Morgunblaðið - 14.11.2011, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2011
Magnús IngiHelgason
og Helgi Jóhann-
esson höfnuðu í
öðru sæti í tví-
liðaleik á Iceland
International-
mótinu í badmin-
ton sem lauk í
TBR-húsinu í
gær. Þeir töpuðu fyrir Dönunum
Thomasi Dew-Hattens og Mathiasi
Kany í úrslitaleik sem fór í oddalotu.
Magnús og Helgi komust yfir með
sigri í fyrstu lotunni 21:16 en Dan-
irnir unnu þær næstu 12:21 og
16:21.
Falur Birkir Guðnason og Matt-hías Sigurðsson voru at-
kvæðamestir þegar Húnar sigruðu
Jötna í miklum markaleik í Egilshöll
á laugardagskvöldið 9:7. Var þetta
fyrsti sigur Húna á Íslandsmótinu í
íshokkíi. Falur skoraði tvö mörk og
lagði upp tvö en Matthías skoraði
einnig tvö og lagði upp eitt. Húnar
koma frá Skautafélaginu Birninum
en Jötnar frá Skautafélagi Akureyr-
ar.
Usain Bolt,sprett-
hlaupari frá Jam-
aíku, og Sally Pe-
arson, grinda
hlaupari frá
Ástralíu, hafa
verið valin frjáls-
íþróttafólk ársins
af alþjóðafrjáls-
íþróttasambandinu IAAF. Bolt vann
tvenn gullverðlaun á heimsmeist-
aramótinu í sumar, annars vegar í
200 metra hlaupi og hins vegar í
4x100 metra boðhlaupi. Er þetta í
þriðja skipti sem Bolt er valinn
frjálsíþróttamaður ársins í heim-
inum. Eftir að hafa veitt verðlaun-
unum viðtöku lýsti Bolt því yfir að
hann hefði sett stefnuna á að vinna
fern gullverðlaun á ÓL í London á
næsta ári og hyggst þar keppa einn-
ig í 4x400 metra boðhlaupi í fyrsta
skipti. Pearson naut mikillar vel-
gengni á tímabilinu og vann fimm-
tán hlaup af þeim sextán sem hún
tók þátt í á árinu. Hún varð heims-
meistari í 100 metra grindahlaupi og
náði besta tíma sem náðst hefur í
greininni í 19 ár.
Sebastian Vettel á Red Bull vannsinn 14. ráspól á vertíðinni í
Formúlu 1 þegar hann vann slag um
ráspól kappakstursins í Abu Dhabi á
laugardaginn. Með því jafnaði hann
ráspólsmet breska ökuþórsins Nigel
Mansell frá árinu 1992. Sjaldan hef-
ur Vettel þurft jafnmikið að hafa
fyrir pólnum, svo jöfn og hörð var
keppnin.Á síðustu hálfu mínútunni
sátu bæði Jenson Button og Lewis
Hamilton á pólnum en Vettel átti
lokaorðið.
DwyaneWade, leik-
stjórnandi Miami
Heat, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í ól-
ympíulið Banda-
ríkjanna í körfu-
knattleik fyrir
leikana í Lund-
únum næsta sumar. Wade er þrítug-
ur og var í frábæru liði Bandaríkj-
anna sem vann til gullverðlauna í
Peking fyrir þremur árum. Hann
sagðist síðasta sumar ekki vera viss
um hvort hann myndi gefa kost á
sér en hefur nú tekið af allan vafa í
viðtali við Reuters-fréttastofuna.
Reiknað er með að LeBron James
sé einnig tilbúinn til þess að spila og
jafnvel Kobe Bryant, samkvæmt
bandarískum fjölmiðlum. Banda-
ríkjamenn gætu því púslað saman
sannkölluðu draumaliði en hins veg-
ar er enn spurning hvenær þessir
kappar geta hafið leik að nýju í
NBA-deildinni vegna verkfalls.
Fólk sport@mbl.is
BADMINTON
Skúli Unnar Sveinsson
skuli@mbl.is
„Er þetta ekki bara heimsmet?“
spurði badmintondrottningin
Ragna Ingólfsdóttir í gam-
ansömum tón þegar henni var ósk-
að til hamingju með fimmta sig-
urinn í einliðaleik kvenna á
Iceland International-badmin-
tonmótinu. Ragna lagði Akvile
Stapusaityte frá Litháen í hörku-
spennandi og skemmtilegum úr-
slitaleik, 21:18, 17:21 og 21:17 í
oddalotu. Ragna tapaði aðeins
einni lotu í mótinu og þegar hún
var beðin að bera þetta mót saman
við hin fjögur þar sem hún sigraði,
árið 2006, 2007, 2009 og 2010,
sagði hún: „Úrslitaleikirnir á hin-
um fjórum mótunum voru auðveld-
ari en leikurinn í dag. Hann var
mjög erfiður enda er þetta hörku-
góð stelpa sem er að reyna, eins
og ég, að komast inn á Ólympíu-
leikana. Hún keppti á síðustu leik-
um eins og ég og líklega kemst
hún á leikana í London. Leiðin í
úrslitaleikinn var fremur auðveld
núna og ég hef oft lent í erfiðari
leikjum á leiðinni í úrslit.
Úrslitaleikurinn var mjög jafn
og mikið sálfræðistríð, en sem bet-
ur fer tókst mér að sigra,“ sagði
Ragna.
Mótið var ekki haldið árið 2008.
Vantar fjögur góð mót
Ragna stefnir að því að komast
á Ólympíuleikana í Lundúnum á
næsta ári og segist vera á réttu
róli hvað það varðar. Hún fékk
2.500 stig á styrkleikalistanum fyr-
ir sigurinn um helgina og staðan á
þeim lista í byrjun maí á næsta ári
segir til um hverjir komast á Ól-
ympíuleikana.
„Ég er komin með sex mjög góð
mót sem gilda inn á ólympíulistann
og þarf því fjögur góð til viðbótar,
en það eru tíu mót sem gilda. Ég
fer til Noregs á mót um næstu
helgi, kem síðan heim í tvo daga
áður en ég fer til Skotlands á ann-
að mót. Það fer dálítið eftir því
hvernig mér gengur á þessum
mótum hvaða mót ég vel síðan í
desember. Maður skipuleggur
þetta ekki nákvæmlega langt fram
í tímann.
Ég vil hafa meðaltalið á bilinu
2.200-2.500 stig og held að það ætti
að duga til að komast á Ólympíu-
leikana. Þetta mót hérna um
helgina og mótið í Þýskalandi um
síðustu helgi voru fín því ég fékk
2.700 stig í Þýskalandi og 2.500
fyrir þetta mót. Mér hefur gengið
rosalega vel upp á síðkastið og er
á réttu róli,“ sagði Ragna.
Mikil ferðalög
Það fylgja því mikil ferðalög að
reyna að komast inn á Ólympíu-
leikana. „Já, þetta eru mikil ferða-
lög og stundum tekur maður bara
upp úr töskunum til að þvo og er
svo rokinn aftur. Á ólympíuári er
þetta sérlega mikið því maður þarf
að ná tíu góðum mótum og getur
auðvitað ekki treyst því að ná því á
tíu mótum. Maður þarf því að spila
á fimmtán til tuttugu mótum á
árinu fyrir leikana, þannig að þetta
eru eitt til tvö mót í mánuði,“ sagði
Ragna, sem segist vera í mjög
góðri æfingu og búin að ná sér að
fullu af meiðslunum sem hún átti í
fyrir ári.
Ragna sat hjá í fyrstu umferð,
lagði síðan Elínu Þóru Elíasdóttur
21:3 og 21:10 í næstu umferð og
ensku stúlkuna Helenu Cable
21:16 og 21:5 í átta manna úrslit-
um. Í undanúrslitum mætti hún
Louise Hansen frá Danmörku og
vann 21:12 og 21:10.
Tinna og Snjólaug sigruðu
Í tvíliðaleik kvenna var eitt er-
lent par, dönsku stúlkurnar Calili
Nystrup Wegener Clausen og S.
Christensen Fie. Þær komust í úr-
slitaleikinn, en lentu þó í kröppum
dansi á móti Katrínu Atladóttur og
Karitas Ósk Ólafsdóttur í átta liða
úrslitum en unnu 16:21, 21:19 og
21:17. Í úrslitum mættu þær Tinnu
Helgadóttur og Snjólaugu Jó-
hannsdóttur og höfðu þær Tinna
og Snjólaug sigur, en dönsku
stúlkurnar urðu að hætta leik
vegna meiðsla þegar staðan var
11:4 fyrir Tinnu og Snjólaugu í
fyrstu lotu.
Svíinn Mathias Borg sigraði í
einliðaleik karla, lagði Tony Steph-
enson frá Írlandi í úrslitum, 21:18
og 21:17. Mathias mætti Magnúsi
Inga Helgasyni í átta manna úr-
slitum og hafði þar betur 21:6 og
21:7. Karl Gunnarsson komst einn-
ig í átta manna úrslit en tapaði þar
fyrir Stephenson frá Írlandi 21:19
og 21:7.
Magnús Ingi og Helgi Jóhann-
esson komust í úrslit í tvíliðaleik
karla og mættu þar Thomas Dew-
Hattens og Mathias Kany og höfðu
þeir dönsku betur í skemmtilegum
leik, 16:21, 21:12 og 21:16.
Danirnir Thomas Dew-Hattens
og Louise Hansen sigruðu í
tvenndarleik, lögðu Tony Steph-
enson og Sinnead Chambers frá
Írlandi 23:21 og 21:13 í úrslitum.
Morgunblaðiði/hag
Mikilvægt Ragna í úrslitaleiknum í gær en sigurinn er henni afar mikilvægur vegna stöðu hennar á heimslistanum.
Ragna á réttu róli
Sigraði í fimmta sinn á Iceland International Keppir í Noregi og Skotlandi
næstu tvær helgar Tinna og Snjólaug hömpuðu gullinu í tvíliðaleik
Morgunblaðiði/hag
Sigurvegarar Snjólaug og Tinna með gullverðlaun sín í gær.