Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 6
6 finnur.is 29. desember 2011
Sinead O’Connor
gift í 16 daga
Írski söngfuglinn og Íslands-
vinurinn Sinead O’Connor hef-
ur bundið enda á fjórða hjóna-
band sitt, aðeins 16 dögum
eftir að hún gekk að eiga Barry
Herridge í Las Vegas. Segir hún á
bloggi sínu að ósætti og þrýstingi
frá fjölskyldu sinni sé að kenna en
þeim leist víst takmarkað á
mannsefnið. Mun hjónabandið
því hafa farið út um þúfur
einungis þremur klukku-
stundum eftir athöfnina en
brúðkaupið fór fram 8.des-
ember síðastliðinn. Hjóna-
kornin bjuggu þó saman í
heila sjö daga áður en
þau afréðu að skilja á að-
fangadagskvöld.
Hverfulir hveitibrauðsdagar
Þórdís Arnljótsdóttir átti fína spretti í fréttum Sjónvarpsins á mánudags-
kvöldið í umfjöllun um umferðarslys ársins. Tólf hafa látist og frá þeirri nap-
urlegu staðreynd sagði Þórdís hreint og beint. En hún gerði annað sem jók
vægi fréttarinnar til muna. Rifjaði upp sitthvað, til dæmis þegar ungur piltur
lést í umferðarslysi á Ólafsvíkurvegi milli hátíða fyrir þrettán árum og hörmu-
legt banaslys fyrir réttu ári í Bólstaðarhlíðarbrekkunni fyrir norðan þar sem
vöruflutningabílstjóri lést.
Einhverjir segja sjálfsagt að svona fréttaflutningur sé óþarfur og ástæðu-
laust sé að rifja upp hörmulega atburði sem eru fleinn í holdi margra fjöl-
skyldna: sár sem seint gróa. Vissulega á það sjónarmið alveg rétt á sér. Hitt
ber hins vegar svo á að líta að af liðnum atburðum má læra og sú staðreynd er
líka þekkt að krassandi myndir af umferðarslysum snerta fólk og vekja til vit-
undar um að varlega skuli farið. – Og nú þurfum við bara meira af svona upp-
rifjunarfréttum í öllum fjölmiðlum; ekki bara af umferðarslysum heldur líka úr
efnahagsmálum, pólitíkinni, stjórnsýslunni atvinnulífinu og svo mætti áfram telja. Slíkt myndi veita
mörgum gott og heilbrigt aðhald; körlum og konum sem nota skammtímaminni alþjóðar sem skálka-
skjól. Allt upp á borðið og enga þöggun. Gleðilegt nýár!
SÓFAKARTAFLAN RAUSAR
Upprifjun og aðhald
F
yrsta Die Hard myndin, sem John McTiernan
leikstýrði, sló umsviflaust í gegn og gerði stór-
stjörnu úr Bruce Willis. Þess var því ekki langt
að bíða að leikurinn yrði endurtekinn. Margir
efuðust um að hægt væri að endurvekju stemninguna
með góðu móti, en Finninn Renny Harlin leysti verk-
efnið með miklum sóma. Í stað Nakatomi-skýja-
kljúfsins í Los Angeles er vettvangurinn nú Dulles-
alþjóðaflugvöllurinn í Washington. Þar hefur teymi
harðskeyttra málaliða tekið völdin við flugumsjónina
og hótar að steypa aðvífandi farþegavélum í jörðina
með manni og mús ef ekki verður farið að kröfum þeirra.
Hver annar en John McClane mætir til að skakka leikinn?
Hún átti eftir að reynast býsna fengsæl, formúlan sem
McTiernan og félagar duttu niður á við gerð fyrstu mynd-
arinnar, eða „Á tæpasta vaði“ eins og myndin hét í hérlendum
kvikmyndahúsum. Einn maður gegn hópi glæpamanna í
ójöfnum slag þar sem hugvitssemin
hjálpar hinum dugmikla einherja gegn
ofureflinu. Mýgrútur sporgöngu-
manna leitaði í smiðjuna í kjölfarið,
(sbr. Under Siege-myndirnar með
Steven Seagal) en fáir hafa upp-
skorið í takt við bálkinn um harð-
jaxlinn McClane. Það sem skildi
hann frá hinum í upphafi var
að hann virkaði hreint ekki
sú ósigrandi sláturmask-
ína sem nafnar hans John
Rambo, John Matrix og
fleiri sólódrápslistamenn voru.
Þess í stað er McClane ómótstæðilega
ósofinn, illa búinn, jafnvel timbraður, illa til hafður með úfið hár (meðan
Willis hafði hár) og í fyrstu myndinni er hann berfættur í ofanálag. Það
sakar ekki að hafa mannlega þáttinn til staðar, ekki síst þegar aðstæður
eru með ómanneskjulegasta móti.
Það hefur iðulega verið styrkur Die Hard-myndanna að óþokka-
hlutverkin eru vel mönnuð úrvalsleikurum. Nægir í því sambandi að
nefna Alan Rickman og Jeremy Irons. Í mynd númer 2 fer William Sadler
með hlutverk foringja málaliðanna og gerir það býsna vel, grjótharður og
miskunnarlaus. Þá er gaman að sjá gamla brýnið Franco Nero í litlu en
þýðingarmiklu hlutverki.
Tvær fyrstu myndirnar gerast í desember og það tilheyrir jólastússi
margra að gleyma sér um stund við að kíkja á Die Hard, einkum fyrstu
myndina. Fyrir þá sem ekki hafa séð númer 2 lengi er upplagt að kíkja á
hana í kvöld.
Die Hard 2: Die Harder er sýnd á Stöð 2 Bíó í kvöld.
DAGSKRÁIN
UM HELGINGA
Áramóta-
mót Hljóm-
skálans
ætti að vera
eitthvað –
þátturinn
var jú eitt
skemmtilegasta dæmið
um innlenda dag-
skrárgerð árið 2011. RÚV.
Föstudagur
E.T. er í
hópi vin-
sælustu og
frægustu
kvikmynda
allra tíma,
og hvort
sem fólk ætlar að sjá
hana í fyrsta sinn eða rifja
stórvirkið upp, þá er það
vel þess virði. Sýnd á RÚV.
Föstudagur
Ground-
hog Day er
úrvals-
dæmi um
það hvers
vegna Bill
Murray er
með fyndnari mönnum.
Frábær og mannbætandi
skemmtun, full af húmor.
Sýnd á Stöð 2.
Laugardagur
Er einhver
sem horfir
ekki á
Skaupið á
RÚV?
Hver og
einn hefur
sína skoðun að áhorfi
loknu en maður verður jú
að sjá árið gert upp af
grínurum þjóðarinnar.
Er til betri
leið til að
byrja nýár-
ið en að
horfa á 50
mínútur af
tískusýn-
ingu undirfataframleið-
andans Victoria’s Secret?
Má vera, en áhorfendum
Skjás 1 leiðist alltént ekki.
Ódrepandi
Einhver ástsælasti harðhaus kvik-
myndanna er vafalaust lögreglumað-
urinn John McClane, sem Bruce Willis
hefur gert ódauðlegan á hvíta tjaldinu. Í
fjórgang hefur McClane komist í hann
krappan þegar hryðjuverkamenn hyggja
á einhvern óskunda, eins og glöggt má
sjá í mynd nr. 2 sem er sýnd í kvöld.
* Undirbúningur er hafinn fyrir Die Hard 5.
Hún gerist í Rússlandi og verður frumsýnd í
febrúar 2013.
*Atriðin í flughöfninni eru tekin íLos Angeles, svo myndin er varla tekin að
neinu leyti í Washington, þar sem hún gerist.
*Sökum snjóleysis þurfti framleiðsla
Die Hard 2 að færa sig frá Washington til
Minnesota og loks til Denver í Colorado.
*Mynd nr. 2 er eina Die Hard myndin þar
sem rán eða annars konar auðgunarbrot er ekki
undirliggjandi.
*Þar tók ekki betra við ogþá var loks afráðið að látasnjóvélar um framleiðsluna.
Vissirþú að...
William Sadler í hlut-
verki Stuart ofursta.
Laugardagur
Sunnudagur