Morgunblaðið - 04.11.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.2011, Blaðsíða 4
Í VESTURBÆNUM Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Mikil spenna ríkti fyrir þennan leik í gærkveldi. Keflvíkingar hafa verið á uppleið og KR-ingar stöðugir og öflugir; þetta eru þau lið sem hafa oftast haft lúkurnar greyptar um þann stóra síðustu ár og saga leikja liðanna síðustu ár ep- ísk í umfangi sínu; Shakespearísk dramatík í flestum viðureignum og ógleymanleg barátta, m.a.s. fyrir mig. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og alveg ljóst í upphitun að allir voru til- búnir í alvöru leðjuslag. Áhorfendur fengu að upplifa nákvæmlega þetta í „stórlega ýktri“ dramatík sem endaði með sigri heimamanna 74:73. Hefðu ekki hitt sjóinn á bryggjunni Leikurinn byrjaði illa hjá báðum liðum. Hittni beggja liða var skelfileg, sérstaklega fyr- ir utan þriggja stiga línu; Magnús Gunnarsson, Charlie Parker og Steven Gerard hefðu ekki hitt í sjóinn standandi á Keflavíkurbryggju eins og þeir spiluðu í fyrri hálfleik fyrir gestina; 12 þriggja stiga skot, ekkert ofaní. Sigurður Gunn- arsson kom sterkur inn fyrir Keflavík og setti 7 stig í röð og hleypti meira lífi í sína menn. KR átti fá svör við svæðisvörninni. Keflavík náði að hægja á hraða í leiknum sem KR hefur spilað í vetur og nánast kúpla Ed Horton þar með úr leiknum. Keflavík náði góðu forskoti í byrjun seinni hálfleiks með tveimur þristum frá Magnúsi en heimamenn fljótir að svara fyrir sig. Hregg- viður Magnússon var að spila flotta vörn á Cole undir körfunni og virtist sá síðarnefndi frekar klaufalegur í sínum aðgerðum. Gestirnir klár- uðu þriðja leikhluta mjög vel; gríðarleg barátta þeirra skilaði sér í 27 stigum gestanna og voru Almar Guðbrandsson, Valur Valsson, Sigurður og Magnús að spila vel. Taugaveiklun og mistök Síðasti leikhlutinn byrjaði eins og hann end- aði; taugaveiklun og mistök beggja liða ein- kenndu allar sóknaraðgerðir. KR-ingar voru fljótari að ná áttum og söxuðu á forskotið með góðri vörn og hröðum leik. Hreggviður setti nokkur skot niður af vítalínufærinu án þess að miðjumanni svæðisvarnar gestanna dytti í hug að fara í hann og leikurinn jafn aftur. Keflavík skorar ekki fyrstu 6 mínútur fjórðungsins og KR nær að síga fram úr. Sókn gestanna hrynur í þessum lokafjórð- ungi; Parker og Gerard virtust ætla að gera allt sjálfir og máttlausir tilburðir skiluðu engu. Tairu kunnugur í Pakistan? KR-ingar sýndu karakter og tóku öll völd síð- ustu mínúturnar en aldrei má afskrifa Keflavík því lokasekúndurnar voru Biblíulegar að stærð og dramatík. Þegar 44 sekúndur voru eftir var KR yfir 74:71 og á vítalínunni. Emil klikkar úr báðum, Keflavík skorar og pressar, 74:73. Dav- id Tairu lendir í vandræðum við endalínu og ákveður að biðja ágætan dómara leiksins um leikhlé, nokkuð sem má ekki nema í Bandaríkj- unum og ákveðnum héruðum í Pakistan. Keflavík fær boltann þegar 15 sek. eru eftir af leiknum. Parker kemst í erfitt sniðskot, hittir ekki, Cole nær frákastinu undir körfunni og klikkar á óútskýranlegan hátt líka, Gerard nær frákastinu og veit greinilega ekki hvað klukkan slær því hann heldur á boltanum þegar bjallan glymur. Tvö sniðskot klikka hjá Keflavík og heimamenn heppnir að vinna. Keflavík gerði vel í leiknum; tók KR úr sínum leik og átti möguleika að vinna. Bæði lið áttu dapran sóknardag en lokamínútur leiksins voru hin mesta skemmtun. Finnur Magnússon, Hreggviður og Tairu voru bestir í annars slöku liði heimamanna. Magnús og Almar bestir gest- anna en útlendingar Keflavíkur voru lélegir. Biblíulegar sekúndur Morgunblaðið/Árni Sæberg Vonbrigði Keflvíkingar gátu ekki leynt vonbrigðum sínum þegar leiktíminn rann út.  KR-ingar heppnir að vinna Keflavík 74:73  Bæði lið döpur í sókninni  Stórskemmtilegar lokamínútur í Vesturbænum þar sem mikið gekk á 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 2011 KR – Keflavík 74:73 Gangur leiksins: 4:2, 12:6, 14:15, 21:18, 23:20, 26:24, 30:28, 32:35, 40:41, 46:52, 51:57, 53:62, 58:65, 64:67, 70:68, 74:73. KR: David Tairu 21/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 12/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 11/10 fráköst/5 stoðsendingar, Edward Lee Horton Jr. 8/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6/4 fráköst, Martin Her- mannsson 5, Ólafur Már Ægisson 3. Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn. Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 20, Charles Michael Parker 15/4 fráköst, Jar- ryd Cole 13/8 fráköst, Steven Gerard Dag- ustino 9/5 fráköst, Sigurður Friðrik Gunn- arsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/7 fráköst, Valur Orri Valsson 3. Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson. Snæfell – Njarðvík 89:67 Gangur leiksins. 13:5, 18:9, 30:11, 35:14, 37:19, 47:25, 51:32, 52:36, 54:38, 62:47, 68:49, 73:51, 77:54, 86:56, 87:59, 89:67. Snæfell: Quincy Hankins-Cole 19/10 frá- köst/6 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 15/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/4 fráköst, Marquis Sheldon Hall 12, Sveinn Arnar Davidsson 12, Ólafur Torfa- son 9/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 4, Snjólfur Björnsson 2, Egill Egilsson 2. Fráköst: 25 í vörn, 10 í sókn. Njarðvík: Travis Holmes 17, Cameron Ec- hols 10/5 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 9, Maciej Stanislav Baginski 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Elvar Már Friðriksson 6/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 5, Jens Valgeir Óskarsson 2, Óli Ragnar Alex- andersson 2, Oddur Birnir Pétursson 1. Fráköst: 15 í vörn, 2 í sókn. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir Jensson. Valur – Grindavík 73:83 Gangur leiksins: 5:2, 14:5, 18:8, 26:17, 30:24, 33:32, 42:38, 47:42, 49:46, 52:47, 57:58, 61:60, 68:68, 70:73, 71:78, 73:83. Valur: Igor Tratnik 22/5 fráköst, Darnell Hugee 16/9 fráköst/3 varin skot, Austin Magnus Bracey 11/4 fráköst, Hamid Dicko 7, Snorri Þorvaldsson 7, Birgir Björn Pét- ursson 5/6 fráköst, Ragnar Gylfason 5/5 stoðsendingar. Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn. Grindavík: Giordan Watson 23/6 stoðsend- ingar, J’Nathan Bullock 19/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 14/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Sig- urður Gunnar Þorsteinsson 5/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 5/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Jóhann Árni Ólafsson 1. Fráköst: 20 í vörn, 15 í sókn. Dómarar: Davíð Kr. Hreiðarsson, Jon Þór Eyþórsson. Staðan: Grindavík 5 5 0 436:367 10 KR 5 4 1 433:423 8 Þór Þorl. 4 3 1 360:340 6 Stjarnan 4 3 1 366:321 6 Keflavík 5 3 2 435:394 6 Snæfell 5 3 2 461:426 6 ÍR 4 2 2 359:369 4 Njarðvík 5 2 3 415:418 4 Fjölnir 4 2 2 355:370 4 Haukar 4 0 4 324:374 0 Tindastóll 4 0 4 323:374 0 Valur 5 0 5 371:462 0 Svíþjóð Solna – Borås ........................................ 87:95  Logi Gunnarsson skoraði 15 stig fyrir Solna. KÖRFUBOLTI Nýliðar Vals stóðu uppi í hárinu á öflugu liði Grindvíkinga þegar liðin mættust í Iceland Ex- press deild karla á Hlíðarenda í gærkvöldi. Grindavík hafði þó betur 83:73 en Valur hafði lengi vel forystuna. „Við leiddum mest allan leik- inn á móti feikilega sterku liði Grindavíkur og vorum að spila okkar besta leik til þessa í vetur. Við misstum bæði Igor Tratnik og Magnús Bra- cey út af með fimm villur þegar um fjórar til fimm mínútur voru til leiksloka. Það var stórmál fyrir okkur en við höfðum reyndar átt nokkrar lélegar sóknir í röð áður en það gerðist,“ sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals þegar Morg- unblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Ef marka má þessa frammistöðu þá virðist Ágúst vera að púsla saman samkeppnishæfu liði á Hlíðarenda en Valsarar hafa tapað öllum sín- um leikjum í upphafi deildarinnar. „Okkur vant- aði þrjá leikmenn sem hafa spilað 40-50 mínútur í leik. Við létum Garrison Johnson fara, Alexander Dungal er meiddur og Benedikt Blöndal er í landsliðsverkefni í stærð- fræði. Okkur vantaði því meiri breidd að þessu sinni.“ Stórsigur Snæfells Hólmarar tóku Njarðvík- ingana ungu í kennslustund í Stykkishólmi og sigruðu 91:67. Leikurinn varð aldrei spennandi því Snæfell tók öll völd strax í fyrsta leikhluta og Njarðvík virtist aldrei eiga möguleika eftir það. „Við spiluðum feikilega fína vörn og vorum ákveðnir en það er nokkuð sem við höfum ekki verið í síðustu tveimur leikjum. Það skilaði sér í góðri forystu og Quincy var að spila mjög vel fyrir okkur og byrjaði leikinn mjög sterkt. Ég hef nú séð þessa drengi í Njarð- vík spila betur. Þeir voru ekki góðir í kvöld og við töpum okkur því ekki yfir þessum sigri. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar leik enda byrjuðum við á núllpunkti með nýjan leik- stjórnanda á móti ÍR. Við erum endalaust að laga hluti sem þurfa að vera í lagi,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi og honum líst nokkuð vel á nýja Bandaríkjamanninn Marquis Sheldon Hall. „Þetta er traustur bakvörður. Hann stýrir leik liðsins og spilar aðra leikmenn uppi en getur jafnframt skorað þegar mikið liggur við. Hann gerir þá hluti sem okkur vantaði og við erum ánægðir með það sem hann hefur gert hingað til,“ sagði Ingi. kris@mbl.is Valsmenn komu á óvart Ingi Þór Steinþórsson Helenu Sverr- isdóttur og samherjum hennar í Góðu englunum frá Slóvaíku gengur býsna vel í Meistaradeild Evrópu í körfu- knattleik oga hafa unnið þrjá leiki af fjórum. Í gærkvöldi heimsótti liðið Tar- anto til Ítalíu og sigraði 61:56. Helena setti þó ekki mikinn svip á leikinn en hún komst ekki á blað í stigaskorun, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu. Hún hefur byrjað rólega í Slóvakíu og kemur það nokkuð á óvart eftir mikla velgengni hennar í há- skólaboltanum í Bandaríkjunum. kris@mbl.is Góðu engl- arnir unnu á Ítalíu Helena Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.