Morgunblaðið - 08.11.2011, Blaðsíða 1
HANDBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Ég er ekki kominn með tilboð frá Kiel eða er í við-
ræðum við félagið en Kiel er stærsta og besta hand-
boltalið í heimi og ef ég fengi símtal frá félaginu og þar
kæmi fram að það vildi fá mig myndi ég að sjálfsögðu
hlusta á það. Ég hef heyrt í Alfreð en það er ekkert kom-
ið á hreint hvað Kiel ætlar að gera,“ sagði landsliðsmað-
urinn Guðjón Valur Sigurðsson við Morgunblaðið í gær.
Fram kom í þýska blaðinu Kieler Nachrichten í gær
að Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, hefði augastað á Guð-
jóni Val og vildi fá hann í lið sitt fyrir næsta tímabil en
Guðjón lék undir stjórn Alfreðs hjá Gummersbach fyrir
nokkrum árum, sem og með landsliði Íslands þegar Al-
freð stýrði því.
Guðjón Valur yfirgaf þýska liðið Rhein-Neckar Lö-
wen í sumar og samdi við danska meistaraliðið AG Kö-
benhavn en Guðjón átti eitt ár eftir af samningi sínum
við Löwen þegar hann fór til Kaupmannahafnarliðsins.
Samningur hans við AG Köbenhavn rennur út eftir
tímabilið.
AG vill framlengja samninginn
„Forráðamenn AG hafa rætt við mig og sagt að þeir
vilji framlengja samninginn við mig en þessi mál eru í
biðstöðu,“ sagði Guðjón Valur.
Spurður hvernig honum líki vistin í Kaupmannahöfn
sagði Guðjón Valur: „Þetta er bara ágætt. Ég er í góðu
liði, spila með skemmtilegum mönnum, hef góðan þjálf-
ara og umgjörðin hjá félaginu er flott,“ sagði Guðjón
Valur en með honum hjá félaginu eru Snorri Steinn
Guðjónsson, Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson.
Guðjón Valur hefur leikið vel með AG Köbenhavn á
leiktíðinni og er markahæsti leikmaður liðsins í deildinni
og í Meistaradeildinni.
„Það hefur gengið sérlega vel hjá okkur í Meist-
aradeildinni en ekkert sérstaklega í deildinni þótt við
séum efstir. Ég var lélegur í síðasta leik en annars hefur
mér bara gengið vel,“ sagði Guðjón Valur en AG Köben-
havn er með eins stigs forskot í toppsæti dönsku úrvals-
deildarinnar. Liðið tapaði sínum fyrsta leik á dögunum
þegar það lá fyrir Álaborg á heimavelli.
Í Meistaradeildinni er liðið með fullt hús stiga eftir
þrjá leiki en AG vann frönsku meistarana í Montpellier í
síðustu umferð þar sem Guðjón fór á kostum og skoraði
9 mörk.
„Ég hef heyrt í Alfreð“
Guðjón Valur Sigurðsson orðaður við þýska stórliðið Kiel Ekki fengið tilboð
eða farið í viðræður en myndi hlusta á það Gengur vel með AG Köbenhavn
Morgunblaðið/Golli
Reyndur Guðjón Valur Sigurðsson lék í Þýskalandi um árabil, með Essen, Gummersbach og
Rhein-Neckar Löwen. Ekki er loku fyrir það skotið að Kiel bætist á ferilskrána innan tíðar.
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 2011
íþróttir
Körfubolti Fjörug körfuboltahelgi hjá Fjölnismönnum í Grafarvogi þar sem
nokkur hundruð krakkar spiluðu af fullum krafti á sex völlum 4
Íþróttir
mbl.is
Vegna hand-
arbrots Einars
Inga Hrafnsson
handknattleik-
manns þurfti að
skrúfa saman
bein í hand-
arbaki hægri
handar hans síð-
asta föstudag af
lækni hér heima
á Íslandi áður en
Einar Ingi hélt til síns heima í Dan-
mörku um helgina. Hann hand-
arbrotnaði á fyrstu æfingu íslenska
landsliðsins í handknattleik á
mánudaginn fyrir viku. Í fyrstu var
talið að e.t.v. væri nóg setja hönd
Einars Inga í gifs en við nánari at-
hugun var ákvörðun tekin um að
festa beinið saman með skrúfu.
„Það gert til þess að flýta fyrir
bata,“ sagði Einar Ingi í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Með þessu
móti get ég hreyft fingurna og úln-
liðinn fyrr auk þess sem brotið
grær fullkomlega saman,“ segir
Einar Ingi sem fer á föstudaginn
með höndina í myndatöku. Vonast
hann til að þá hafi bólgur minnkað
verulega og hann geti fengið létt-
ara gifs eða spelku um höndina.
Brotið er langsum eftir hægra
handarbaki í framhaldi af baug-
fingri.
„Hvenær ég spila síðan á nýjan
leik með liðinu skýrist þegar frá
líður og engin leið að segja til um
það núna,“ segir Einar Ingi
Hrafnsson, handknattleiksmaður
hjá Mors-Thy í Danmörku. iben-
@mbl.is
Þurfti að
skrúfa saman
Einar Ingi
Hrafnsson
Emil Hall-
freðsson og fé-
lagar í Hellas
Verona halda
sigurgöngu
sinni áfram í
ítölsku B-
deildinni í
knattspyrnu. Í
gærkvöldi unnu
þeir Bari á úti-
velli, 1:0, með
sigurmarki átta mínútum fyrir
leikslok.
Emil lék allan leikinn með Hell-
as Verona en hann hefur átt fast
sæti í liðinu alla þessa leiktíð. Það
kom ekki í hans hlut að skora
sigurmarkið í gær en Emil hefur
verið markheppinn á leiktíðinni og
skorað fimm mörk.
Hellas Verona kom upp í B-
deildina fyrir þetta keppn-
istímabil. Eftir brösótta byrjun
hefur liðið unnið hvern leikinn á
fætur öðrum síðustu vikur og situr
nú í 6. sæti með 22 stig að loknum
14 leikjum. Torino er efst með 22
stig, fimm stigum á undan Pescara
og Sassuoli. Gamla lið Emils,
Reggina, er sætinu fyrir ofan Ve-
rona með 24 stig. iben@mbl.is
Verona þok-
ast ofar
Emil
Hallfreðsson
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Óvenjuþungur dómur féll hjá aganefnd Golf-
sambands Íslands þegar íslenskur kylfingur var
dæmdur í árs keppnisbann hinn 10. október síð-
astliðinn. Málavextir voru þeir að kylfingurinn
fékk frávísun úr opnu móti á vegum Golfklúbbs
Bakkakots í Mosfellsdal í ágúst í sumar.
Breytti hann skori sínu á einni holu eftir að rit-
ari hans hafði skrifað undir skorkortið og var rit-
aranum ekki kunnugt um breytinguna enda höfðu
þeir verið sammála um skorið á hringnum.
Um þetta atriði er ekki deilt en í málsvörn kylf-
ingsins kom fram að hann hefði haldið utan um
skor sitt á öðru skorkorti og ætlað að breyta skor-
inu á einni holu á því skorkorti til að sjá hver nið-
urstaðan hefði orðið hefði honum tekist betur upp
á tiltekinni holu. Breytti hann skorinu úr 5 högg-
um í 3 á 9. holu vallarins sem er par 3. Hann hafi í
gáleysi breytt skorinu á skorkortinu sem skilað
var inn til mótstjórnar.
Aganefnd þótti málsvörnin ekki trúverðug og
dæmdi kylfinginn í ársbann á þeim forsendum að
hann hefði reynt að hafa rangt við í mótinu með
óheiðarlegum hætti.
Fáir dómar sem falla
Morgunblaðið sló á þráðinn til Harðar Þor-
steinssonar, framkvæmdastjóra GSÍ, og spurði
hann hvort dómar sem þessi væru algengir í
íþróttinni? „Nei, þetta er ekki algengt og ekki
margir dómar sem hafa fallið hjá aganefnd, sem
betur fer kannski. Þetta er þyngsti úrskurður sem
fallið hefur síðustu tíu árin. Ég held að ég geti
fullyrt það,“ sagði Hörður.
Þyngsti dómur síðari ára
Kylfingur í ársbann eftir að hafa breytt skorkorti Málsvörn þótti ótrúverðug