Morgunblaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 4
BADMINTON
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Hið árlega badmintonmót Iceland
International fer fram á næstu
helgi í húsakynnum TBR og hefst á
morgun. Eins og nafnið gefur til
kynna er mótið alþjóðlegt og að
þessu sinni koma keppendur frá tíu
löndum. Alls verða keppendur sjö-
tíu og einn talsins en þó eru erlend-
ur keppendurnir færri en reiknað
var með.
Árangur í mótinu gefur mynd-
arleg stig á heimslistann og á Ól-
ympíuári er það býsna mikilvægt.
Íþróttamenn keppast jú við að
safna stigum í þeim tilgangi að
komast nógu hátt á heimslistann til
að komast inn á leikana.
Ragna sterkust í kvennaflokki
Morgunblaðið sló á þráðinn til
Árna Þórs Hallgrímssonar, lands-
liðsþjálfara frá Akranesi, og spurði
hann hvers væri að vænta á mótinu
í ár og um möguleika íslenskra
keppenda. „Ragna er skráð sterk-
ust í mótið í kvennaflokki og á þar
af leiðandi mikla möguleika á því að
vinna. Það er hið besta mál því hún
er á Ólympíuári og fær 2.500 stig
fyrir að vinna mótið,“ sagði Árni og
því má bæta við að Ragna hefur
einmitt unnið þetta mót fjórum
sinnum í röð í einliðaleik en mótið
var ekki haldið árið 2008. Í fyrra
var minna verðlaunafé í boði í
mótinu og þá gaf mótið ekki eins
mörg stig á heimslista því það var
fært niður um styrkleikalista. Að
þessu sinni er samanlagt verð-
launafé hins vegar 5 þúsund doll-
arar og fyrir vikið gefur mótið fleiri
stig á heimslistann.
Magnús á möguleika
Ragna er í 75. sæti heimslistans
en hæst skrifaði keppandinn í
karlaflokki er ekki eins ofarlega á
listanum. Tékkinn Pavel Florian
fékk röðun númer eitt í einliðaleik
karla en hann er í 144. sæti á
heimslistanum en Svíinn Mathias
Borg er næststerkastur í mótinu
samkvæmt listanum en þar er hann
í 179. sæti. „Ég myndi halda að Ís-
landsmeistarinn Magnús Helgason
væri sterkasti íslenski spilarinn og
reikna með því að hann eigi mögu-
leika á móti öllum í þessu móti. Það
er svolítið erfitt að átta sig á styrk-
leika þeirra erlendu spilara sem
taka þátt í mótinu. Við höfum rennt
yfir nafnalistann og marga þeirra
þekkjum við ekki, til dæmis í hópi
þeirra dönsku. Magnús og Tinna
spila auðvitað í Danmörku og kann-
ast aðeins betur við þessa spilara
þó að þau hafi ekki mætt þeim oft.
Ég held að þetta verði mjög jafnt
mót í flestum flokkum,“ sagði Árni
ennfremur.
Blendnar tilfinningar
Að sögn Árna hafa oft á tíðum
mætt á bilinu 60-100 erlendir kepp-
endur á mótið á Ólympíuári. Hann
segist ekki kunna skýringuna á því
hvers vegna þeir eru innan við þrjá-
tíu að þessu sinni. „Það eru blendn-
ar tilfinningar í þessu því maður vill
að Íslendingar vinni mótið og fái
mikilvæg stig en einnig að sem
flestir útlendingar komi á mótið.“
Mikilvæg stig í boði vegna
ÓL í London á næsta ári
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurstrangleg Ragna Ingólfsdóttir, fremsta badmintonakona landsins, þykir sigurstrangleg í einliðaleik kvenna á Iceland Internationalmótinu.
Badmintonfólk frá tíu löndum mætir til leiks á Iceland International
Iceland International
» Alþjóðlegt badmintonmót
sem haldið er árlega hérlendis.
Mótið er í þeim styrkleikaflokki
að gefa mikilvæg stig á heims-
listann.
» Ragna Ingólfsdóttir getur
nælt sér í 2.500 stig á heims-
listanum með sigri í mótinu en
meðaltalið hjá henni úr alþjóð-
legum mótum er 1.900 stig.
Sigur yrði henni því mik-
ilvægur í viðleitni hennar til að
vinna sér sæti á Ólympíu-
leikunum í London.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2011
Arnór SveinnAð-
alsteinsson,
landsliðsmaður í
knattspyrnu sem
lék með Breiða-
bliki þar til í
sumar, hefur
samið til tveggja
ára við norska fé-
lagið Hönefoss. Arnór, sem er 25
ára gamall, fór síðsumars til Höne-
foss sem lánsmaður frá Breiðabliki
og tók þátt í frábærum endaspretti
liðsins sem tryggði sér sæti í úrvals-
deildinni eftir árs fjarveru og stóð
uppi sem sigurvegari í 1. deildinni í
mótslok. Arnór var í byrjunarliði í
öllum ellefu leikjunum eftir að hann
kom til liðsins, sem hægri bakvörð-
ur, og skoraði eitt mark.
Knattspyrnumaðurinn GunnarKristjánsson mun ekki leika
með FH-ingum á næstu leiktíð en
hann komst að samkomulagi við
Hafnarfjarðarliðið um að fá að losna
undan samningi. Gunnar kom til
FH frá KR í fyrra. Í fyrstu var um
lánssamning að ræða en Gunnar
gerði síðan samning við FH og var
samningsbundinn til ársloka 2012.
Gunnar kom við sögu í níu leikjum
FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar.
Hann er 24 ára gamall sem er upp-
alinn hjá KR og þá lék hann með
Víkingi frá 2006-2008. Hann sagðist
í samtali við mbl.is ætla að einbeita
sér að námi og m.a. hafa í hyggju að
halda utan til náms næsta haust.
Meiðsli í hásinhafa hrjáð
Hermann Hreið-
arsson nær allt
tímabilið og hef-
ur hann aðeins
náð að spila tvo
leiki með
Portsmouth í
ensku 1. deildinni
á leiktíðinni. Her-
mann er staddur á Íslandi til að
reyna að fá bót meina sinna. Hann
var að vonast til að vera laus við
meiðslin og hóf æfingar að nýju fyr-
ir þremur vikum en meiðslin tóku
sig upp aftur.
Ólafur Stefánsson mun hafa ver-ið í hlutverki aðstoðarþjálfara
hjá danska handknattleiksliðinu AG
síðustu vikur. Sören Colding, fram-
kvæmdastjóri AG, segir að eftir að
Magnus Andersson tók einn við
þjálfun liðsins fyrir nokkru hafi
hann vantað aðstoðarmann. Kjörið
hafi verið að leita til Ólafs sem hafi
hvort eða geti ekki æft eða leikið
með liðinu til að taka starfið að sér
tímabundið. Colding segist ekki
reikna með að Ólafur verði í þessu
embætti lengi né heldur að hann
verði þjálfari hjá félaginu þegar
handknattleiksferlinum lýkur.
Fólk sport@mbl.is
FÓTBOLTI
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
„Það er enginn beygur í okkur þó svo að við
höfum tapað illa fyrir þeim síðast. Þetta er
nýr leikur og við fáum gott tækifæri til að
bæta fyrir tapið heima,“ sagði Þórarinn
Ingi Valdimarsson, leikmaður U21 árs
landsliðsins í knattspyrnu, við Morg-
unblaðið í gær en í kvöld mæta Íslendingar
sterku liði Englendinga í undankeppni Evr-
ópumótsins. Leikurinn fer fram á Weston
Homes Community-vellinum í Colchester
sem tekur 10.000 manns og er uppselt á
leikinn.
„Við förum í þennan leik með því hug-
arfari að vinna. Við berum hæfilega virð-
ingu fyrir andstæðingnum en við ætlum að
taka vel á þeim. Við verðum að berjast eins
og ljón og við munum reyna að sækja hratt
þegar möguleiki gefst á því. Það er mik-
ilvægt fyrir okkur að þora að halda bolt-
anum innan liðsins. Við sýndum það í leikn-
um á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði
að við getum það alveg. Það þýðir ekkert
fyrir okkur að ætla að hanga í vörninni all-
an tímann. Það býður bara hættunni heim,“
sagði Þórarinn Ingi, miðjumaðurinn sterki
úr ÍBV, sem segir að stemningin í hópnum
sé góð og menn klárir í hörkuslag en Ís-
lendingar etja síðan kappi við Belga í Mons
á mánudaginn.
Eftir góðan sigur á Belgum, 2:1, í fyrsta
leik sínum í undankeppninni, töpuðu ís-
lensku strákarnir, 2:0, fyrir Norðmönnum á
Kópavogsvelli og 3:0 á móti Englendingum
á Laugardalsvellinum þar sem hinn eldfljóti
Alex Oxlade-Chamberlain úr Arsenal skor-
aði öll mörkin. Englendingar hafa unnið alla
þrjá leiki sína í keppninni, skorað 11 mörk
en aðeins fengið á sig eitt.
Noregur og Belgía mætast einnig í kvöld
í Noregi í þessum riðli keppninnar.
„Er enginn beygur í okkur“
Morgunblaðið/Ómar
Barátta Þórarinn Ingi Valdimarsson í baráttu
við Alex Oxlade-Chamberlain á Laugardals-
velli í haust.
Uppselt á viðureign Englands og Íslands í Colchester í undankeppni EM
Þórarinn Ingi Valdimarsson segir að vel verði tekið á andstæðingunum