Okurkarlar - 01.04.1964, Blaðsíða 3
Okurkarlar
3
lagi með 30% afslætti. Oft talaði
hann um að hann hefði fengið
ýmislegt ódýrt úr dánarbúi Páls
Eggerts Ólafssonar, en dóttir
hans er tengdadóttir Sigurðar
og dáði hann hana mjög. Mál-
verkum safnaði Sigurður og átti
hann nokkur góð málverk, sem
hann hafði komist yfir á ódýran
hátt. Meðal annars vissi hann
um gott málverk, sem ég átti.
Þetta málverk var mér gefið á
sínum tíma og ætlaði ekki að
farga því. Sigurður sótti fast að
fá þessa mynd en ég vildi ekki
láta. Eitt sinn lá mér mikið á
og bað Sigurð að kaupa tvo 4.000
00 kr. víxla á mann út á landi,
en mér hafði verið synjað í
banka og engin tími til stefnu,
því að ég átti að greiða vini
Sigurðar á Skólavörðustígnum
peningana fyrir klukkan tvö
annars átti uppboð að fara
fram og þar var engin miskunn.
Ég hringdi í Sigurð og sagði hon-
um mínar farir ekki sléttar.
Bankinn hefði synjað um kaup
á víxlunum.
,,Ég skal kaupa víxlana, þetta
er ágætur maður, en þú verður
að koma með málverkið og selja
mér það, annars kem ég ekki ná-
lægt þessu“, sagði Sigurður. Frá
bæjardyrum Sigurðar var ekkert
við þetta að athuga, þannig hafði
hann rekið öll sín viðskipti um
ævina. Fyrir mig var ekki um
neitt annað að ræða en fara með
málverkið. Árið 1938 bauð Gunn-
laugur heitinn Einarsson, læknir
mér tfu þúsund krónur í mál-
verkið en ég vildi ekki selja.
Ég hafði hugsað mér ef að ég
léti Sigurð fá málverkið, að hann
greiddi 30-40 þúsund krónur. Sig-
urður spurði mig hvað krafan
hjá borgarfógeta væri há. Ég
sagði honum að hún væri átta
þúsund krónur. .,Ég skal borga
þér átta þúsund krónur fyrir
myndina en vfxlana tek ég upp
f vexti". Ég sagði honum að ég
gæti ekki látið myndina fyrir 8
þúsund krónur. „Mér er alveg
sama, farðu bara með hana aft-
ur, ' þú - færð enga peninga hjá
mér nema þú látir mig fá mynd-
ina“. Ég leit á klukkuna, hún var
að verða tvö, ég átti einskis úr-
kosta. Þannig fékk Sigurður dýr-
grip fyrir lítið verð. Myndin
prýðir heimili Margrétar konu
hans og verður vafalaust rifist
um hana eftir fráfall hennar.
Þetta er ekki sagt til að niðra
Sigurði. Þetta var hans viðskipta-
máti. Frá þessu er skýrt til að
erfingjamir viti á hvem hátt
ýmsar eignir dánarbúsins eru til
komnar og til þess að aðrir sjái
hinn geysilega siðferðilega styrk
sem þetta fólk hefur í skulda-
kröfum sínum.
Jntelligence'
Sigurðar
Sigurður var mjög fróður mað-
ur og þótt hringingar hans í tíma
og ótíma væru oft hvimleiðar,
var því ekki að neita að mað-
ur varð margs vísari eftir þessi
samtöl bæði um menn og mál-
efni. Hann dáði og kunni ljóð
góðskálda okkar. fornsögur og
miðaldabókmenntir voru honum
einkar hugleiknar. aftur á móti
sinnti hann ekki erlendum bók-
menntum. Hann þekkti fjölda
manna og var mannþekkjari. Oft
ræddi hann um samtíðarmenn
sína látna og lffs og skil ég vel
hversvegna hann vildi ekki láta
birta ævisögu sfna fyrr en að
50 árum liðnum. Hann fyrirleit
og gerði grín að smásálarskap
hjá öðrum og sagt er að hann
sjálfur hafi getað verið rausnar-
legur og hjálpsamur, en um það
talaði hann aldrei. Honum varð
tíðrætt um þá menn. sem höfðu
ætlað að hafa af honum fé, en
ekki tekist það, en vopnin snú-
ist f höndum þeirra.
Vel gat hann þó sætt sig við
að vera prettaður í viðskiptum,
ef það var gert á snjallan hátt
og hann gat sjálfum sér um
kennt. Hinsvegar gat hann sjálf-
ur veTið mjög hefnigjam svo að
Útgefandi og ábyrgðarmaður:
Páll Finnbogason
við lá óeðli. Meðan annars sagði
hann mér eitt sinn frá því að
nú hefði hann náð sér niðri á
manni, sem hefði platað sig fyr-
ir fjörutíu árum. Ég spurði hann
hvort það væri nú ekki orðið
fymt. Hann kvað nei við og
sagði að maðurinn væri löngu
dauður. Ég taldi öll tormerki á
því að hægt væri að hefna sín
á látnum manni. Þá kom í ljós
að sonur þessa manns hafði átt
einhver viðskjpti við Sigurð og
í gegnum þau hafði hann aftur
náð þeim peningum, sem hann
taldi sig hafa verið svikinn um
og vel það.
Uppáhaldnafn Sigurðar yfir þá,
sem honum fundust vera eitt-
hvað brenglaðir, sérstaklega f
fjármálum var „Kalkún“ en hann
sagði þá fugla vera einna
heimskasta af hinni fiðruðu
þjóð. Maður talaði varla svo við
Sigurð að hann segði manni ekki
frá fleiri og færri „kalkúnum“, og
ósjaldan fékk maður sæmdar
heitið sjálfur, því að Sigurður
var ekki falskur eða myrkur í
máli, enda taldi hann sig hafa
ráð á þvi. Sigurður hafði ekki
mikið álit á opinberum emb-
ættismönnum. íslenzkum og
taldi að hægt væri að múta þeim
flestum beint eða óbeint. Und-
antók hann þó nokkra menn,
sem honum hafði ekki tekizt að
tjónka við og man ég að einn af
þeim var Gústaf A. Jónasson
skrifstofustjóri. Sigurður fékk bíl
út á lömun sína, en eins og
kunnugt er fá lamaðir allt að
fjörutíu þúsund króna afslátt af
innflutningsgjöldum af bflum.
En skilyrði fyrir þvf er að bíl-
amir séu keyptir frá Austur-
Evrópu. Sigurður fékk hinsveg-
ar enskan bfl og er ég spurði
hann um verðið sagði hann mér
það en það var mun lægra, 20-
30 þúsund að mig minnir, en það
hefði átt að vera að 40 þúsund-
unum frádregnum. Þegar ég
spurði hann hvemig hann hefði
farið að þessu hló hann dátt og
sagði: „Heldurðu að ég kunni
ekki að matreiða hlutina". —r-
Sigurður kunni Ifka að „mat-
reiða“ á þessum bfl, var hann
einkum notaður til að fara með
víxlá i afsögn til borgarfógeta.
Var dóttir hans ökumaður og
mun sennilega hafa farið inn
með víxlana. Ferðin á bílnum
kostaði 100 krónur pr. víxil aðra
leiðina og síðan kostaði 100 kr.
að sækja víxilinn úr afsögn.
Vafalaust hefur hún farið stund-
um með fleiri en einn víxil í
einu. svo að það hefur fengist
„salt í grautinn", þann daginn.
Jón Hreggviðsson
Eins og kunnugt er komst upp
umfangsmikla lánastarfsemi ein-
staklinga í sambandi við gjald-
þrot Gunnars Hall kaupmanns.
Gunnar hafði verið ógætinn eins
og fleiri og hugðist bjarga sér
á skyndilánum, sem auðvitað
vom honum óhagkvæm. Afleið-
inginn varð gjaldþrot. Inn f þetta
flæktust mektarmenn. Einn af
þeim var Sigurður vinur okkar
Bemdsen. Er helzt til frásagnar
um það. að verzlunin gat ekki
greitt nema 60% af skuldum
sfnum.
Á þetta vildi Sigurður ekki
fallast og þótti þrjóskur mjög. að
þvf kom samt að hann gafst upp
og þótti súrt f broti. Ekki er trú-
legt að Sigurður hafi í raun og
veru tapað miklum peningum
eða neinn þeirra einstaklinga,
sem lánað höfðu Gunnari Hall.
Einn af rithögustu mönnum
þjóðarinnar hafði svo gaman af
þessum viðbrögðum Sigurðar að
hann skýrði hann upp og nefndi
hann Jón Hreggviðsson. Þessi
nafngift og það sem á eftir
fylgdi bætti Sigurði fullkomlega
upp það tap, sem hann taldi
sig hafa haft af málinu. Talaði
Sigurður oft um þetta. Hinsveg-
ar var hann ekki alveg eins
hrifinn þegar útvarpsmenn komu
f heimsókn og röbbuðu við hann
en höfðu með sér segulbandstæki
sem þeir tóku samtalið á. Sam-
talið var skemmtilegt eins og
við var að búast. en Sigurði
fannst ekki eins skemmtileg
heimsókn lögreglumanna sem
komu og tóku f sínar hendur
álitlegan búnka af víxlum.
Sigurður tók það til bragðs að
hringja f skuldara víxlanna og
„biðja“ þá að er þeir mættu
fyrir rétti að bera þar að vextir
af víxlum þessum væru banka-
vxtir. Þetta gerðu allir nema
2 og á þvi féll Sigurðurmeðfjög-
ur hundruð þús. króna sekt. Það
var ömurlegt að standa fyrir
framan fulltrúa sakadómara og
bera, vitandi að hann vissi að
maður var að ljúga, fram rangan
vitnisburð, og verða síðan að
staðfesta hann með eiði, af eins-
kærum ótta við aðför að skuld-
um. Sigurður hló að þessu og
ekki varð ég var við að hann
myndi eftir þessu við neinn af
þessum mönnum. er að skulda-
skilum kom, vextir voru þeir
sömu.
Okurnefndin
Eins og mönnum rekur minni
til var á sínum tíma skipuð
nefnd af Alþingi sem almennt
var nefnd „Okumefnd“. Undan-
fari þes var óvenjuleg athafna-
semi manna, sem f almennu. tali
eru nefndir okrarar og einkum þá
í sambandi mál það er hér hef-
ur lítillega verið minnst á.
Þessi nefnd lét í fyrstu til sín
taka og gerði herferð á hend-
ur nokkurra manna úr stétt
þessari með þeim afleiðingum
nokkrir voru teknir og sannað
á þá okurstarfsemi. meðal þeirra
var Sigurður Berndsen og nokkr-
ir fleiri.
Ekki er vitað hve lengi þess-
ari nefnd var ætlað að starfa,
en eitt er víst að síðan hefur
ekki til hennar heyrst. Okrarar-
amir fengu hinsvegar sektir.
allháar, þó ekki I neinu hlut-
falli við það fé, sem þeir voru
búnir að hafa af fólki í of háum
vöxtum. Þeir byrjuðu að sjálf-
sögðu strax aftur á sinni fyrri
iðju og voru nú ennþá athafna-
samari en áður, þar, sem nú
þurfti að ná I fé upp í sekt-
imar, því ekki mátti snerta
fýrri höfuðstól.
Ríkið hljóp að sjálfsögðu und-
ir bagga. bæði með því að loka
augunum fyrir áframhaldandi
ókurstarfsemi og svo að gefa
þessum máttarstólpum þjóðfé-
lagsins kost á að borga sekt-
irnar á mörgum árum. Við þess-
um mönnum mátti ekki hrófla
þótt gengið sé miskunnarlaust
að húseignum og iausafé al-
mennings ef dráttur verður á
opinberum gjöldum vegna
skorts á greiðslugetu. Aldrei
hefur okurstarfsemin blómgast
betur en nú og ekki minnkar
möguleiki hinna hámenntuðu
embættismannefna í lögfræð-
ingastétt til að miðla fjármun-
um sínum og annarra velefn-
aðra borgara milli I nauðum
stadda manna sem reyna að
bjarga sfnu skinni með örþrifa-
ráðum. nú þegar umsvifamesti
höldurinn úr þeirra hópi er
allur. Milljónir Sigurðar Bemd-
sen hverfa væntanlega úr um-
ferð. sem lánsfé, en það koma
bara aðrar milljónir I staðinn.
Hví tekur ekki Okurnefndin
aftur til starfa, eða nýir menn
skipaðir í staðinn. Hvað dvel-
ur orminn langa? Eru háttvirt-
ir Alþingismenn og ríkisstjóm
ánægð með þessa þróun mála.
Eða eru þessir menn eitthvað
rétthærri en aðrir borgarar,
sem verða að hlýta lögum, eða
hljóta refsingu ella? Er borg-
arinn rétthærri ef hann hefur
yfir að ráða peningum, sem oft
eru oft miður vel fengnir. Tug-
ir tollþjóna og lögreglumanna
eltast við illa launaða sjómenn
ef ske kynni að beir reyndu
að drígja tekjur sinar með
nokkrum brennivínsflöskum eða
sígarettupökkum, sem þar að
auki eru ekki ávalit ætlaðar til
sölu. 1 landi em svo burgeis-
arnir, með fulla vasa af pen-
ingum. ef til vill hefur einhver
hluti af smyglgróðanum skotist
ofan f vasa þeirra. Hver veit
nema einhver bessara umræddu
sjómanna sé að byggja hús eða
fbúð vfir sig og fjölskyldu sína
og hafi orðið að fá skyndilán
hjá einhverjum okraranum og
er nú að reyna að kljúfa greiðsl-
una á bennan hátt. Okrarinn,
broddborgarinn er rólegur hon-
um er ekki hætt. hann nvtur
verndar þjóðfélagsins meðan
sjómaðúrinn, sem fyrir hunda-
laun sækir lúxusvaminginn
handa honum. Hann þarf
ekki að vera hræddur um
að blöðin fylli dálka sína með
frásögn um athafnasemi hans.
„Melrakkaaugað" er nógu árvak-
urt til þess, að hjá við hættunum
og þar að auki þarf hann ekk-
ert að óttast, það er ekkert
verið að hnýsast í hans störf
og þegr hann fer í utanlands-
reisur sínar þá skulið þið ekki
halda, góðir hálsar. að það sé
farið með axir og járnkarla
til að leita í farangrinum. tösk-
umar eru bara stimplaðar. Það
er ekkert verið að athuga hve
mikið af úrum og skartgripum
í verzlunum höfuðborgarinnar
hefur prýtt þessar töskur. Og
niður við Austurvöll situr hið
háa Alþingi og „sjá það var harla
gott“. Ef til vill les einhver þess-
ar línur, sem situr á Alþingi.
Hvemig væri alþingismaður góð-
ur að þér lituð í kringum yður
og huguðuð að hversu langt
þessir menn seilast i fjár-
öflun sinni. Þið þingmennirnir
berið ábyrgð á hagsæld þjóð-
arinnar. Virðist yður háttvirti
alþingismaður, það vera Al-
þingi óviðkomandi að svo stór-
bluti af veltulánsfé þjóðarinnar
sé í annarra höndum en bank-
anna. Þvf ekki skipa nýja ok-
umefnd nú, fyrst ástæða var
til að gera það árið 1956? Hef-
ur ástandið ef til vill batnað
síðan? Þarf að safna undir-
skriftum manna, sem stynja
undan þunganum af þessum af-
ætulýð og hvað haldið þér hr.
Alþingismaður að það séu marg-
ir? öll þjóðin. Við skulum taka
dæmi hr. Alþingismaður.
Lánskjör
okraranna
Lögfræðiskrifstofa býðst til
að útvega manni lán, nú fyrir
fáum dögum.
Lánið á að vera til fimm ára
með 35% afföllum. en það er
víst „sanngimi" á þessum tím-
um. Dæmið lítur þannig út:
Lán kr. 100.000.09
Afföll kr. 35.000.00
Vextir 9% — 9.000.00
Stimp.gj.kostn. — 300.00
Útborgað
— 5 ár
0Ví% v. 2 ár
— 3 ár
— 4 ár
kr. 55.700.00
— 1.900.00
kr. 7.200.00
— 5.700.00
— 3.800.00
Vextir í 5 ár kr. 28.100.00
Afföll — 35.000.00
Mismunur
kr. 63.100.00
kr. 36.900.00
Athugið að á fyrsta ári verð-
ur viðkomandi lántaki að greiða
af 100 þús. 635.300.00 eftir 344.700.
Við skulum nú athuga þetta
dæmi örlítið nánar. Maðurinn
við skulum segja að hann sé
að byggja hús: I. Hann tekur 100
þús. kr. lán, og er kominn í
fjárþrot. II. Hann kaupir efni og
vinnulaun fyrir 55.700.00. Þessa
upphæð verður hann að greiða
með kr. 163.100.00. Mismunur-
inn 107.400.
Og gætið nú að: Þetta telst
ekki vera neitt sérstakt okur.
þetta eru algeng kjör. Svo er
hér annað dæmi, sem mun vera
algengast hjá okrurum:
3% vextir á mánuði af
100.000.00 = 36.00.00 í afföll.
Hér fær maðurinn meir út:
kr. 64.000.00.
36% vextir
2 ár kr. 24.000.00
3 ár kr. 18.000.00
4 ár kr. 12.000.00
5 ár kr. 6.000.00
kr. 96.000.00
Mismunur: kr. 132.000.00
Sextíu og fjórar þúsundirnar
eru greiddar með kr. 196.000.00
Hvað verður svo okraranum
úr kr. 100.000.00 á 5 árum með
vöxtum og vaxtavöxtum:
269.875.00 Sem sagt: hann var
með 100 þúsund krónur fyrir 5
árinn, í dag er hann með kr.
369.875.00.
Skýring: 1. ár: okrarinn held-
ur etfir kr. 36.000.00, af 100
þúsund kr. láninu lánar þær
út strax.
vextir 1. ár
— 2. ár
— 3. ár
— 4. ár
— 5. ár
kr. 48960.00
— 53.604.00
— 55.297.00
— 55.893.00
— 56.121.00
kr. 269.875.00
Ath. að fyrsta árið fær hann
48.960.00 og ef hann lánar vext-
ina á 3ja mán. fresti, sem al-
gengast er þá fær hann 49.992
kr. í vexti af kr. 100.00.00 fyrsta
árið. eða tæp 50%. Þetta eru
„skattfrjálsar" tekjur.
Hvað finnst yður háttvirti
Alþingsmaður? Og hvað finnst
þér, borgari góður? Finnst þér
ekki dásamlegt hvað okkar ást-
kæra unga lýðveldi býr vel að
sumum þegnum stnum? Þessir
menn hafa kaupsýslu eða lög-
fræðistörf að yfirvarpi og eru
svo grunnhyggnir að þeir halda
að almenningur viti ekki að
þeir gætu alls ekki grætt þetta
fé allt með miðlungs fyrirtæki.
Þeir eiga auðvelt með t að fá fé
í bönkum. vegna þess að fyrir-
tæki þeirra eru svo vel rekin!
og þeir standa í skilum, en
hvaðan koma peningamiT? Eyðsla
þessara manna eða fjársöfnun
er svo ofboðsleg að það er ó-
hugsandi að fyrirtæki þeirra
gefi þeim þennan arð og ef
svo væri þá væri sennilega ekki
vanþörf á að athuga skatta-
framtal þeirra. Hins ber að gæta
að þessir menn hafa afsökun
þótt þeir svíki undan skatti,
ast upp, en það gefur auga
leið að allir þeir, sem lána
peninga með of háum vöxtum
eru tvöfaldir lögbrjótar: okrar-
ar og skattsvíkarar.
Alþingi á við mörg vandamál
að etja og er varla á það bæt-
andi og vafalaust er mörgum
ef ekki öílum þingmönnum ljóst
að hér er um meinsemd að
ræða, sem erfitt er að ráða við
en hví ekki að reyna að spoma
við fótum. Fyrri tilraun tókst
allvel og þvi þá ekki að reyna
aðra? Alþingi eyðir áreiðanlega
kröftum sínum, oft á tíðum, í
fánýtari hluti en að rétta hlut
þeirra, sem ýmissa hluta vegna
r.eyðast til að leyta til „fjár-
málamanna" þessara. Víxlarar
þekkjast víða um lönd, menn
sem taka ákveðna þóknun, fyr-
ir að útvega lánsfé. en óvíða
mun vera heil stétt manna, sem
fær frjálst og óhindrað að lána
fé með slíkum okurvöxtum og
hér. Og jafnvel svo langt er
gengið að lánastarfsemin er
auglýst daglega í stærsta blaði
landsins, sem sínir að þessir
menn telja sig ekki þurfa neitt
að óttast.
Það hlýtur að vera almenn
krafa að reynt sé að hefta þessa
starfsemi eftir því, sem unnt er.
Viðurlög við þessari starfsemi
eru aðeins sektir. sem þessir
menn mega gjaman að greiða á
löngum tíma, svo löngum að
manni virðist að tilgangurinn
sé sá að veita þeim tækifæri
til að græða upp sektina á
sama hátt.
Hinn nýi dómsmálaráðherra
landsins, sem er alls trausts
maklegur, myndi og vinna sér
miklar vinsældir og traust með-
al almennings, ef hann ætti
frumkvæðið að útrýmingu þessa
ófagnaðar.
Er yfírborgarfógetian skatt-
svikari eða telur hann ekki
fram tii skatts?
Herra Kristján Kristjánsson
yfirborgarfógeti
Eins og áður er sagt, hélt Sig-
urður Bemdsen því fram að
Kristján yfirborgarfógeti kynni
að haga skattaframtölum sínum
sér í vil og mun hann ekki einn
um það ef svo er. Flestir munu
eitthvað brotlegir í þessum mál-
um ef til vill að undanteknum
kollega yfirborgarfógetans, toll-
stjóranum í Reykjavík, sem ekki
mun taka neitt fyrir sáttasemj-
arastörf sín, sem munu þó oft
vera átakameiri en skiptaráð-
andastörf yfirborgarfógetans. og
greiðir yfir 30 þús. kr. meira
í skatt en borgarfógetinn. Ekki
vil ég halda því fram að sú háa
persóna, herra vfirborgarfóget-
inn, sé skattsviHari, því fer
fjarri. heldur vil ég vekja athygli
á þvf að það hlýtur að vera eitt-
hvað bogið við niðurjöfnunar-
nefndina. Margir eru oft óánægð-
ir með niðurstöður hennar, enda
er starf hennar erfitt og van-
þakklátt. þótt þar séu mætir
menn að verki. Ekki er hægt að
segia að herra vfirborgarfógetinn
beri lága skatta þvf að útsvar
hans og tekiuskattur rnunu nema
fyrir árið 1963 um 110 þúsund
krónum en árslaun hans munu
hafa verið um kr. 120.000.00 árið
1962 en af þeim er skatturinn
greiddur. Þetta væri óhæfilega
háir skattar ef herra yfirborgar-
fógetinn hefði ekki einhverja
aukaaura.
Nú vill svo til, sem betur fer,
að Kristján Kristjánsson hefur
dálítið auka-„jobb“ sem sé að
vera skiptaráðandi í Reykjavík.
Þ. e. að skipta á milli erfingja
dánarbúa, þar sem þeir koma sér
ekki saman og eins félagsslita-
búa. Ekki vil ég segja að hann
fari að eins og kötturinn, sem
var að skipta ostinum á milli
músanna og beit alltaf mismun-
andi mikið af oststykkjuwum til
þess að þau væru aldrei jöfn,
unz þau voru orðin svo lítil að
honum fannst ekki taka því að
láta þær fá afganginn og stakk
honum upp í sig. Nei, síður en
svo, þóknunin mun vera rétt ríf-
lega 20% af heildarverðmæti bú-
anna (birt án ábyrgðar). Sam-
kvæmt Lögbirtingarblaðinu 1962
munu slík bú ekki hafa verið
meir en um einn tug svo les-
andinn getur sjálfur gert sér í
hugarlund að þetta er ekki neitt
að ráði. Gialdþrotaskiptabú
munu hafa verið milli 30 og 40
en upp úr þeim er ekkert að
hafa, nema einstaka sinnum ef
til vill uppboð. Það kemur
stundum fyrir að yfirborgarfó-
getinn auglýsir nauðungaruppboð
í dagblöðunum f Reykjavík. Þeim
er oft „reddað’* á síðustu stundu.
Sagt er að fógetinn sé nauð-
ugur viljugur á þessum uppboð-
um og auðvitað hlýtur þetta að
vera leiðindaverk. Einhverja
huggun mun þó fógetinn fá fyrir
skítverkið og er það að vonum.
Einhver nefndi tugi þúsunda fyr-
ir hvert uppboð. en þvf skal ekki
trúað. að óreyndu og- vuðvitað er
auðvelt fyrir fógetann að leiða
alla í sannleika um það. Mér
var hinsvegar bent á að herra
vfirhorgarfógetinn fengi krónur
375.00 fvrír hveria nananngar-
Framhald á 4. síðu.