímann vitað um viðskipti mín
og Sigurðar manns hennar.
Henni var vel kunnugt um að
ég var búinn eða hlaut á öllum
þessum tíma að vera búinn að
greiða manni hennar hundruð
þúsunda í okurvexti.
Þegar ég svo leitaði til henn-
ar í haust um að hún, sem erfði
of fjár eftir mann sinn, tæki
skuld mína í sinn hlut og leyfði
mér að greiða hana á nokkrum
árum í umsjá herra Gústafs Ól-
afssonar hrl., bjóst ég sannar-
lega við að kona, sem hafði búið
svo lengi við heldur hvimleiða
fjármálastarfsemi manns síns,
myndi heldur reyna að bæta
fyrir og hjálpa til að leysa úr
örðugleikum, sem hún hlaut að
vita að stóðu í beinu sambandi
við mann hennar. En það var
nú öðru nær, þótt ég hefði heyrt
að frú Margrét væri kaldlynd
kona, datt mér ekki í hug að
hún svaraði með þeim orðum,
sem hún gerði, og varla eru
prenthæf, einnkum þegar tekið
er tillit til þess að hún og fjöl-
skylda hennar (þ.e. böm og eig-
inmaður) höfðu frá upphafi lifað
á brennivínssölu, fjárhættuspil-
um, allskonar braski og ólöglegri
lánastarfsemi. Einhver kona
hefði glaðst yfir að geta bætt
úr einhverju sem misgert hefði
verið á löngum tíma.
Hagsýni Sigurðar
Sigurður Berndsen var bók-
hneigður maður. en aldrei datt
honum í hug að kaupa bók í
bókabúð, heldur beint frá for-