Morgunblaðið - 04.11.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.2011, Blaðsíða 3
þriggja kvöld iðið í mætir K og ÍF á Magnúsi n er þjálfari ögurra í Dan- Sig- n í lok elli í ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2011 Knattspyrnu-maðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Stjörnuna í Garðabæ. Varn- armaðurinn stóri og sterki hefur leikið með Garða- bæjarliðinu frá árinu 2008 en þar áður með ÍBV og KR. Tryggvi kom við sögu í 18 leikjum Stjörnunnar í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði í þeim 3 mörk.    Þýski landsliðsmaðurinn BastianSchweinsteiger viðbeinsbrotn- aði í sigurleik Bayern München gegn Napoli í Meistaradeildinni í fyrrakvöld. Miðjumaðurinn öflugi gekkst undir aðgerð í gær og verð- ur hann frá keppni út þetta ár að sögn forráðamanna Bayern-liðsins. Schweinsteiger verður útskrifaður af sjúkrahúsi í dag en aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna.    Antonio Cassano framherjiítalska knattspyrnuliðsins AC Milan mun gangast undir hjarta- ðgerð í Mílanó í dag. Cassano veikt- ist eftir leik AC Milan og Roma um síðustu helgi og var í kjölfarið lagð- ur inn á sjúkrahús. Við skoðun þar kom í ljós að framkvæma þarf að- gerð í hjartagátt leikmannsins og verður hann frá keppni nokkra mánuði.    Suður-Kóreumenn tryggðu sér ígær sæti á Ólympíuleikunum í London næsta sumar þegar þeir báru sigurorð af Japönum, 26:21, í úrslitaleik í undankeppninni í Asíu. Áður höfðu Argentínumenn tryggt sér farseðilinn til London með því að vinna undankeppnina í Suður- Ameríku. Frakkar fá ólympíusæti sem ríkjandi heimsmeistarar og þá eru Bretar með lið sem gestgjafar. Annað sætið tryggði Japönum keppnisrétt í undankeppni fyrir Ól- ympíuleikana en þar keppa einnig lönd eins og Ísland, Brasilía, Chile, Danmörk, Svíþjóð, Spánn, Króatía og Ungverjaland.    Danir höfðubetur gegn Þjóðverjum, 29:26, á Super- Cup hand- boltamótinu sem hófst í Þýska- landi í gærkvöld. Danir, án nokk- urra sterkra leik- manna, voru einu marki undir eftir fyrri hálfleikinn, 14:13, en strák- arnir hans Ulrik Wilbeks sneru tafl- inu við í seinni hálfleik og fögnuðu sigri. Patrick Grötzki var marka- hæstur í liði Þjóðverja með 6 mörk en hjá Dönum voru þeir voru þeir, Hans Óttar Lindberg, Kasper Irm- ing og Nikolaj Markussen með 5 mörk hver. Fólk folk@mbl.is LANDSLIÐIÐ Ívar Benediktsson iben@mbl.is Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segir að sá möguleiki sé fyrir hendi að ekki verði mögulegt að stilla upp sterkasta hópnum á Evrópumeist- aramótinu sem fram fer í Serbíu 15. – 29. janúar á næsta ári. Ákveðin hættu- merki séu uppi vegna meiðsla Björg- vins Páls Gústavssonar, markvarðar, og Ólafs Stefánssonar, sem verið hef- ur óskoraður leiðtogi landsliðsins, ut- an vallar sem innan, síðustu mörg ár. Björgvin Páll hefur glímt við meiðsli í hægri öxl síðasta mánuðinn. Komi til þessað hann þurfi að gangast undir aðgerð á næstunni séu hverf- andi líkur á að hann standi í marki landsliðsins á EM í Serbíu. Ólafur hefur ekki spilað leik síðan í júní vegna meiðsla í hné og því miður virðast ekki vera líkur á að hann leiki eitthvað á næstunni með danska stór- liðinu AG Köbenhavn, sem hann gekk til liðs við í sumar. Bakslag kom fyrir þremur vikum í þann bata sem Ólafur hafði fengið eftir aðgerð í ágúst. Mjög mikilvægir hlekkir „Auðvitað er það áhyggjuefni ef Björgvin er það illa meiddur að hann verður að fara í aðgerð á næstunni. Hann er aðalmarkvörður landsins og mjög mikilvægur hlekkur í keðjunni okkar. Ólafur er enn ekki farinn af stað með liði sínu og óvíst hvenær af því verður. Þá vona ég ennfremur að fleiri bætist ekki í þennan hóp, sem að minnsta kosti óvissa ríkir um, því við höfum ekki úr fjölmennum hópi að velja,“ sagði Guðmunur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Vonandi eru áhyggjur okkar af Björgvini óþarfar, þegar upp verður staðið, og meiðslin hans gangi til baka,“ segir Guðmundur og bætir við að „staðan á Ólafi [sé] ef til vill krít- ískari ef eitthvað er. Í fyrsta lagi hefur hann ekkert spil- að síðan í landsleiknum við Austurríki hér heima í júní og enginn veit hve- nær hann getur farið að spila á nýjan leik. Þá er allt á huldu hvernig ástand- ið á honum verður þegar hann getur farið að spila á nýjan leik. Þá þarf hann kannski að fara í algera endur- uppbyggingu og fleira í þeim dúr. Í ljósi þessa er alveg óvíst að Ólafur verði með okkur á EM,“ segir Guð- mundur. Ólafur hefur allt frá því í vor glímt við meiðsli á hné sem tengja liðþófa en slík meiðsli eru afar erfið viðureignar. Guðmundur segir að ekki þurfi að fjölyrða um hversu mikið áfall það væri geti Ólafur ekki tekið þátt í Evr- ópumeistaramótinu af fullum krafti með félögum sínum í íslenska lands- liðinu. Vissulega eigi landsliðið fleiri örvhenta leikmenn en skarð Ólafs verði vandfyllt eigi að síður. „Sökum fjarveru Ólafs valdi ég Rúnar Kárason í landsliðshópinn sem æft hefur þessa vikuna. Hann hefur staðið sig vel á æfingum sem er já- kvætt og síðan eru Alexander Pet- ersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson einnig í landsliðshópnum. Allt eru þetta vangaveltur ennþá, bæði með Björgvin og Ólaf en um ára- mótin mun staðan væntanlega liggja fyrir og þá munum við vinna úr henni.“ Vantar fleiri hávaxna Guðmundur Þórður segir að sá hóp- ur leikmanna sem hann hafi úr að velja í landsliðið sé ekki mjög fjöl- mennur. „Við erum fljótir að finna fyrir því ef flísast úr hópnum menn eins og Björgvin og Ólafur. Ég held að menn verði að átta sig á að sá hópur sem ég hef úr að velja er ekki stór. Okkur vantar t.d. fleiri há- vaxna varnarmenn sem geta spilað á miðjunni og geta m.a. leyst Sverre Jakobsson af hólmi. Ég hef ekki fund- ið þá ennþá, þeir eru kannski á leið- inni. Ég veit um tvo hávaxna leikmenn sem gætu verið á leiðinni. Annar er í Haukum og hinn er í HK. Okkur vant- ar klárlega fleiri varnartröll í íslensk- an handknattleik.“ Einblínt um of á sóknarleik Guðmundur segir að þessi staða, að fleiri hávaxna varnarmenn vanti, leiði hugann enn einu sinni að því að hlúa verði betur að hávöxnum leikmönnum í þjálfun yngri flokka hér á landi. For- veri hans, Alfreð Gíslason, hafði uppi svipaðar áhyggjur, fyrir fjórum árum. „Það þarf að finna þá stráka sem eru hávaxnir og hafa hæfileika til að leika í vörn og einnig sem línumenn í sókn. Þeim þarf að gefa tækifæri í yngri flokkum til að þroskast og fá tækifæri. Mig grunar að á tíðum sé einblínt of mikið á sóknarleik í hand- bolta hér á landi á kostnað varnarleiks og þá þeirrar staðreyndar hversu mikilvægir hávaxnir handboltamenn eru fyrir íþróttina þegar horft er á hið alþjóðlega umhverfi,“ segir Guð- mundur og bendir að oft sé það sagt að góður sóknarleikur vinni leiki en góður varnarleikur vinni mót. „Ég segi oft við mína menn í Rhein- Neckar Löwen fyrir leiki í þýsku deildinni að úrslit leikja ráðist oft á varnarleik, markvörslu og hraðaupp- hlaupum. Það eru ekki ný sannindi í handabolta.“ Beðið eftir svörum Tíminn líður og það er alveg ljóst að ég sem landsliðsþjálfari þarf að fá svör frá þeim drengjum hér heima sem eiga möguleika á því að verða mjög góðir varnarmenn. En til þess að þeir geti orðið það og gefið mér svör þá verða þeir að æfa mjög og taka sig taki,“ sagði Guðmundur. Spurður við hverja hann ætti svaraði Guðmundur. „Heimir Óli í Haukum er einn þeirra sem ég bíð eftir svari frá, Bjarki Már Gunnarsson í HK er ann- ar. Ég hef fylgst með þeim og vona að þeir taki áskoruninni,“ sagði Guð- mundur Þórður Guðmundsson, lands- liðsþjálfari í handknattleik karla. Hefur áhyggjur af Ólafi og Björgvini Páli vegna EM Morgunblaðið/Golli Undirbúningur Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, á tali við Óskar Bjarna Óskarsson, aðstoðarmann sinn.  „Krítísk“ staða á fyrirliðanum  Vill svör frá Heimi Óla og Bjarka Má Ragna Ingólfsdóttir veitti Tine Baun, sjöundu bestu badmintonkonu heims, harða keppni á Bitburger-mótinu í Saar- brücken í gær en tapaði fyrir henni og er úr leik. Þær Ragna og Tine mættust í 16 manna úrslitum mótsins og fyrri lotan var afar jöfn og tvísýn, en sú danska þurfti framlengingu til að sigra Rögnu, 26:24. Í þeirri síðari vann Tina hinsvegar öruggan sigur, 21:11. Mótið í Saarbrücken er geysilega sterkt og nokkrar af bestu badmintonkonum heims eru á meðal keppenda. Þó Tine Baun sé í 7. sæti heimslistans er henni raðað inn sem aðeins þriðji sterkasti keppandinn á mótinu. vs@mbl.is Ragna stóð í Baun Ragna Ingólfsdóttir Íslenskt karatefólk verður fjölmennt á opna Stokkhólmsmótinu í höfuðborg Svíþjóðar um helgina en þar verður keppt í bæði kata og kumite. Íslend- ingar hafa verið sigursælir á mótinu undanfarin ár en í fyrra komu íslensku keppendurnir heim með fimm gull- verðlaun og um þrjátíu verðlaun alls. Í fararbroddi verða Kristján Helgi Car- rasco og Aðalheiður Rósa Harðardóttir sem voru valin karatefólk ársins 2010. Ferðin er liður í keppnisröð landsliðs- fólksins á þessum vetri og landsliðsþjálfarinn í kata, Magnús Kr. Eyjólfsson, er með í för. Fleiri fara utan en landsliðsfólkið og alls verða um 25 íslenskir keppendur á mótinu. vs@mbl.is Margir til Stokkhólms Aðalheiður Rósa Harðardóttir Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, mun hefja leik á 2. stigi úrtökumótanna fyrir bandarísku PGA-mótaröðina hinn 16. nóv- ember næstkomandi. Birgir komst í gegnum 1. stigið í Norður-Karólínu í síðasta mánuði og vann sér þar með þátttökurétt á 2. stiginu. Birgir mun að þessu sinni keppa á Plant- ation-vellinum á Flórída en keppt verður á sex stöðum á þessu stigi úrtökumótanna. Birgir staðfesti þetta við netmiðilinn Kylf- ing.is. Gert er ráð fyrir því að um fimmtán til tutt- ugu kylfingar komist áfram á 3. og síðasta stigið en þá er um eitt lokamót að ræða og mun það einnig fara fram á Flórída. Birgir ætlar að dvelja ytra við æfingar líkt og hann gerði í aðdraganda mótsins á 1. stiginu. kris@mbl.is Birgir keppir á Flórída Birgir Leifur Hafþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.