Morgunblaðið - 14.11.2011, Side 5

Morgunblaðið - 14.11.2011, Side 5
ÍÞRÓTTIR 5 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2011 Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, náði sér vel á strik með Zaragoza í gær þegar liðið vann Murcia 67:59. Jón var næststigahæstur hjá Zaragoza og skoraði 13 stig en hann lék um helming leiktímans. Hittni Jóns var með ágætum og setti hann niður öll fimm skot sín úr teignum og eitt af þremur utan þriggja stiga línunnar. Var þetta besti leikur Jóns í sókninni frá því hann gekk til liðs við Zaragoza frá Granada í sumar en hann er alla jafna mjög traustur í vörninni. Zaragoza er í 12. sæti deildarinnar sem er almennt talin sú sterkasta í Evrópu en Manresa er í 8. sæti eftir tap fyrir Lagun Aro 88:82. Landsliðsmaðurinn ungi Haukur Helgi Pálsson kom ekki við sögu hjá Manresa að þessu sinni en hann hefur talsvert fengið að spreyta sig í upphafi leiktíðar. kris@mbl.is Jón Arnór náði sér vel á strik Jón Arnór Stefánsson KR-ingar sömdu um helgina við tvo nýja leik- menn fyrir næstu leiktíð í Pepsideild kvenna í knatt- spyrnu. Um er að ræða norðurírska landsliðs- markvörðinn Emmu Mary Higgins, sem lék með Grindavík í sumar, og Önnu Garðarsdóttur, sem kemur frá Aftureldingu. Higgins á að baki 45 A-landsleiki fyrir Norður-Írland og hefur leikið ellefu Evrópuleiki fyrir Glentoran Belfast United. KR-ingar ákváðu í haust að segja upp samningi sínum við mark- vörðinn Írisi Dögg Gunn- arsdóttur og mun Higgins leysa hana af hólmi. Anna er 23 ára gömul og var á mála hjá Val áður en hún gekk í raðir Aftureld- ingar. Hún hefur leikið 26 leiki í úrvalsdeild og skorað í þeim sjö mörk. KR gekk illa á síðustu leik- tíð og hélt sér með naumindum áfram í deildinni á markatölu þegar upp var staðið. sindris@mbl.is Landsliðsmarkvörður í KR Emma Higgins ordsjælland Morgunblaðið/Eggert gnar einu af ellefur mörkum sínum í sumar. Í LAUGINNI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Skagamærin Inga Elín Cryer varð Íslandsmeistari í þremur greinum og setti Íslandsmet í þeim öllum á Ís- landsmeistaramótinu í 25 metra laug sem lauk í Laugardalslauginni í gær. Hún byrjaði mótið á að slá tveggja ára gamalt met Sigrúnar Brár Sverrisdóttur um 5/100 úr sekúndu í 800 metra skriðsundi sem hún synti á 8:46,42 mínútum. Því næst bætti hún met sitt í 200 metra flugsundi um 1,25 sekúndu, kom í mark á 2:16,72 mínútum, og í gær vann hún 400 metra skriðsund á 4:15,09 mín- útum og bætti sig um 4/100 úr sek- úndu. Þar að auki fékk Inga Elín silf- ur í 200 metra skriðsundi en allt þetta gerði hún þrátt fyrir að vera nánast raddlaus, með hálsbólgu og stíflað nef. „Ég er búin að vera með svo rosa- lega hálsbólgu. Hún hefur samt eng- in áhrif á mig núna en í gær sleppti ég 4x400 metra fjórsundi því ég gat bara varla andað. Ég er búin að vera með þessa flensu síðan á þriðjudag- inn en ég læt þetta ekkert stoppa mig,“ sagði Inga Elín sem verður átján ára síðar í mánuðinum. Inga Elín hefur ávallt keppt fyrir sund- félag Akraness og segir það bæði hafa kosti og galla. Helsti gallinn sé skortur á aðstöðu, aðallega yfir vetr- armánuðina. Vantar stærri innilaug „Ég var sex ára þegar ég byrjaði almennilega að æfa en var líka í ein- hverju ungbarnasundi og svona áð- ur. Ég hef alltaf verið á Akranesi og kann rosalega vel við að æfa þar. Eini gallinn er að það vantar stærri innilaug. Við erum með 25 metra úti- laug sem er ekki nógu gott þegar það byrjar að snjóa og svona, og þá þarf stundum að sleppa æfingum. Við er- um með 12,5 metra innilaug en það er bara ekki nóg. Hún er samt góð til að æfa snúninga og svona,“ sagði Inga Elín sem einbeitir sér að því þessa dagana. „Það er alltaf hægt að gera betur og núna er ég til dæmis að æfa mig á fullu í snúningunum því ég þarf að verða betri í þeim, og í að koma á nægilega miklum hraða inn í snún- ingana,“ sagði Inga Elín. Fávísum blaðamanni lék forvitni á að vita hvort mikill munur væri á að keppa í 25 metra og 50 metra laug. „Þjálfarinn minn segir að það skipti engu máli fyrir mig hvort ég keppi í 25 eða 50 metra laug því ég er svo fljót að ná upp taktinum, en per- sónulega finnst mér betra að keppa í 50 metra laug þegar það eru færri snúningar. Ég er mjög vön að keppa í 25 metra laug og finnst það auðvit- að bara fínt en ég verð að fara að æfa meira í 50 metra laug út af Ólympíu- leikunum á næsta ári. Ég stefni á að komast þangað,“ sagði Inga Elín. „Hissa á að bæta mig“ Önnur sunddrottning og ekki síðri, Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi, setti einnig Íslandsmet í þremur greinum. Hún tvíbætti met sitt í 100 metra baksundi og varð fyrst til að synda það á minna en einni mínútu, kom í mark á 59,81 sekúndu. Hún náði Íslandsmetinu í 200 metra fjór- sundi af Erlu Dögg Haraldsdóttur, synti það á 2:15,22 mínútum, og bætti sig svo um rúmar þrjár sek- úndur í sinni sterkustu grein, 200 metra baksundi, sem hún synti á 2:08,00 mínútum. „Ég er í raun ekki nægilega vel hvíld fyrir þessa keppni því ég er að stíla inn á að ná sem bestum árangri á Norðurlandamóti unglinga í næsta mánuði,“ sagði Eygló Ósk sem er að- eins sextán ára en er ekkert að æsa sig yfir hlutunum. „Ég var mjög hissa á að ná að bæta mig. Ég ætlaði að komast undir mínútuna í 100 metra baksundi en bjóst samt ekki við því að geta það,“ sagði Eygló. Hún mun nú draga úr æfingum þegar líður að fyrrgreindu NMU sem fram fer hérlendis í næsta mánuði, en stóra markmiðið er að fara á Ólympíuleikana. „Það er markmiðið að fara til London. Þangað til eru mót á borð við NMU og Reykjavík International Games þar sem ég vil standa mig vel. Ég þarf auðvitað að bæta mig nokk- uð til að komast á Ólympíuleikana og er núna um það bil fjórum sekúndum frá lágmarkinu í 200 metra baksundi. Því ætla ég að ná.“ Morgunblaðið/Kristinn Sigursæl Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir hér baksund í Laugardalnum en hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 m baksundi og bætti einnig tvö önnur met. Með flensu en þrjú met  Inga Elín Cryer og Eygló Ósk Gústafsdóttir settu þrjú Íslandsmet hvor  Skagamærin nánast raddlaus sökum veikinda  Horfa báðar til London Íslandsmet » Inga Elín Cryer setti Íslands- met í 200 metra flugsundi og 400 og 800 metra skriðsundi í Laugardalslauginni um helgina. » Eygló Ósk Gústafsdóttir tví- bætti Íslandsmet sitt í 100 metra baksundi og setti einnig nýtt met í 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi, auk níu stúlknameta. ast m- - m k r ns Al- - ee, ari a nd- s í Inga Elín Cryer frá Akranesi bætti þrjú met eins og lesa má um hér til hliðar. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH, sem varð meistari í tveimur einstaklingsgreinum, tvíbætti eigið Íslandsmet í 50 metra baksundi. Fyrst synti hún á 27,91 sekúndu og varð Íslandsmeistari, en hún gerði gott betur og kom í mark á 27,49 sekúndum í 4x50 metra fjórsundi. Boðsundssveit SH vann það sund jafnframt á nýju Íslandsmeti, 1:56,23 mínútum. Sveitina skipuðu ásamt Ingibjörgu þær Karen Sif Vilhjálms- dóttir, Snjólaug Tinna Hansdóttir og Bára Kristín Björgvinsdóttir. Bryndís Rún Hansen, sem keppti fyrir norska félagið Bergensvömm- erne, setti nýtt Íslandsmet í 50 metra flugsundi. Hún synti það á 27,04 sek- úndum og bætti gamla metið sitt frá árinu 2009 um 16/100 úr sekúndu. Loks hafði Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR sett Íslandsmet í 100 metra fjórsundi á 1:01,72 mínútum. Þá eru ótalin afrek keppenda á borð við hinn 17 ára Kolbein Hrafn- kelsson úr SH og sundkónginn Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi sem urðu Íslandsmeistarar í þremur ein- staklingsgreinum hvor, líkt og Ragn- heiður, Eygló og Inga Elín. sindr- is@mbl.is aregn g 19 aldursflokkamet unnu bestu afrekin móttökur hjá Önnu Úrsulu Guðmundsdóttur. Morgunblaðiði/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.