Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM
M
ed
ia
G
ro
up
eh
f
|H
SÍ
|1
10
1
20
11
Akureyri - Grótta
Höllin, Ak. | Kl. 18.30
Fim. 10. nóv. | N1-deild karla
FH - Haukar
Frestað
Fim. 10. nóv. | N1-deild karla
Valur - HK
Vodafone-höllin | Kl. 19.30
Fim. 10. nóv. | N1-deild karla
Fram - Afturelding
Framhús | Kl. 20.00
Fim. 10. nóv. | N1-deild karla
Fram - ÍBV
Framhús | Kl. 18.00
Fim. 10. nóv. | N1-deild kvenna
HK - Valur
Digranes | Kl. 14.00
Lau. 12. nóv. | N1-deild kvenna
FH - Grótta
Kaplakriki | Kl. 16.00
Lau. 12. nóv. | N1-deild kvenna
KA/Þór - Stjarnan
KA-heimilið | Kl. 16.00
Lau. 12. nóv. | N1-deild kvenna
N1-deild karla N1-deild kvenna
íþróttir
Knattspyrna Leikmenn íslenska landsliðsins, sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri,
mætir Englendingum í undankeppni EM á Weston Homes Community-vellinum í Colchester 4
Íþróttir
mbl.is
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Arnór Atlason hefur skrifað undir
nýjan þriggja ára samning við
danska meistaraliðið AG Köben-
havn. Það var tilkynnt í gærkvöldi
áður en liðið lék sér eins köttur að
mús að Skjern í 8-liða úrslitum
dönsku bikarkeppninnar í hand-
knattleik. Arnór verður þar með í
herbúðum AG fram á mitt árið 2015
en nýi samningurinn tekur gildi um
mitt næsta ár þegar núverandi
samningur hans við félagið rennur
út.
„Það kom ekkert annað til greina
úr því að Akureyri handboltafélag
gerði mér ekki tilboð,“ sagði Arnór
á léttu nótunum í samtali við Morg-
unblaðið á tíunda tímanum í gær-
kvöldi.
„Það var aldrei neinn vafi í mín-
um huga að en vera áfram hjá AG úr
því að félagið vildi gera við mig nýj-
an samning. Ég er mjög ánægður
með þetta og hugsa ekki um að fara
eitthvað annað. Ég er hjá toppliði,“
sagði Arnór sem verið hefur fyrirlið
stórliðsins sem er bæði danskur
meistari og bikarmeistari um þess-
ar mundir.
Áður en Arnór gekk til liðs við AG
hafði hann leikið um fjögurra ára
skeið með FCK Kaupmannahöfn
en atvinnumannaferililinn hóf
hann með eins árs dvöl hjá þýska
1. deildarliðinu SC Magdeburg.
Arnór hefur leikið 114 A-
landsleiki og skorað í þeim 268
mörk. Hann hefur átt fast sæti í ís-
lenska landsliðinu í sjö ár og var
m.a. í liðinu sem vann silf-
urverðlaun á Ólympíuleikunum í
Peking fyrir þremur árum og
bronsverðlaun á Evrópumeist-
aramótinu í Austurríki í janúar
2010. Þá var hann einn mátt-
arstólpa íslenska 20 ára landsliðs-
ins sem varð Evrópumeistari árið
2004.
Sýning í Bröndby-höllinni
AG sló upp sýningu á heimavelli
sínum í gærkvöldi í gegn Skjern og
vann með 16 marka mun, 33:17,
eftir að hafa verið ellefu mörkum
yfir í hálfleik, 20:9.
Eins og tölurnar gefa til kynna
var um algjöra einstefnu að ræða í
leiknum og engu líkara á köflum
en að aðeins eitt lið væri á vell-
inum. Arnór skoraði tvö mörk í
leiknum og Snorri Steinn Guð-
jónsson eitt. Guðjón Valur Sig-
urðsson, fór á kostum, einkum í
fyrri hálfleik og skorað sex mörk.
Það er því nokkuð ljóst að AG-
liðið sýnir enga miskun í titilvörn
sinni í bikarkeppninni.
Ekkert annað
kom til greina
Arnór verður hjá AG til ársins 2015
Morgunblaðið/Gísli Baldur
Áfram Arnór Atlason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við AG.
Stjarnan úr
Garðabæ nældi
sér í gær í liðs-
styrk fyrir átökin
næsta sumar í
Pepsi-deild karla
í knattspyrnu.
Gunnar Örn
Jónsson, fyrrver-
andi leikmaður
Breiðabliks og
KR, gerði þá
tveggja ára samning við félagið.
Samningur Gunnars við Íslands- og
bikarmeistarana í Vesturbænum var
útrunninn og honum því frjálst að
hafa félagaskipti.
Gunnar er 26 ára gamall en gekk
illa að vinna sér sæti í byrjunarliði
KR á síðustu leiktíð en lék þó marga
mikilvæga leiki þegar leið á sumarið
eins og bikarúrslitaleikinn á móti
Þór.
Samningsbundnir ungir menn
Um leið og Gunnar skrifaði undir
samninginn var tilkynnt að þeir Atli
Jóhannsson og Tryggvi Bjarnason
hefðu framlengt samninga sína við
félagið. Einnig gerðu ungir og efni-
legir leikmenn félagsins samninga
við félagið. Urðu þeir Íslandsmeist-
arar með 3. flokki í sumar og ganga
nú upp í meistaraflokk félagsins. Um
er að ræða þá Aron Rúnarsson Heið-
dal, Atla Frey Ottesen Pálsson,
Daníel Andra Baldursson, Svein Sig-
urð Jóhannsson og Þorr Geir Rún-
arsson. kris@mbl.is
Myndbandsviðtal við Gunnar Örn
er að finna á mbl.is.
Bjarni þéttir
raðirnar í
Garðabæ
Gunnar Örn
Jónsson