Okurkarlar - 01.04.1964, Blaðsíða 4
4
Okurkarlar
HINN BREIÐI VEGUR
Einhverjum kann ef til vill
að finnast fróðlegt að vita
hverjum fótum í jörð auður sá
stendur, sem fallið hefur í
skaut erfingjanna og annara, sem
njóta góðs af. Engan sögumann
hefi ég um það gleggri, en
Sigurð sjálfan.
Er hann. á unga aldri, varð
fyrir þvi óláni að vera dæmd-
ur úr leik í lífsbaráttunni bæði
vegna lömunar, því að fyrir-
sjáanlegt var að hann myndi
aldrei geta unnið fyrir sér á
þann hátt, sem þá var algeng-
astur, en það var líkamleg vinna
og svo hins að hann hafði eng-
in tök á að afla sér þeirrar
menntunar, sem til þurfti til
að vinna andleg störf eða verzl-
unarstörf, en til þess stóð hug-
ur hans helzt, mátti segja að
fiestar dyr væru lokaðar hin-
um unga manni. Fyrir tilvilj-
un eina komst hann til Bol-
ungarvíkur og réðst þar að
verzlun. sem ég man ekki hvað
hann nefndi. Sigurður var að
eðlisfari mjög sparsamur og er
hann hafði eignast nægilegt fé,
lagði hann út í sín fyrstu við-
skipti. Hann komst í samband
við einhvern aðila í Reykjavík,
sem útvegaði honum smyglað
áfengi og fékk það sent vestur.
Áfengið ætlaði hann að selja
á Isafirði, en að sjálfsögðu að
annast þá verzlun sjálfur. En
svo illa tókst til að áfengið fór
beint vestur á Isafjörð og í
fangið á sýslumanninum þar.
Tapaði ungi maðurinn þar sín-
um fyrsta leik, Tapaði hann
þar aleigunni en ekki kjarkin-
um. Vafalaust hafa næstu til-
raunir tekist betur því að nú
fannst honum afhafnasviðið of
þröngt þama fyrir vestan. Flutt-
ist nú Sigurður til Reykjavíkur
og hófst nú hörð og oft þym-
um stráð lífsbarátta hans, sem
nú er á enda. Sigurður brallaði
margt þessi árin, en um veru-
lega auðsöfnun var ekki að ræða
fyrstu árin. Brennivínssalan var
hættuleg, þefarar voru allsstað-
ar og hættan beið við hvert
hom. Hann haslaði sér völl
öfugu megin við lögin og er
varla hægt að lá honum það,
því að hann hefði tæplega haft
heilsu til að stunda skósmíði
hvað þá annað, sem var oft
neyðarúrræði fatlaðra manna.
Enda komst hann nokkrum
sinnum í kast við þau. Gaman
hafði hann af því að segja frá,
þegar hann var í tugthúsinu upp
á vatn og brauð, að eigin ósk,
því að það stytti veru hans þar
mjög mikið, en þar sat hann
fyrir sprúttsölu. Af mannúð-
arástæðum fékk hann að fara
heim til sín um helgar, tvo
daga, frá föstudagskvöldi til
sunnudagskvölds.
Sagði hann þessa daga hafa
verið arðbæra, því hann hefði
selt mikið þessa tvo daga. Sig-
urður lagði mikið að sér og
heimili sínum á þessum árum
og oft talaði hann um það að
sárast hefði sig tekið að böm
hans myndu hafa þjáðst og
goldið þess að hann var ekki
frjáls maður. Verulegur skriður
tókst þó ekki að komast á út-
lánastarfsemi Sigurðar fyrr enn
á stríðsárunum, að hann fékk
rekstrarfé með nokkuð óvenju-
legum hætti. Sigurður var á sín-
um tíma spilafíkinn maður en
gætinn og vann oft nokkuð fé í
spilum.
Ekki voru það þó verulegar
upphæðir, þrátt fyrir að vín
var oft haft ósleitilega um hönd,
og spilafélagar hans oft nokk-
uð mikið undir áhrifum.
Sigurður var hófsmaður á
vín. Hann sagði að stundum
hefði verið spilað upp í þrjátíu
og sex tíma. Þar kom að Sig-urð-
ur eignaðist swilafélaga, sem
var nokkuð djarfur í spilum
en ekki að sama skapi hepp-
inn. Maður þessi var umsvifa-
mikill lögfræðingur og fjár-
Ibúðarhús yfirborgarfiigetaus er rúmgott, sem betur fer. Söluve rð áætlað 3—4 miljónir króna.
Er yfirborgarfógetinn . . .
Framhald af 3. síðu.
uppboðs auglýsingu, sem birtist
í Lögbirtingarblaðinu. (En þeir,
sem eru svo lánsamir að komast
þar á prent, fá birtar þrjár aug-
lýsingar), og verða auðvitað að
greiða þær augl. extra).
Það má segja að þetta sé ekki
mikið pr. kjaft. en þetta malað-
ist nú samt upp í 634 augl árið
1962 sem gera kr. 237.000.00. Við
höfum þá vitneskju um saman-
lagðar tekjur fógetans árið 1962
kr. 357.000.00 auk þess sem hann
hefur fengið, sem skiptaráðandi
og uppboðshaldari ef það hefur
þá nokkuð verið! (samanl. tekj-
ur fógetans munu vera yfir
600.000.00 sl. ár). Samkvæmt
skattstiganum hefði fógetinn átt
að hafa útsvar og skatta af þeim
tekjum, sem tölufærðar eru kr.
176.000.00 mismunur kr. 67.000.00.
Ég þykist gera fógetanum mik-
inn greiða með því að vekja at-
hygli hans á þessum hrapallegu
mistökum niðurjöfnunamefndar
sem hann hefur auðvitað i önn-
um sínum ekki tekið eftir, því
auðvitað er það móðgun við
mann, sem hefur jafnmikið fyrir
að innheimta skatta og útsvör
fyrir það opinbera, ef að hægt
er að benda á að hann greiði
ekki til iafns við aðra, af tekj-
um sínum. Mér þykir leitt að
verða að segja það um vin okk-
ar beggja, Sigurð Bemdsen, að
í þessu hafi hann farið með
rangt mál. (Þ.e. að fógetinn sé
skattsvikari) Eitt gleður. okkur
samborgara hins ástkæra yfir-
borgarfógeta, og það er að hann
skuli ekki vera í húsnæðisvand-
ræðum. Hér birtist mynd af í-
búðarhúsi hans að Reynimel 57.
Hitt er aftur á móti sorglegt
hvað honum hefur gengið illa
að eignast til fulls þak yfir höf-
uðið og vera þó kominn á þenn-
an aldur.
Skattskráin segir okkur að fó-
getinn greiði 1414 krónur í líf-
eyris og eignaskatt og rúmar
2400 krónur í eignaútsvar. Við
óskum þess fastlega að ekki
komi til að birta þurfi nauðung-
aruppboðs auglýsingu á Greni-
mel 57 á næstunni.
Og svo geta illgjamar tungur
verið að tala um að söluverð
þessa húss myndi vera um þrjár
til fjórar milljónir. Bara einbýl-
ishús handa fullorðnum hjónum.
Við skulum vona að dánarbú
Sigurðar Berndsen hressi eitt-
hvað upp á fjárhag yðar herra
yfirborgarfógeti. svo að niður-
jöfnunamefnd þurfi ekki að sjá
aumur á yður og þér getið geng-
ið jafn hnarreistur um götumar
og þér eruð, þegar þér emð að
fullnægja öllu réttlæti í nafni
hins opinbera. Það var mikið
lán fyrir borgarbúa að lögmenn
bæjarins, á þeim tíma, er Björn
Þórðarson, lögmaður, lét af emb-
ætti og lögmannsembættinu var
skipt í tvennt, borgardómara og
borgarfógeta. skyldu gangast í
því við þáverandi dómsmálaráð-
herra. Einar Amórsson, að gera
Kr. Kr. að fógeta, en ráðherra
mun hafa verið tregur til vegna
þess að honum mun hafa þótt
þjónusta fulltrúa lögmanns, við
Bakkus full einlæg. Kr. Krist-
jánssyni mun hafa þótt embættið
þess virði að snúa baki við guði
sínum. a.m.k. um langan tim'a og
mun hafa snúið átrúnaði sínum
á annan guð, sem margir dýrka
og mörgum er tryggur og engan
svíkur, sem blótar hann af heil-
um hug, svo sagði Sigurður
Bemdsen a.m.k. Borgarfógetinn
hefur stundað embætti sitt af
miklum dugnaði og samvizku-
semi og má búast við að margir
verði harmþrungnir er hann.
sökum aldurs lætur af embætti.
Væntanlega heldur hann út svo
lengi að hann geti lokið skipt-
um í búi Sigurðar Berndsen, svo
að skiptalaunin lendi ekki í
höndunum á einhverjum, sem
ekkert hefur með þau að gera.
Trúlegt er að eljumaður eins og
Kr. Kr„ sem er enn em og
hraustur og vafalaust með fulla
starfskrafta, þurfi að hafa eitt-
hvað fyrir stafni er hann sezt
í helgann stein og þó hann burfi
vafalaust ekki á neinum ráðlegg-
ingum að halda í þeim sökum,
geri ég ráð fyrir að það yrði vel
þegið að hann tæki að sér að
leiðbeina mönnum um skatta-
framtöl eða a.m.k. framtalsnefnd
meðan hún starfar. Ef til vill eru
upplýsingar þessar rangar og
vonandi að svo sé, því að það
myndi gefa fógetanum kærkomið
tækifæri til að leiðrétta rangan
söguburð, sem gengur jafnt með-
al lögfræðistéttarinnar og ann-
arra.
Þrátt fyrir að þessar línur um
yfirborgarfógetann eru ritaðar
bæði í gamni og alvöru, skal
þetta þó tekið fram: Vfirborgar-
fógetinn er einn af æðstu emb-
ættismönnum Iandsins og laun
hans ákveðin samkvæmt því. Það
er vitað að aukatekjur embættis-
ins eru mjög miklar. Það hafa
gengið háværar sögur um það
milli manna, í mörg ár. að þær
væru ekki allar gefuar upp til
skatts. Það er alvarleg ásökun
á mann í dómarasæti að hann sé
skattsvikari. Borgarbúar krefjast
þess að vfirborgardómarinn
hreinsi sig af þessum söguburði,
ef hann er rangur. Borgarfógeta-
embættið er ekki einka ..biss-
ness“, tekjur þess eru greiddar
af almannafé og aukatekjur emb-
ættisins eru að meginhluta
greiddar af fólki, sem er sjálft
í greiðsluvandræðum með skatta
sína. Það ætti að vera auðvelt
fyrir herra yfirborgarfógetann
að lciða allan sannleikann í Ijós,
eða segja af sér ella.
málamaður, stjórnmálamaður,
harður í hom að taka en ekki
óvinsæll. Hann varð nú fyrir
barðinu á Sigurði og fór svo
einn veturinn að Sigurður vann
af honum, i spilum milli tvö
og þrjú hundruð þúsund krón-
ur „og það var mikill pen-
ingur í þá daga“ eins og Sig-
urður var vanur að segja og
sennilega mun láta nærri að
það muni nema tveim til þrem
milljónum með núverandi verð-
gildi, eða meira. ,.Það var eig-
inlega startkapitalið, en það
hefur heldur ekki farið illa í
höndunum á gamla manninum"
sagði Sigurður og hló dátt. En
rraður sá er tapaði svo ofsa-
lega fé sínu í spilum við Sig-
urð var Garðar heitinn Þor-
steinsson alþingismaður. Þann-
ig var nú vegurinn varðaður,
sem þið gangið á. „Bemd-
sensfólk". Hann er breiður og
vonandi verður ykkar strit við
að tína upp gullpeningana á
honum ekki eins mikið og arf-
gjafa ykkar, svo að maður tali
nú ekki um þeirra, sem hafa
unnið fyrir þeim.
Þjóðfélagslegur
glæpur
Áður en ég lík þessum lín-
um vildi ég mega benda á eitt
atriði, sem hefur mikla þýð-
ingu fyrir þjóðina alla. Þeir
menn, sem rætt hefur verið um
hér að framan, vinna flestir
fyrir opnum tjöldum, þau eru
aðeins dregin fyrir meðan ver-
ið er að framkvæma verknað-
inn. Áhorfandinn má ekki telja
peningana, sem viðskiptamaður-
inn fær, en hann má gjarnan
sjá víxilinn á eftir. Hér fer
sem sagt allt löglega fram. Það
eina, sem ekki sést er ránið
sjálft, innbrotið í vasa ,,kúnn-
ans“. Að tilskyldum tíma liðn-
um kemur „kúnninn" aftur og
nú þarf ekki að draga tjaldið
fyrir.
VÍSffliinn ér greiádur í reiðu
fé, þeirri upphæð sem hann
hljóðar upp á. Áhorfandinn sér
engar misfellur, en hann veit
að upphæðin er allt önnur en
sú sem kúnninn fékk hjá lögfræð-
ingnum eða fjármálamanmnum
og hann veit líka að mismunur-
inn er miklu meiri en sem nem-
ur löglegum bankavöxtum. Hann
hefur orðið vitni að vel skipu-
lögðu ráni á oft illa stöddum
meðborgara sínum. En hann
getur ekki að gert. Þetta var
svo snilldarlega undirbúið og
faglega gert að enginn getur
hreyft legg eða lið. Þarna inni
situr ræninginn og telur pening-
ana, sem hann aflaði á svo auð-
veldan hátt og þarf ekki að
greiða neina skatta af.
Og hver er svo þessi áhorf-
andi? Hann er úr öllum stéttum,
á öllum aldri og þar komum við
að aðalatriðinu í þessum leik.
Unglingurinn, ungi maðurinn,
sem ef til vill hefur leiðst út í
óreglu eða hefur ekki tök að
„fylgjast með“ vegna fjárskorts,
og á þetta horfir, veit hvað skeð
hefir, en enginn gerir neitt.
Vaknar þá ekki í huga hans
þessi spurning: Þvi hefir þessi
maður leyfi til að féfletta með-
bróður sinn á þennan svívirði-
lega hátt svo að segja fyrir opn-
um tjöldum? En yrði mér á að
hnupla nokkrum krónum, senni-
lega án þess að vera með sjálf-
um mér, yrði mér stungið aust-
ur á Litla-Hraun eða í tukthús-
ið. Af hverju má þessi maður
ásælast annarra fé og ná því í
sínar hendur og njóta þess ó-
áreittur?
Það þarf ekki snjalla hugs-
un, borgari góður, til að skilja
hvað af getur hlotizt. Eina leið-
in til þess að forðast hinar
hryllilegustu afleiðingar fyrir
fjölda einstaklinga og þjóðina
alla er sú, að þú og þitt fólk
og allt hitt fólkið í landinu for-
dæmið þessa menn og allt þeirra
hyski, þá mun ekki á löngu
líða að yfirvöldin verða knúð
til að grípa til róttækra ráð-
stafana og ef þau ekki gera
það. þá verði almenningsálitið
það sterkt gegn þessum mönn-
um að þeim verði ekki fært
að halda áfram iðju sinni leng-
ur, en gerist nýtir borgarar, sem
hafi annað i hug en að lifa á
annarra fé og vinnu.
Ástæða fyrir ritun þessarar
greinar og útgáfu þessa blaðs
er sá að sá, er þessar línur rit-
ar hefir haft all náin kynni og
ömurleg af starfsemi þeirri, sem
hér um ræðir. Ekki er þetta þó
ritað sem afsökun fyrir eigin
breytni, en fyrst og fremst sem
aðvörun fyrir aðra. Það er auð-
velt að vera vitur eftir á og
sá sem hefir einu sinni lent
alvarlega í höndum okurkarla
mun tæplega minnast ömurlegri
reynzlu og munu ekki ófá dæmi
um að til alvarlegra tíðinda
hafi borið, er menn hafa verið
rúnir inn að skyrtunni og enga
björg sér getað veitt.
Þau eru ekki ófá mannslíf-
in, sem okurkarlar um heim all-
an hafa á samvizkúnni. Hér eru
því engin gamanmál á ferð.
Þessir menn hafa engann áhuga
á hugarástandi því, sem fómar-
lömb þeirra kunna að komast í
þegar öll sund virðast lokuð. Það
muni áreiðanlega renna mikið vatn
til sjávar og margar okurskuld-
ir innheimtar með harðri hendi,
áður en tekst að ganga milli
bols og höfuðs á starfsemi þess-
ari.
Ástæðan fyrir greinarkorni
þessu er fyrst og fremst sú, að
vekja athygli á þeirri spillingu
sem starfsemi þessi getur vald-
ið. Heil fjölskylda er svo spillt
í sambúðinni við þessa starf-
semi, að hún virðist ekkert sjá
annað en peninga, og hana skipt-
ir engu máli hvernig þeir pen-
ingar eru fengnir.
Sigurður Berndsen var á sinn
hátt heiðarlegur maður. Hann
hefði sennilega aldrei lagt út á
þessa braut ef að örlögin hefðu
ekki hrundið honum út á hana,
það sagði hann oft sjálfur.
Það var ávallt óhætt að
greiða honum peninga þótt ekki
væri kvittun til staðar þá stund-
ina. Það var óhætt að fá hon-
um pappíra án kvittunar, um
þetta geta margir borið vitni.
Nú ber svo við, að afkomend-
ur hans og erfingjar ætla að
nota sér af því trausti^ ( sena
Sigurður naut, þegar "hans nýt-
ur ekki lengur við. Ýmsir papp-
írar hafa fundizt í fórum Sig-
urðar sem ekki var gengið frá
og enginn stafur var fyrir nema
persónuleg viðskipti Sigurðar og
viðkomandi. Menn hafa gefið sig
fram við dánarbúið og sagt rétt
og satt um málið. Lögfræðingar
dánarbúsins vita að rétt er frá
skýrt, en fá ekki að gert, því
að erfingjarnir heimta peninga
með illu og góðu, jafnvel þótt
þeir viti mætavel að viðkomandi
skuldar alls ekki s'kuldina.
Þetta myndi Sigurður Bernd-
sen aldrei hafa gert og telja
mjög óheiðarlegt. Orðhvatur
maður myndi kalla þetta þjófn-
að.
Hér hefir verið farið fljótt
yfir sögu. Sigurður Berndsen
sagði mér ótal sögur um menn
og málefni í óteljandi samtöl-
um og hann var ekki myrkur i
máli um skylda og óskylda.
Ýmsar þessara frásagna voru
á þann veg, að þótt þær væru
vafalaust sannar er öllum fyrir
beztu að þaer fari með Sigurði
í gröfina.
Aftur á móti er ég reiðubú-
inn til þess að gefa upp þau
nöfn á okrurum, sem Sigurður
nefndi mér, við rétta aðila. Ég
vil skora á þá sem vilja hefja
baráttu gegn okurstarfseminni
að senda gögn og upplýsingar í
pósthóf 319 merkt leyndarmál.
Þeir, sem óska að gefa upp-
lýsingar, án þess að vera sjálfir
við málið riðnir, geta það, og
senda þá nafn og heimilisfang.
Margir óttast hina peninga-
vopnuðu glæpamenn og þora
ekki að hafast að.
Okraramir mega þakka
Berndsensfjölskyldunni fyrir að
þessi mál verða ekki lengur þög-
uð í hel. Ef áframhald verður
á þessum umræðum, sem hér
eru hafnar, vil ég láta hina
háttvirtu „fjármálamenn“ vita,
að þeim þýðir ekki að skjóta
sér á bak við úrelta meiðyrða-
löggjöf. Ég skal taka við eins
mörgum meiðyrðamálum og yð-
ur þóknast herrar mínir, ég get
ekki tapað meiru en ég hefi
tapað á okrurum. Allt sem hér
hefur verið sagt er satt, og
væntanlega á ýmislegt eftir að
koma í Ijós.
♦
«
4