Morgunblaðið - 04.11.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2011 PRESSULEIKUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við ætlum ekki að gefa neitt eftir þótt auðvitað verðum við ekki í nein- um slagsmálum. Markmið okkar er að búa til alvörulandsleik svo bæði lið fái sem mest út úr leiknum,“ sagði Kristján Arason annar þjálfari Pressuliðsins í handknattleik karla sem kynnt var til sögunnar í gær. Pressuliðið mætir íslenska landslið- inu í leik í Laugardalshöll klukkan 20 í kvöld. Leikurinn er lokahnykkurinn á æfingabúðum sem landsliðið hefur verið í hér á landi frá síðustu helgi. Pressuliðið er skipað leikmönnum úr N1-deild karla sem landsmenn tóku þátt í velja á netinu í vikunni auk þess sem fulltrúar fjölmiðla höfðu hönd í bagga við valið á liðinu, sem verður undir stjórn Kristjáns Arasonar, þjálfara FH, og Einars Jónssonar, þjálfar Fram. Einn leikmaður Pressuliðsins leik- ur utan lands. Það er Ólafur Guð- mundsson, liðsmaður Nordsjælland í Danmörku, en hann var í 19 manna landsliðshópi sem Guðmundur Þórð- ur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi til æfinganna í vikunni. Guð- mundur valdi 16 leikmenn úr 19 manna hópnum í landsliðið í gær og þeir þrír sem hann valdi ekki voru kallaðir inn í Pressuliðið. Auk Ólafs eru það Oddur Grétarsson, horna- maður frá Akureyri, og Ægir Hrafn Jónsson, varnar- og línumaður úr Fram. Guðmundur varð að gera eina breyting á landsliðshópnum í gær. Vegna meiðsla markvarðanna Björg- vins Páls Gústavssonar og Arons Rafns Eðvarðssonar, kallaði Guð- mundur á Sveinbjörn Pétursson, markvörð Akureyrar, inn í landsliðs- hópinn. Sveinbjörn hefði ella verið í Pressuliðinu í leiknum. Athygli vakti í gær þegar Guð- mundur tilkynnti 16 manna landslið sitt að Bjarki Már Elísson, horna- maður HK, er í landsliðinu. Hann kom ekki inn í landsliðshópinn fyrr en á mánudaginn, þremur dögum eftir að 19 manna hópurinn var val- inn. Bjarki Már er markahæsti leik- maður N1-deildarinnar eftir sex um- ferðir. Hann er sá eini í landsliðshópnum sem ekki á að baki A-landsleik. Pressuleikir eru alltaf erfiðir „Það er engin hætta á að um ein- stefnuleik verði að ræða af okkar hálfu,“ sagði Guðmundur landsliðs- þjálfari í gær spurður hvort lands- liðið færi ekki létt í gegnum leikinn í Laugardalshöll í kvöld. „Pressuleikir eru alltaf erfiðir fyrir landsliðið auk þess sem þetta er eini leikurinn þar sem áhorfendur eru ekki á bandi landsliðsins,“ sagði Guð- mundur sem lítur á leikinn sem kær- kominn endapunkt á æfingabúðum íslenska landsliðsins. Hann segir ennfremur að lands- liðið hafi æft af krafti síðustu daga og markmiðið sé ekki endilega að „toppa“ í leiknum í kvöld í Laug- ardalshöll heldur sé það á stefnu- skránni í janúar á Evrópumeist- aramótinu. Guðmundur Þórður vonast þó til að landsliðinu takist að sýna einhverjar nýjar hliðar í leikn- um sem fram fer í Laugardalshöll kl. 20 annað kvöld. „Við ætlum ekki gefa neitt eftir“ Morgunblaðið/Golli Keppinautar Bjarki Már Elísson úr HK og Oddur Grétarsson frá Akureyri spila báðir í vinstra horninu. Bjarki fær tækifæri með landsliðinu í Laugardals- höllinni í kvöld en Oddur spilar með pressuliðinu í leiknum.  Pressulið mætir landsliðinu í Höllinni Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þörfin á því að halda Norðurlanda- mót í þessum aldursflokki var mikil, að margra mati. Við komumst að samkomulagi við Finna, Norðmenn og Svía fyrir tveimur árum um að halda það og gerðumst svo frakkir að bjóðast til að halda fyrsta mótið,“ sagði Hörður Ingi Jóhannsson, lands- liðsþjálfari kvenna í keilu, við Morgunblaðið. Norðurlandamót fyrir 23 ára og yngri, í karla- og kvennaflokki, verð- ur haldið í keiluhöllinni í Öskjuhlíð 17.-19. nóvember. Fjórar þjóðir taka þátt. „Því miður eru Danirnir ekki með, þeir eru tregir til að vera með í yngri liðunum sem er skrýtið því þeir eiga frábæra leikmenn, sérstaklega í kvennaflokki. En þetta mót er afar mikilvægt fyrir okkar yngri spilara því það vantar alltaf verkefni fyrir þá sem eru efnilegir en ekki ennþá orðn- ir A-landsliðsmenn,“ sagði Hörður Ingi. Nýi salurinn ekki tilbúinn Hann sagði að því miður væri nýi keilusalurinn í Egilshöll ekki tilbúinn fyrir mótið. „Við lofuðum því fyrir tveimur árum að mótið færi fram í nýjum keilusal en því miður getum við ekki staðið við það,“ sagði Hörður. Hann og Theo- dóra Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari karla, hafa valið hópa sína fyrir mótið. Piltaliðið er endanlegt en það skipa Arnar Davíð Jónsson og Jón Ingi Ragnarsson úr KFR, Einar Sig- urður Sigurðsson úr ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson úr KFA. Fimm keppendur hafa verið valdir í hóp stúlknaliðsins en fjórar þeirra verða með í mótinu. Það eru Ástrós Péturs- dóttir og Karen Rut Sigurðardóttir úr ÍR, Hafdís Pála Jónasdóttir og Magna Ýr Hjálmtýsdóttir úr KFR, og Steinunn Inga Guðmundsdóttir úr KFA. Sá Íslendingur sem væntanlega á mesta möguleika á mótinu er Arnar Davíð Jónsson. Hann er aðeins 16 ára gamall og varð Evrópumeistari 18 ára og yngri í apríl. Hann er búsettur í Noregi og varð norskur meistari í piltaflokki snemma á þessu ári. Gerðumst svo frakkir að bjóða í fyrsta mót Arnar Davíð Jónsson Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er orðinn annar leikja- hæstur hjá norska félaginu Viking Stavanger, hvað varðar leiki með yngri landsliðum sinnar þjóðar. Þetta kemur fram í samantekt á vef félagsins. Sem leikmaður Viking, hefur Birkir spilað 46 leiki með yngri lands- liðum Íslands, þar af 25 leiki með 21 árs landsliðinu. Einungis einn leik- maður í sögu Viking á fleiri leiki að baki en það er Egil Östenstad, núver- andi framkvæmdastjóri félagsins og fyrrum leikmaður m.a. Blackburn og Southampton. Hann lék 53 leiki með yngri landsliðum Noregs á meðan hann var leikmaður Viking. Birkir, sem er 23 ára gamall, hefur verið búsettur í Noregi um árabil og verið leikmaður Viking frá 2004. Hann spilaði fyrst með aðalliði félagsins seint á árinu 2005 og var þá yngsti leikmaðurinn í byrjunarliði félagsins í 47 ár, þá 17 ára gamall. Birkir er annar leikjahæstur í sögu íslenska 21 árs landsliðsins. Aðeins Bjarni Þór Við- arsson hefur spilað fleiri leiki, 26 talsins. Birkir tók þátt í fimm af sex leikjum A-landsliðsins á þessu ári og er kominn með níu A-landsleiki. vs@mbl.is Birkir annar á lista Viking Birkir Bjarnason Karlalið HK í blaki tekur þátt í Norðurlandamóti félagsliða en þ liða riðill í mótinu er leikinn í Digranesi. Fyrsti leikurinn er í k þegar HK mætir Middelfart frá Danmörku klukkan 20. Þriðja li riðlinum er ÍF frá Fuglafirði sem er bikarmeistari Færeyja. ÍF Middelfart klukkan 16 á morgun og lokaleikurinn er á milli HK sunnudaginn klukkan 14. ÍF teflir fram íslenskum leikmanni, M Aðalsteinssyni, sem spilar sitt annað tímabil með liðinu en hann jafnframt þjálfari kvennaliðs Fuglfirðinga, og hefur áður verið og leikmaður í Danmörku og Noregi, sem og á Íslandi. Danska liðið þykir sigurstranglegt í riðlinum, sem er einn fjö mótinu. Alls eru þátttökuliðin 13, fjögur frá Noregi, fjögur frá mörku, þrjú frá Svíþjóð, eitt frá Íslandi og eitt frá Færeyjum. S urliðin í hverjum riðli komast í úrslitakeppnina en hún er haldi janúar. þannig að væntanlega þurfa HK-ingar að leggja Danina að ve kvöld til að eiga möguleika á því. vs@mbl.is Evrópuleikir í Digranesi Evrópudeild UEFA A-RIÐILL: Rubin Kazan – Tottenham ..................... 0:1 Shamrock Rovers – PAOK Saloniki...... 1:3  PAOK 8 stig, Rubin Kazan 7, Totten- ham 7, Shamrock Rovers 0. B-RIÐILL: FC Köbenhavn – Hannover ................... 1:2  Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðs- son léku allan tímann með FC Köbenhavn. Vorskla Poltava – Standard Liege ........ 1:3  Standard Liege 8 stig, Hannover 8, FC Köbenhavn 4, Vorskla 1. C-RIÐILL: Legia Varsjá – Rapid Búkarest............. 3:1 PSV Eindhoven – Hapoel Tel Aviv ....... 3:3  PSV Eindhoven 10 stig, Legía Varsjá 9, Rapid Búkarest 3, Hapoel Tel-Aviv 1. D-RIÐILL: Vaslui – Sporting Lissabon .................... 1:0  Kristinn Jakobsson dæmdi leikinn. Lazio – Zürich .......................................... 1:0  Sporting 9 stig, Lazio 5, Vaslui 5, FC Zürich 2. E-RIÐILL: Maccabi Tel Aviv – Stoke City ............. 1:2 Colautti 90. – Dean Whithead 51., Peter Crouch 64. Besiktas – Dynamo Kiev ........................ 1:0  Stoke 10 stig, Besiktas 6, Dynamo Kiev 5, Maccabi Tel-Aviv 1. F-RIÐILL: París SG – Slovan Bratislava ................. 1:0 Salzburg – Athletic Bilbao...................... 0:1  Athletic Bilbao 10 stig, París SG 7, Salz- burg 4, Slovan Bratislava 1. G-RIÐILL: Austria Vín – AZ Alkmaar.................... 2:2  Jóhann Berg Guðmundsson sat á bekknum hjá AZ allan tímann. Metalist Kharkiv – Malmö ..................... 3:1  Kharkiv 10 stig, AZ 6, Austria Vín 6, Malmö 0. H-RIÐILL: Birmingham – Club Brugge................... 2:2 Braga – Maribor ...................................... 5:1  Braga 7 stig , Club Brugge 7, Birm- ingham 7. Maribor 1. I-RIÐILL: Atlético Madrid – Udinese ..................... 4:0 Celtic – Rennes ........................................ 3:1  Atletico 7 stig, Udinese 7 stig, Celtic 5, Rennes 2. J-RIÐILL: Schalke – AEK Larnaca ......................... 0:0 Steaua Búkarest – Maccabi Haifa......... 4:2  Schalke 9 stig, Maccabi 6, Steaua 5, Lar- naca 2. K-RIÐILL: Twente – OB............................................ 3:2  Rúrik Gíslason lék allan tímann fyrir OB. Fulham – Wisla Kraków ........................ 4:1 Damien Duff 5., Andy Johnson 30.,57.,Steve Sidwell 79. – Kirm 9.  Twente 10 stig, Fulham 7, OB 3, Wisla 3. L-RIÐILL: AEK Aþena – Lokomotiv Moskva ........ 1:3  Elfar Freyr Helgason lék fyrri hálfleik- inn með AEK en Eiður Smári Guðjohnsen lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Anderlecht – Sturm Graz ....................... 3:0  Anderlecht 12 stig, Lokomotiv 7, Sturm Graz 4, AEK 0. Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, fyrri leikir: Potsdam – Glasgow City ..................... 10:0  Margrét Lára Viðarsdóttir byrjar að spila með Potsdam eftir áramót. Frankfurt – París SG.............................. 3:0 Bröndby – Torres .................................... 2:1 Fortuna Hjörring – Kopp/Göteborg ..... 0:1 Sparta Prag – Lyon................................. 0:6 Voronezh – Rossiyanka........................... 0:4 Rayo Vallecano – Arsenal....................... 1:1 KNATTSPYRNA Stórbikar Evrópu Þýskaland – Danmörk ......................... 26:29 Svíþjóð – Spánn .................................... 23:25  Leikið í Þýskalandi. Alþjóðlegt mót í Noregi Noregur – Makedónía.......................... 33:26 Portúgal – Litháen ............................... 31:26 Vináttulandsleikur Frakkland – Slóvakía ........................... 28:30 HANDBOLTI HANDKNATTLEIKUR Undirbúningsleikur karlalandsliðsins: Laugardalshöll: Landslið – Pressulið...... 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IEX-deildin: Ásvellir: Haukar – Fjölnir ................... 19.15 Þorlákshöfn: Þór Þ. – Stjarnan ........... 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR............ 19.15 1. deild karla: Smárinn: Breiðablik – Hamar............. 19.15 Kennaraháskóli: Ármann – KFÍ......... 19.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – ÍG....................... 19.15 Iða, Selfossi: FSu – Skallagrímur....... 19.15 BLAK Evrópumót félagsliða karla: Digranes: HK – Middelfart ...................... 20 Í KVÖLD! LANDSLIÐIÐ: Markverðir: Sveinbjörn Pétursson (Akureyri), Hreiðar Levy Guðmundsson (Nötteröy). Aðrir leikmenn: Alexander Petersson (Füchse Berlín), Arnór Atlason (AG), Aron Pálmarsson (Kiel), Ásgeir Örn Hall- grímsson (Burgdorf), Bjarki Már Elísson (HK), Ingimundur Ingimundarson (Fram), Kári Kristján Kristjánsson (Wetzlar), Róbert Gunnarsson (RN Lö- wen), Rúnar Kárason (Bergische), Sigurbergur Sveinsson (Basel), Snorri Steinn Guðjónsson (AG), Sturla Ásgeirsson (Val), Vignir Svavarsson (Burg- dorf), Þórir Ólafsson (Vive Kielce). PRESSULIÐIÐ: Markverðir: Björn Ingi Friðþjófsson (HK), Daníel Freyr Andrésson (FH). Aðrir leikmenn:Freyr Brynjarsson (Haukum), Oddur Gret- arsson (Akureyri), Einar Rafn Eiðsson (Fram), Gylfi Gylfason (Haukum), Ólafur Guðmundsson (Nordsjælland), Ólafur Gústafsson (FH), Róbert Aron Hostert (Fram), Anton Rúnarsson (Val), Bjarni Fritzson (Akureyri), Ólafur Bjarki Ragnarsson (HK), Tjörvi Þorgeirsson (Haukum), Atli Ævar Ingólfsson (HK), Heimir Óli Heimisson (Haukum), Ægir Hrafn Jónsson (Fram). Landsliðið gegn Pressuliðinu UNDIRBÚNINGSLEIKUR Í LAUGARDALSHÖLL Í KVÖLD KL. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.