Morgunblaðið - 14.11.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 14.11.2011, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2011 Íslenskt fimleikafólk átti ágætu gengi að fagna á Norður-Evrópu- mótinu í áhaldafimleikum sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Róbert Kristmannsson og Hildur Ólafs- dóttir unnu bæði til verðlauna í úr- slitum á einstökum áhöldum. Róbert varð í 3. sæti í keppni á bogahesti þar sem hann hlaut 12,75 stig og Hildur fékk 12,7 stig fyrir gólfæfing- ar sínar og vann einnig til brons- verðlauna. Auk þess að vinna til bronsverð- launanna varð Róbert í 4. sæti í keppni á svifrá þar sem hann hlaut 13,2 stig. Bróðir Róberts, Viktor, hefði átt að keppa á svifrá en varð að gefa eftir sæti sitt vegna bak- meiðsla. Hann varð í 5. sæti á tvíslá með 13,3 stig og í 7. sæti í hringjum með 11,95 stig. Bjarki Ásgeirsson var einnig nærri verðlaunasæti en hann varð í fjórða sæti í æfingum á bogahesti þar sem hann hlaut 12,6 stig. Kvennalið Íslands varð í 3. sæti af tíu þjóðum í fjölþrautarkeppninni á laugardag með 140,05 stig en Sví- þjóð sigraði þar með nokkrum yf- irburðum og hlaut 152,5 stig. Thelma Rut Hermannsdóttir varð þar í 9. sæti en Róbert og Viktor urðu jafnir í 7.-8. sæti í karlaflokki og Ólafur Garðar Gunnarsson í 9. sæti, þar sem íslenska liðið varð í 4. sæti. Litlu mátti muna að karlaliðið næði 3. sætinu af heimamönnum en aðeins munaði 1,2 stigum á liðunum. sindris@mbl.is Róbert og Hildur nældu bæði í brons Viktor Kristmannsson Knattspyrnumaðurinn Kristinn Stein- dórsson úr Breiðabliki verður næstu daga til reynslu hjá danska úrvalsdeild- arfélaginu Nordsjælland. Vefsíðan fót- bolti.net greindi frá þessu í gær. Þar segir að Kristinn, sem hefur verið einn besti maður Pepsideildarinnar síðustu ár og skoraði 11 mörk síðasta sumar, hyggist reyna fyrir sér erlendis en samningur hans við Breiðablik rann út í lok síðustu leiktíðar. Nordsjælland er í 2. sæti dönsku úr- valsdeildarinnar eftir 15 umferðir en er sjö stigum á eftir Íslendingaliðinu FC Köbenhavn. sindris@mbl.is Kristinn skoðar aðstæður hjá No Markaskorari Kristinn Steindórsson fag Árangur keppenda á Íslandsmeist- aramótinu í sundi í 25 metra laug sem lauk í gær var með allra besta móti. Alls féllu 13 Íslandsmet og 19 aldursflokkamet sem hlýtur að telja afar góður afrakstur. Á seinni tveim ur dögum mótsins, í gær og í fyrra- dag, náðust átta Íslandsmet og 11 aldursflokkamet. Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi, sem rætt er við annars staðar hér í opnunni, var senuþjófur mótsins en hún bætti Íslandsmet fjórum sinnum og stúlknamet níu sinnum. Hún fékk viðurkenningu á uppskeruhátíð eftir mótið í gær fyrir besta afrek mótsin í kvennaflokki, samkvæmt reglum A þjóðasundsambandsins, en því náði hún í 200 metra baksundi. Besta af- rek mótsins í karlaflokki átti liðs- félagi Eyglóar, Anton Sveinn McKe sem setti nýtt Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi. Hann varð meista í flestum einstaklingsgreinum, eða samtals fjórum. Eygló Ósk er 16 ár og Anton 17 ára og ljóst að hér er um að ræða afskaplega efnilegt sun fólk. Bæði verða þau í eldlínunni á Norðurlandamóti unglinga hérlendis næsta mánuði. Met Antons Sveins reyndist eina Íslandsmetið í karlaflokki á mótinu en 12 sinnum slógu konurnar met. Meta  13 Íslandsmet og  Eygló og Anton Morgunblaðið/Kristinn Alsæl Bryndís Rún Hansen keppti fyrir norska félagið Bergen Svömmerne í Laugardalnum. Hún er hér alsæl eftir að hafa bætt Íslandsmet sitt í 50 m flugsundi. HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára í hand- knattleik kvenna í Val hafa byrjað leiktíðina með afar sannfærandi hætti í N1-deildinni og eru með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Valur mætti HK í Digranesinu á laugardaginn og sigraði 32:25 en HK hafði aðeins tapað ein- um leik þegar kom að því að mæta meist- urunum. „Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með og staðan var til að mynda 7:7 eftir um það bil korter. Við hrukkum í gang í kjölfarið og náð- um að komast í 13:7. Mér fannst sigurinn ekki vera í hættu eftir það þó þær hafi saxað á for- skotið í seinni hálfleik. Við fengum aðallega á okkur ódýr víti og ódýr mörk að mér fannst,“ sagði Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir lands- liðskona úr Val og HK-liðið kom henni ekki á óvart enda setti Valsiðið leikinn upp sem einn af þeim erfiðari í vetur. „Þær hafa verið nokkuð sterkar í upphafi móts og ég held að þær séu með virkilega mikið sjálfstraust. Mér finnst þær hafa bætt sig síðan í fyrra og eru búnar að stíga eitt skref til við- bótar. Það hafa þær sýnt með því að vinna Fram og spiluðu hörkuleik á móti Stjörnunni um daginn. Við stilltum þessu upp sem einum af stóru leikjunum á tímabilinu. Við komum í leikinn af fullum krafti, eins og við reynum allt- af að gera, og tókum HK-liðið alvarlega. Þær voru með einhverjar yfirlýsingar um að þær ætluðu að verða fyrstar til að vinna okkur og auðvitað kveikti það bara í okkur.“ Valur á meira inni Fram hefur komið í máli margra leikmanna og þjálfara í deildinni að Valsliðið sé skrefi framar en næstu lið sem á eftir koma. Ragn- hildur segir Valskonur þurfa að halda einbeit- ingu og telur liðið eiga nokkuð inni. „Fyrirfram eigum við að vera með sterkasta liðið en við höfum spilað fáa leiki og það líður langur tími á milli leikja. Mér finnst við ekki hafa fundið al- mennilega taktinn. Deildin virðist vera sterk- ari en hún var í fyrra og liðin eru að kroppa stig hvert af öðru í ríkari mæli en ég reiknaði með. Við þurfum að vera mjög einbeittar ef við ætl- um að klára deildina með titli. Mér finnst að það komi of langir kaflar í okkar leikjum þar sem við eigum að geta spilað betur en þetta er smám saman að komast í rétta átt,“ sagði Ragnhildur í samtali við Morgunblaðið en hún skoraði fjögur mörk í leiknum. Yfirlýsingar úr herbúðum HK hjálpuðu Valskonum  Meistarar Vals með fullt hús stiga  Þrátt fyrir það á liðið nokkuð inni Varnarmúr Elísa Ósk Viðarsdóttir fær hraustlegar m N1-deild kvenna » Valur er með fullt hús stiga eftir sigur á HK 32:25 á útivelli. » Grótta náði í sitt fyrsta stig þegar liðið gerði jafntefli á móti FH 23:23. Sunna María Einarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Gróttu og Eva Björk Davíðsdóttir 7 fyrir FH. » Martha Hermannsdóttir skoraði 11 mörk fyrir KA/Þór en það dugði ekki til sigurs því Stjarnan vann 26:24 á Akureyri. Sól- veig Lára Kjærnested skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.